Heimska leiðin Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 12. nóvember 2008 06:30 Undanfarnar vikur hefur verið lífsins ómögulegt að opna nokkurn miðil án þess að úr hellist kreppan með öllum sínum fylgifiskum: Yfirvofandi atvinnuleysi fjölda fólks, ókleifum skuldahamrinum, gjaldþroti fyrirtækjanna, vöruskorti, gjaldeyrisskorti og gleðiskorti. Ekkert er eins auðvelt að kveikja og óttann því hann er eldfimari en olía. Á meðan svörin eru jafn ótrygg og raun ber vitni rekur ein upphrópun aðra. Einn daginn var það finnska leiðin sem hafði víst gengið svo ljómandi vel. Og hvarvetna mátti sjá stórar fyrirsagnir: Finnska leiðin! Daginn eftir kom í ljós að finnska leiðin var ekki sú töfralausn sem talið var í gær heldur hrjóstrug vegferð á mörkum hungursneyðar og hörmunga. Ofan í kaupið værum við mun verr stödd en finnska þjóðin á sínum tíma, reyndar þurfi okkar reikningsdæmi ekkert minna en kraftaverk til að ganga upp. Enginn veit samt almennilega hversu endanleg tortímingin er því fréttirnar rekast hver á annars horn. Segja annars vegar að við verðum galeiðuþrælar þjóðarskútunnar ævina út, til að borga eitthvað sem við áttum aldrei. Hins vegar að eignir dugi að öllum líkindum til að jafna út skuldir bankanna í útlöndum. Rússagullið reyndist vera bara í plati en skyndilega datt pólskt lán inn um lúguna og forsætisráðherra varð svo aldeilis hlessa og bit. Fréttaflutningurinn virðist stundum frekar eiga uppruna í sögusögnum en staðreyndum og niðurstaðan er öngþveiti. Hvað sem öllu líður er að minnsta kosti ljóst fyrir löngu að meðvirkt ástarsamband Seðlabankans og íslensku krónunnar er dauðadæmt. Bankastjórinn er eins og barin eiginkona sem yfirgefur ekki ofbeldisfullan alka af því hún vonar að hann muni að lokum verða góður ef hún stendur nógu lengi með honum. Heimilið á barmi glötunar en skynsemin víðsfjarri. Íslenska krónan skal ekki skekin af stalli sínum því þá væri verið að viðurkenna mistök. Þess í stað skal farin heimska leiðin: Að hampa krónunni sem sameiningartákni þjóðarinnar. Tilfinningasemi og gjaldmiðill eiga enga samleið. Íslenska krónan er ekki þjóðtungan, fáninn, lýðræðið eða sjálfstæðið. Hún er stjórnlaus fyllibytta sem hefur endanlega brotlent á botninum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun
Undanfarnar vikur hefur verið lífsins ómögulegt að opna nokkurn miðil án þess að úr hellist kreppan með öllum sínum fylgifiskum: Yfirvofandi atvinnuleysi fjölda fólks, ókleifum skuldahamrinum, gjaldþroti fyrirtækjanna, vöruskorti, gjaldeyrisskorti og gleðiskorti. Ekkert er eins auðvelt að kveikja og óttann því hann er eldfimari en olía. Á meðan svörin eru jafn ótrygg og raun ber vitni rekur ein upphrópun aðra. Einn daginn var það finnska leiðin sem hafði víst gengið svo ljómandi vel. Og hvarvetna mátti sjá stórar fyrirsagnir: Finnska leiðin! Daginn eftir kom í ljós að finnska leiðin var ekki sú töfralausn sem talið var í gær heldur hrjóstrug vegferð á mörkum hungursneyðar og hörmunga. Ofan í kaupið værum við mun verr stödd en finnska þjóðin á sínum tíma, reyndar þurfi okkar reikningsdæmi ekkert minna en kraftaverk til að ganga upp. Enginn veit samt almennilega hversu endanleg tortímingin er því fréttirnar rekast hver á annars horn. Segja annars vegar að við verðum galeiðuþrælar þjóðarskútunnar ævina út, til að borga eitthvað sem við áttum aldrei. Hins vegar að eignir dugi að öllum líkindum til að jafna út skuldir bankanna í útlöndum. Rússagullið reyndist vera bara í plati en skyndilega datt pólskt lán inn um lúguna og forsætisráðherra varð svo aldeilis hlessa og bit. Fréttaflutningurinn virðist stundum frekar eiga uppruna í sögusögnum en staðreyndum og niðurstaðan er öngþveiti. Hvað sem öllu líður er að minnsta kosti ljóst fyrir löngu að meðvirkt ástarsamband Seðlabankans og íslensku krónunnar er dauðadæmt. Bankastjórinn er eins og barin eiginkona sem yfirgefur ekki ofbeldisfullan alka af því hún vonar að hann muni að lokum verða góður ef hún stendur nógu lengi með honum. Heimilið á barmi glötunar en skynsemin víðsfjarri. Íslenska krónan skal ekki skekin af stalli sínum því þá væri verið að viðurkenna mistök. Þess í stað skal farin heimska leiðin: Að hampa krónunni sem sameiningartákni þjóðarinnar. Tilfinningasemi og gjaldmiðill eiga enga samleið. Íslenska krónan er ekki þjóðtungan, fáninn, lýðræðið eða sjálfstæðið. Hún er stjórnlaus fyllibytta sem hefur endanlega brotlent á botninum.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun