3D allsráðandi 18. september 2008 05:00 Bandaríski leikstjórinn James Cameron með þrívíddargleraugun sín. Hann er einn þeirra sem vinna skipulega að því að koma slíkum kvikmyndum í framleiðslu. Bandaríski viðskiptajöfurinn Jeffrey Katzenberger, forstjóri bandaríska framleiðslurisans Dreamworks, ávarpaði ráðstefnu um framtíð sjónvarps í Amsterdam í síðustu viku um gervihnött. Þar hélt hann fram þeirri skoðun að brátt verði 3D-format allsráðandi í framleiðslu myndefnis fyrir kvikmyndahús. Í þróun sé linsa fyrir tökuvélar sem gefi áhorfandanum þá tilfinningu að hann horfi á atburði á tjaldinu í þrívídd. Sama tækni verði ráðandi í myndmiðlun í sjónvarpi, á mynddiskum og í netheimum og á símum. Þrívídd muni taka yfir alla vestræna myndmiðla og þaðan leggja undir sig alla myndframleiðslu. Áhorfandi á myndefni í þrívídd verður að nota sjóngler sem draga fram dýpt í myndfletinum og spáir Katzenberger að með auknu efni af þessu tagi fari almenningur að fjárfesta í sérstökum gleraugum til að nota þegar horft er á myndmiðla. Um þessar mundir er verið að sýna kvikmyndina Ferðina til miðju jarðar sem var áður kölluð Leyndardómar Snæfellsjökuls í kvikmyndahúsum hér á landi en hún er unnin í þrívídd. Til þessa hafa fjölmargar kvikmyndir verið framleiddar með þessari tækni en hafa til þessa verið undantekningar á myndmarkaði.- pbb Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Bandaríski viðskiptajöfurinn Jeffrey Katzenberger, forstjóri bandaríska framleiðslurisans Dreamworks, ávarpaði ráðstefnu um framtíð sjónvarps í Amsterdam í síðustu viku um gervihnött. Þar hélt hann fram þeirri skoðun að brátt verði 3D-format allsráðandi í framleiðslu myndefnis fyrir kvikmyndahús. Í þróun sé linsa fyrir tökuvélar sem gefi áhorfandanum þá tilfinningu að hann horfi á atburði á tjaldinu í þrívídd. Sama tækni verði ráðandi í myndmiðlun í sjónvarpi, á mynddiskum og í netheimum og á símum. Þrívídd muni taka yfir alla vestræna myndmiðla og þaðan leggja undir sig alla myndframleiðslu. Áhorfandi á myndefni í þrívídd verður að nota sjóngler sem draga fram dýpt í myndfletinum og spáir Katzenberger að með auknu efni af þessu tagi fari almenningur að fjárfesta í sérstökum gleraugum til að nota þegar horft er á myndmiðla. Um þessar mundir er verið að sýna kvikmyndina Ferðina til miðju jarðar sem var áður kölluð Leyndardómar Snæfellsjökuls í kvikmyndahúsum hér á landi en hún er unnin í þrívídd. Til þessa hafa fjölmargar kvikmyndir verið framleiddar með þessari tækni en hafa til þessa verið undantekningar á myndmarkaði.- pbb
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein