Benitez hefur áhyggjur af meiðslum lykilmanna 22. október 2008 21:56 NordicPhotos/GettyImages Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool var ekki ánægður með 1-1 jafnteflið sem hans menn gerðu við Atletico í Madríd í kvöld. Þá hefur hann áhyggjur af meiðslum nokkurra lykilmanna fyrir mikilvægan leik gegn Chelsea í deildinni um næstu helgi. "Ég hélt að við gætum spilað betur en þetta. Við fengum færi og ef maður klárar þau ekki, er manni refsað líkt og í kvöld," sagði Benitez um jöfnunarmark heimamanna í Atletico. "Það er jákvætt að vera með sjö stig í riðlinum og það er ekki slæm staða, en það er auðvitað súrt að fá á sig jöfnunarmark á 83. mínútu," sagði Benitez. Hann hefur áhyggjur af meiðslum nokkurra manna í liði sínu, en hann skipti bæði Steven Gerrard og Robbie Keane af velli. Þá virtist Xabi Alonso hafa meiðst líka. "Ég held að verði í lagi með þá en við verðum að sjá til," sagði Benitez. Robbie Keane sagðist í viðtali við Sky eiga við veikindi að stríða. "Ég teygði eitthvað á náranum eftir 20 mínútna leik, en ég held að það sé ekki alvarlegt. Svo var ég dálítið slappur líka og það hjálpaði ekki," sagði Keane. Hann fór illa með dauðafæri skömmu eftir að hann skoraði fyrir Liverpool. "Það var mikill vindur, en ég get ekki afsakað mig, ég hefði átt að nýta þetta færi," sagði Írinn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira
Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool var ekki ánægður með 1-1 jafnteflið sem hans menn gerðu við Atletico í Madríd í kvöld. Þá hefur hann áhyggjur af meiðslum nokkurra lykilmanna fyrir mikilvægan leik gegn Chelsea í deildinni um næstu helgi. "Ég hélt að við gætum spilað betur en þetta. Við fengum færi og ef maður klárar þau ekki, er manni refsað líkt og í kvöld," sagði Benitez um jöfnunarmark heimamanna í Atletico. "Það er jákvætt að vera með sjö stig í riðlinum og það er ekki slæm staða, en það er auðvitað súrt að fá á sig jöfnunarmark á 83. mínútu," sagði Benitez. Hann hefur áhyggjur af meiðslum nokkurra manna í liði sínu, en hann skipti bæði Steven Gerrard og Robbie Keane af velli. Þá virtist Xabi Alonso hafa meiðst líka. "Ég held að verði í lagi með þá en við verðum að sjá til," sagði Benitez. Robbie Keane sagðist í viðtali við Sky eiga við veikindi að stríða. "Ég teygði eitthvað á náranum eftir 20 mínútna leik, en ég held að það sé ekki alvarlegt. Svo var ég dálítið slappur líka og það hjálpaði ekki," sagði Keane. Hann fór illa með dauðafæri skömmu eftir að hann skoraði fyrir Liverpool. "Það var mikill vindur, en ég get ekki afsakað mig, ég hefði átt að nýta þetta færi," sagði Írinn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira