Myndbandalist í Gerðubergi 26. september 2008 02:45 Steina Vasulka Opnuð var yfirlitssýning á verkum myndbandslistakonunnar Steinu – Steinunnar Briem Bjarnadóttur Vasulka – í menningarmiðstöðinni Gerðubergi um síðustu helgi. Steina er einn af frumherjum íslenskrar myndbandalistar. Hún er fædd í Reykjavík árið 1940 og lagði framan af stund á nám í fiðluleik. Nítján ára gömul fékk hún styrk til náms við Tónlistarháskólann í Prag, en þar kynntist hún tilvonandi eiginmanni sínum Woody Vasulka, vélaverkfræðingi og kvikmyndagerðarmanni. Steina starfaði um skeið sem fiðluleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands en fór síðan til New York með eiginmanni sínum. Þar kynntist hún, seint á sjöunda áratugnum, myndbandalistforminu sem hún hefur unnið að síðan. Steina hefur farið vítt og breitt í rafrænni listsköpun sinni; gert myndbönd og innsetningar og nú á síðustu árum hefur hún framið gagnvirka gjörninga á opinberum stöðum þar sem að fiðluleikur hennar er notaður til að stjórna myndefni sem varpað er á stóra skjái. Hún var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1997 en þar var sýnt verk hennar Orka. Sýningin í Gerðubergi stendur yfir til 2. nóvember. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.- Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Opnuð var yfirlitssýning á verkum myndbandslistakonunnar Steinu – Steinunnar Briem Bjarnadóttur Vasulka – í menningarmiðstöðinni Gerðubergi um síðustu helgi. Steina er einn af frumherjum íslenskrar myndbandalistar. Hún er fædd í Reykjavík árið 1940 og lagði framan af stund á nám í fiðluleik. Nítján ára gömul fékk hún styrk til náms við Tónlistarháskólann í Prag, en þar kynntist hún tilvonandi eiginmanni sínum Woody Vasulka, vélaverkfræðingi og kvikmyndagerðarmanni. Steina starfaði um skeið sem fiðluleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands en fór síðan til New York með eiginmanni sínum. Þar kynntist hún, seint á sjöunda áratugnum, myndbandalistforminu sem hún hefur unnið að síðan. Steina hefur farið vítt og breitt í rafrænni listsköpun sinni; gert myndbönd og innsetningar og nú á síðustu árum hefur hún framið gagnvirka gjörninga á opinberum stöðum þar sem að fiðluleikur hennar er notaður til að stjórna myndefni sem varpað er á stóra skjái. Hún var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1997 en þar var sýnt verk hennar Orka. Sýningin í Gerðubergi stendur yfir til 2. nóvember. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.-
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira