Úrslitakeppnin hefst á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2008 09:09 Tim Duncan reynir hér að stöðva Steve Nash. Nordic Photos / Getty Images Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst á morgun þegar fjórar af átta fyrstu rimmunum í fyrstu umferð keppninnar fara af stað. Það stefnir í einhverja mest spennandi úrslitakeppni í manna minnum, þá sérstaklega í Vesturdeildinni. Meistararnir í San Antonio eiga ekki auðvelt verkefni fyrir höndum strax í fyrstu umferðinni en þar mætir liðið Steve Nash, Amare Stoudemire, Shaquille O'Neal og félögum í Phoenix. Reyndar eru allar viðureignirnar í Vesturdeildinni afar athyglisverðar. Það er ekki hægt að bóka annað liðið áfram í neinni rimmu. Efsta liðið í deildinni, LA Lakers, mætir Denver í fyrstu umferðinni en getur alls ekki bókað auðveldan sigur þar. Í Austurdeildinni er ekki útlit fyrir jafn mikla spennu en þar er nánast hægt að stóla á að Boston og Detroit komist áfram í næstu umferð. Orlando varð í þriðja sæti deildarinnar og mætir Toronto sem gæti verið athyglisverð rimma. Þá verður einnig athyglisvert að sjá þegar þeir LeBron James og Gilbert Arenas mætast á vellinum í rimmu Cleveland og Washington. Hér, á heimasíðu NBA, má sjá dagskrá fyrstu umferðar úrslitakeppninnar. Sem fyrr segir hefjast fyrri fjögur einvígin á morgun og hin á sunnudaginn. NBA TV er á rás 48 á Digital Ísland og verður með beina útsendingu á hverju kvöldi í fyrstu tveimur umferðunum. Stöð 2 Sport mun einnig sýna valda leiki í beinni útsendingu en það kemur betur í ljós þegar á líður hvaða leikir það verða. Á NBA-bloggi Vísis má fylgjast með dagskrá NBA TV. En nú þegar hefur verið ákveðið hvaða leikir verða í beinni fyrstu dagana í úrslitakeppninni. Laugardagur 19. apríl kl. 16.30: Cleveland - Washington #1 Sunnudagur 20. apríl kl. 00.30*: Boston - Atlanta #1 Mánudagur 21. apríl kl. 01.30*: Houston - Utah #2 Þriðjudagur 22. apríl kl. 23.00: New Orleans - Dallas #2 Miðvikudagur 23. apríl kl. 23.30: Detroit - Philadelphia #2 Fimmtudagur 24. apríl kl. 23.30: Toronto - Orlando #3 Föstudagur 25. apríl kl. 23.00: Philadelphia - Detroit #3 Laugardagur 26. apríl kl. 19.00: Toronto - Orlando #4 Sunnudagur 27. apríl kl. 19.30: Phoenix - San Antonio #4 Mánudagur 28. apríl kl. 00.00*: Atlanta - Boston #4 *Aðfaranótt næsta dags NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst á morgun þegar fjórar af átta fyrstu rimmunum í fyrstu umferð keppninnar fara af stað. Það stefnir í einhverja mest spennandi úrslitakeppni í manna minnum, þá sérstaklega í Vesturdeildinni. Meistararnir í San Antonio eiga ekki auðvelt verkefni fyrir höndum strax í fyrstu umferðinni en þar mætir liðið Steve Nash, Amare Stoudemire, Shaquille O'Neal og félögum í Phoenix. Reyndar eru allar viðureignirnar í Vesturdeildinni afar athyglisverðar. Það er ekki hægt að bóka annað liðið áfram í neinni rimmu. Efsta liðið í deildinni, LA Lakers, mætir Denver í fyrstu umferðinni en getur alls ekki bókað auðveldan sigur þar. Í Austurdeildinni er ekki útlit fyrir jafn mikla spennu en þar er nánast hægt að stóla á að Boston og Detroit komist áfram í næstu umferð. Orlando varð í þriðja sæti deildarinnar og mætir Toronto sem gæti verið athyglisverð rimma. Þá verður einnig athyglisvert að sjá þegar þeir LeBron James og Gilbert Arenas mætast á vellinum í rimmu Cleveland og Washington. Hér, á heimasíðu NBA, má sjá dagskrá fyrstu umferðar úrslitakeppninnar. Sem fyrr segir hefjast fyrri fjögur einvígin á morgun og hin á sunnudaginn. NBA TV er á rás 48 á Digital Ísland og verður með beina útsendingu á hverju kvöldi í fyrstu tveimur umferðunum. Stöð 2 Sport mun einnig sýna valda leiki í beinni útsendingu en það kemur betur í ljós þegar á líður hvaða leikir það verða. Á NBA-bloggi Vísis má fylgjast með dagskrá NBA TV. En nú þegar hefur verið ákveðið hvaða leikir verða í beinni fyrstu dagana í úrslitakeppninni. Laugardagur 19. apríl kl. 16.30: Cleveland - Washington #1 Sunnudagur 20. apríl kl. 00.30*: Boston - Atlanta #1 Mánudagur 21. apríl kl. 01.30*: Houston - Utah #2 Þriðjudagur 22. apríl kl. 23.00: New Orleans - Dallas #2 Miðvikudagur 23. apríl kl. 23.30: Detroit - Philadelphia #2 Fimmtudagur 24. apríl kl. 23.30: Toronto - Orlando #3 Föstudagur 25. apríl kl. 23.00: Philadelphia - Detroit #3 Laugardagur 26. apríl kl. 19.00: Toronto - Orlando #4 Sunnudagur 27. apríl kl. 19.30: Phoenix - San Antonio #4 Mánudagur 28. apríl kl. 00.00*: Atlanta - Boston #4 *Aðfaranótt næsta dags
NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira