Í ilmvatnsskýi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 3. desember 2008 05:00 Við lifum á merkilegum tímum. Landsmenn flykkjast út á götur og mótmæla og það þykir lítið ef aðeins nokkur hundruð manns mæta á mótmæli. Gamlir mótmælahundar vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið; hvort þeir eiga að fagna auknum liðsauka við mótmæli eða finnast sem verið sé að kássast upp á þeirra júffertu. Og allt er leyfilegt. Menn mæta með heimatilbúin kröfuspjöld; einhverjir vilja Davíð burt, aðrir kosningar sem fyrst, ríkisstjórnin er skömmuð, útrásarvíkingarnir fá sín skilaboð, Alþingi líka og þjóðin öll er hvött til dáða. Hópurinn er fjölbreyttur og hefur ekki endilega niðurnjörvaðar lausnir á málunum. Spurning fréttamanns sjónvarps til dúðaðs mótmælanda um helgina um hvort hægt væri að mótmæla hefði maður ekki lausnir var því nokkuð sérkennileg. Mótmæli eru ekki síður útrás en tillaga að lausn, birtingarmynd óánægju frekar en aðgerðaráætlun í tölusettum liðum. Þegar pelsklædda, miðaldra konan, með leðurhanskana og gulleyrnalokka undan loðhúfunni, klappaði og hrópaði af ánægju yfir því að ungur maður, með gallabuxurnar á hælunum og klút fyrir andlitinu, hafði klifrað upp á svalir Alþingishússins með skilti sem sýndi að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði keypt þingið; þegar þetta gerðist áttaði ég mig á því að eitthvað merkilegt væri að gerast í mótmælunum. Í miðju ilmvatnsskýinu rann upp fyrir mér ljós um að hér væri ekki á ferð hefðbundin mótmæli vinstrisinna sem hin ríkjandi öfl hafa alltaf getað yppt öxlum yfir. Þeim mun merkilegra er að sjá hve góðan árangur mótmælin bera þessa dagana. Blaðamenn landsins standa í biðröð eftir að fá að ræða við Davíð Oddsson, án árangurs. Kona, sem titlar sig norn, fremur seið og innan stundar stendur hún á spjalli við alla seðlabankastjórana þrjá. Lögreglan sinnir kröfum mótmælenda; einn er leystur úr haldi og eftir vinsamlegt spjall hverfur sérsveitin á brott undir lófataki þeirra sem henni var beint gegn. Eru hér að myndast sprungur í hina ævafornu valdskiptingu í „okkur" og „ykkur"? Erum við og þið að renna saman í okkur? Í lýðinn? Erum við að sjá alvöru lýðræði á Íslandi? Að lýðurinn, fólkið, ráði? Það væri óskandi. Að völd og ábyrgð færu saman. Að ekki þurfi til hrun heils efnahagskerfis til fólkið tjái hug sinn annars staðar og oftar en í kjörklefanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun
Við lifum á merkilegum tímum. Landsmenn flykkjast út á götur og mótmæla og það þykir lítið ef aðeins nokkur hundruð manns mæta á mótmæli. Gamlir mótmælahundar vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið; hvort þeir eiga að fagna auknum liðsauka við mótmæli eða finnast sem verið sé að kássast upp á þeirra júffertu. Og allt er leyfilegt. Menn mæta með heimatilbúin kröfuspjöld; einhverjir vilja Davíð burt, aðrir kosningar sem fyrst, ríkisstjórnin er skömmuð, útrásarvíkingarnir fá sín skilaboð, Alþingi líka og þjóðin öll er hvött til dáða. Hópurinn er fjölbreyttur og hefur ekki endilega niðurnjörvaðar lausnir á málunum. Spurning fréttamanns sjónvarps til dúðaðs mótmælanda um helgina um hvort hægt væri að mótmæla hefði maður ekki lausnir var því nokkuð sérkennileg. Mótmæli eru ekki síður útrás en tillaga að lausn, birtingarmynd óánægju frekar en aðgerðaráætlun í tölusettum liðum. Þegar pelsklædda, miðaldra konan, með leðurhanskana og gulleyrnalokka undan loðhúfunni, klappaði og hrópaði af ánægju yfir því að ungur maður, með gallabuxurnar á hælunum og klút fyrir andlitinu, hafði klifrað upp á svalir Alþingishússins með skilti sem sýndi að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði keypt þingið; þegar þetta gerðist áttaði ég mig á því að eitthvað merkilegt væri að gerast í mótmælunum. Í miðju ilmvatnsskýinu rann upp fyrir mér ljós um að hér væri ekki á ferð hefðbundin mótmæli vinstrisinna sem hin ríkjandi öfl hafa alltaf getað yppt öxlum yfir. Þeim mun merkilegra er að sjá hve góðan árangur mótmælin bera þessa dagana. Blaðamenn landsins standa í biðröð eftir að fá að ræða við Davíð Oddsson, án árangurs. Kona, sem titlar sig norn, fremur seið og innan stundar stendur hún á spjalli við alla seðlabankastjórana þrjá. Lögreglan sinnir kröfum mótmælenda; einn er leystur úr haldi og eftir vinsamlegt spjall hverfur sérsveitin á brott undir lófataki þeirra sem henni var beint gegn. Eru hér að myndast sprungur í hina ævafornu valdskiptingu í „okkur" og „ykkur"? Erum við og þið að renna saman í okkur? Í lýðinn? Erum við að sjá alvöru lýðræði á Íslandi? Að lýðurinn, fólkið, ráði? Það væri óskandi. Að völd og ábyrgð færu saman. Að ekki þurfi til hrun heils efnahagskerfis til fólkið tjái hug sinn annars staðar og oftar en í kjörklefanum.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun