Engin illindi á milli Ferrari og McLaren 14. október 2008 07:41 Stefano Domenicali vill góðan anda milli keppnisliða, ólíkt forvera sínum sem þótti oft harður í horn að taka. Mynd: Getty Images Þrátt fyrir árekstur Lewis Hamilton og Felipe Massa í Japan um síðustu helgi og orrahríð síðustu ára á milli liðanna, þá eru engin illindi milli starfsmanna liðanna. Svo segir Stefando Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari. "Við berjumst á brautinni, eins og lög gera ráð fyrir. Liðin bera virðingu fyrir hvort öðru, en það er mismunandi andi á milli einstakra liða", segir Domenicali. Hann hefur annað yfirbragð en Jean Todt, fyrrum framkvæmdarstjóri sem ól stundum á því að pirra Ron Dennis hjá McLaren gegnum fjölmiðla. Dennis er ósáttur að Lewis Hamilton fékk refsingu fyrir brot í fyrstu beygju. En Domenicali er sammála dómnum. "Hamilton var mjög ágengur í fyrstu beygjunni og þvingaði aðra ökumenn út úr aksturslínunni, þar á meðal báða ökumenn okkar. Massa var svo grimmur á móti skömmu seinna og var dæmdur fyrir það. " Domenicali telur að harður slagur sé framundan í mótinu í Kína um næstu helgi. "Það er slagur þriggja liða framundan. Okkar, McLaren og BMW. Robert Kubicar er kominn á skrið aftur. Við verðum að halda vöku okkar í mótunum sem eftir eru. Það þurfa allir að stilla strengi sína. Ökumenn og tæknimenn þurfa að vera vel undirbúnir, andlega og líkamlega. Það verður háspena í Sjanghæ", sagði Domenicali. Kepp verður á Sjanghæ brautinni í Kína um næstu helgi og í fyrra klúðraði Lewis Hamilton möguleika sínum á því að vinna titilinn í mótinu. Hann færði svo Kimi Raikkönen og Ferrari titilinn á silfurfati í lok mótsins í Brasilíu. Raikkönen varð meistari með eins stigs mun. Sjá brautarlýsingu fyrir Kína Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Þrátt fyrir árekstur Lewis Hamilton og Felipe Massa í Japan um síðustu helgi og orrahríð síðustu ára á milli liðanna, þá eru engin illindi milli starfsmanna liðanna. Svo segir Stefando Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari. "Við berjumst á brautinni, eins og lög gera ráð fyrir. Liðin bera virðingu fyrir hvort öðru, en það er mismunandi andi á milli einstakra liða", segir Domenicali. Hann hefur annað yfirbragð en Jean Todt, fyrrum framkvæmdarstjóri sem ól stundum á því að pirra Ron Dennis hjá McLaren gegnum fjölmiðla. Dennis er ósáttur að Lewis Hamilton fékk refsingu fyrir brot í fyrstu beygju. En Domenicali er sammála dómnum. "Hamilton var mjög ágengur í fyrstu beygjunni og þvingaði aðra ökumenn út úr aksturslínunni, þar á meðal báða ökumenn okkar. Massa var svo grimmur á móti skömmu seinna og var dæmdur fyrir það. " Domenicali telur að harður slagur sé framundan í mótinu í Kína um næstu helgi. "Það er slagur þriggja liða framundan. Okkar, McLaren og BMW. Robert Kubicar er kominn á skrið aftur. Við verðum að halda vöku okkar í mótunum sem eftir eru. Það þurfa allir að stilla strengi sína. Ökumenn og tæknimenn þurfa að vera vel undirbúnir, andlega og líkamlega. Það verður háspena í Sjanghæ", sagði Domenicali. Kepp verður á Sjanghæ brautinni í Kína um næstu helgi og í fyrra klúðraði Lewis Hamilton möguleika sínum á því að vinna titilinn í mótinu. Hann færði svo Kimi Raikkönen og Ferrari titilinn á silfurfati í lok mótsins í Brasilíu. Raikkönen varð meistari með eins stigs mun. Sjá brautarlýsingu fyrir Kína
Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira