Lakers burstaði meistarana 24. maí 2008 05:08 Los Angeles Lakers hefur náð 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í NBA eftir 101-71 stórsigur á meisturum San Antonio í öðrum leik liðanna í nótt. Smelltu á hnappinn hér fyrir ofan til að sjá glefsur úr leiknum af heimasíðu NBA deildarinnar. Leikurinn var í jafnvægi framan af en Lakers-liðið tók góða 9-0 rispu í blálokin á fyrri hálfleiknum og hafði yfir 46-37 í leikhlé. Í síðari hálfleik jókst munurinn enn og Gregg Popovich skipti sínum bestu mönnum af velli þegar skammt var liðið á fjórða leikhlutann. Kobe Bryant var stigahæstur í jöfnu liði Lakers með 22 stig, Lamar Odom skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst og Jordan Farmar skoraði 14 stig af bekknum. Tony Parker skoraði 13 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan 12, en enginn annar leikmaður San Antonio skoraði meira en 10 stig. Þeir Parker og Duncan léku ágætlega framan af leiknum, en Argentínumaðurinn Manu Ginobili náði sér aldrei á strik frekar en í fyrri leiknum - og sömu sögu mátti segja um flesta leikmenn meistaranna. Tölfræði leiksins "Við vitum að við erum góðir á heimavelli, en það þýðir ekki að við séum sáttir við að lenda undir 2-0. Annað hvort klárum við nú heimaleikina okkar og gerum einvígi úr þessu eða við erum úr leik," sagði Tim Duncan eftir leikinn. San Antonio hefur unnið alla sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni til þessa og hefur raunar unnið 20 af síðustu 22 leikjum sínum á heimavelli í öllum keppnum. Liðið lenti í þessari sömu 0-2 stöðu gegn New Orleans í umferðinni á undan, en náðu þá að koma til baka og vinna einvígið 4-3. "Þeir voru þreyttir" "Ekkert markvert gerist í úrslitakeppninni fyrr en einhver vinnur á útivelli. Nú verðum við að fara og reyna að vinna þá á útivelli," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "Ég held að San Antonio liðið hafi verið nokkuð frá sínu besta í kvöld og þeir voru kannski þreyttir. Ég á von á allt öðrum leik frá þeim á þeirra heimavelli," sagði Jackson. Gregg Popovich þjálfari San Antonio tók í svipaðan streng. "Jú, ætli þeir hafi ekki verið dálítið þreyttir, en þá tek ég ekkert af Lakers-liðinu sem spilaði vel. Við þurfum sannarlega á betri hlutum að halda frá leikmönnum okkar og verðum að gera miklu betur ef við eigum að gera eitthvað í þessu einvígi," sagði Popovich. "Mér að kenna" Manu Ginobili var slakur í leiknum í nótt eins og áður sagði og hefur nú aðeins hitt úr 5 af 21 skoti sínu utan af velli í rimmunni. Hann lofar að taka sig á í næsta leik. "Ég kenni mér um þessi töp og staðan í einvíginu ætti sannarlega að vera 1-1. Ég er ekki þreyttur andlega og ég verð að fara að spila eins og maður. Þetta verður allt annað í þriðja leiknum," lofaði Argentínumaðurinn. Detroit-Boston í beinni í nótt Næsti leikur í þessu einvígi fer fram í San Antonio á sunnudagskvöldið, en í nótt verður þriðji leikur Detroit og Boston í úrslitum Austurdeildar sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 0:30 eftir miðnætti. Staðan þar er jöfn 1-1 efir tvo fyrstu leikina í Boston, en næstu tveir fara fram í Detroit. NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
Los Angeles Lakers hefur náð 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í NBA eftir 101-71 stórsigur á meisturum San Antonio í öðrum leik liðanna í nótt. Smelltu á hnappinn hér fyrir ofan til að sjá glefsur úr leiknum af heimasíðu NBA deildarinnar. Leikurinn var í jafnvægi framan af en Lakers-liðið tók góða 9-0 rispu í blálokin á fyrri hálfleiknum og hafði yfir 46-37 í leikhlé. Í síðari hálfleik jókst munurinn enn og Gregg Popovich skipti sínum bestu mönnum af velli þegar skammt var liðið á fjórða leikhlutann. Kobe Bryant var stigahæstur í jöfnu liði Lakers með 22 stig, Lamar Odom skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst og Jordan Farmar skoraði 14 stig af bekknum. Tony Parker skoraði 13 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan 12, en enginn annar leikmaður San Antonio skoraði meira en 10 stig. Þeir Parker og Duncan léku ágætlega framan af leiknum, en Argentínumaðurinn Manu Ginobili náði sér aldrei á strik frekar en í fyrri leiknum - og sömu sögu mátti segja um flesta leikmenn meistaranna. Tölfræði leiksins "Við vitum að við erum góðir á heimavelli, en það þýðir ekki að við séum sáttir við að lenda undir 2-0. Annað hvort klárum við nú heimaleikina okkar og gerum einvígi úr þessu eða við erum úr leik," sagði Tim Duncan eftir leikinn. San Antonio hefur unnið alla sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni til þessa og hefur raunar unnið 20 af síðustu 22 leikjum sínum á heimavelli í öllum keppnum. Liðið lenti í þessari sömu 0-2 stöðu gegn New Orleans í umferðinni á undan, en náðu þá að koma til baka og vinna einvígið 4-3. "Þeir voru þreyttir" "Ekkert markvert gerist í úrslitakeppninni fyrr en einhver vinnur á útivelli. Nú verðum við að fara og reyna að vinna þá á útivelli," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "Ég held að San Antonio liðið hafi verið nokkuð frá sínu besta í kvöld og þeir voru kannski þreyttir. Ég á von á allt öðrum leik frá þeim á þeirra heimavelli," sagði Jackson. Gregg Popovich þjálfari San Antonio tók í svipaðan streng. "Jú, ætli þeir hafi ekki verið dálítið þreyttir, en þá tek ég ekkert af Lakers-liðinu sem spilaði vel. Við þurfum sannarlega á betri hlutum að halda frá leikmönnum okkar og verðum að gera miklu betur ef við eigum að gera eitthvað í þessu einvígi," sagði Popovich. "Mér að kenna" Manu Ginobili var slakur í leiknum í nótt eins og áður sagði og hefur nú aðeins hitt úr 5 af 21 skoti sínu utan af velli í rimmunni. Hann lofar að taka sig á í næsta leik. "Ég kenni mér um þessi töp og staðan í einvíginu ætti sannarlega að vera 1-1. Ég er ekki þreyttur andlega og ég verð að fara að spila eins og maður. Þetta verður allt annað í þriðja leiknum," lofaði Argentínumaðurinn. Detroit-Boston í beinni í nótt Næsti leikur í þessu einvígi fer fram í San Antonio á sunnudagskvöldið, en í nótt verður þriðji leikur Detroit og Boston í úrslitum Austurdeildar sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 0:30 eftir miðnætti. Staðan þar er jöfn 1-1 efir tvo fyrstu leikina í Boston, en næstu tveir fara fram í Detroit. NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira