Kántrímessa annan í jólum 1. desember 2008 04:00 Séra Guðmundur Karl vonast til að sem flestir láti sjá sig í sveitamessunni sem verður haldin á öðrum degi jóla. „Þetta verður ekkert Country Road eða Devil Went Down To Georgia. Þarna verður amerísk jólastemning sem er ekki verri jólastemning en hver önnur," segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi, um sveitamessu sem þar verður haldin annan í jólum. „Við vorum með sams konar messu í fyrra sem mældist mjög vel fyrir. Þá voru bara jólasálmarnir, þessir hefðbundnu, fluttir í kántrístíl. Organistinn Keith Reed sem er Bandaríkjamaður átti hugmyndina að þessu og mér fannst þetta nógu klikkað til að prófa þetta," segir Guðmundur Karl. „Þetta var mjög fjölsótt í fyrra og virkilega hátíðleg stund. Fólk sagði við mann á eftir að það hefði skynjað jólasálmana á alveg nýjan hátt." Til að skapa réttu sveitastemninguna var hey hluti af messunni í fyrra og verður vafalítið aftur í ár. Spurður hvort hestar verði ekki líka hluti af „showinu" segist Guðmundur efast um það. „Þetta eru engin fíflalæti. Þetta er hátíðleg jólaguðsþjónusta en tónlistin er bara flutt með þessum hætti." Lindarkirkja hefur hingað til verið með jólahelgihald í Linda- og Salaskóla en fjórtánda desember verður breyting þar á þegar nýr og glæsilegur safnaðarsalur verður vígður. Óvissa er aftur á móti um byggingu nýrrar kirkju. „Það er óvissuástand hjá okkur eins og gagnvart öllu í þessu þjóðfélagi," segir Guðmundur og bætir við að aðsókn í messur hafi aukist mikið í haust. „Það er búið að gerast einu sinni í haust að við höfum farið undir 200 manns á sunnudögum," segir hann. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta verður ekkert Country Road eða Devil Went Down To Georgia. Þarna verður amerísk jólastemning sem er ekki verri jólastemning en hver önnur," segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi, um sveitamessu sem þar verður haldin annan í jólum. „Við vorum með sams konar messu í fyrra sem mældist mjög vel fyrir. Þá voru bara jólasálmarnir, þessir hefðbundnu, fluttir í kántrístíl. Organistinn Keith Reed sem er Bandaríkjamaður átti hugmyndina að þessu og mér fannst þetta nógu klikkað til að prófa þetta," segir Guðmundur Karl. „Þetta var mjög fjölsótt í fyrra og virkilega hátíðleg stund. Fólk sagði við mann á eftir að það hefði skynjað jólasálmana á alveg nýjan hátt." Til að skapa réttu sveitastemninguna var hey hluti af messunni í fyrra og verður vafalítið aftur í ár. Spurður hvort hestar verði ekki líka hluti af „showinu" segist Guðmundur efast um það. „Þetta eru engin fíflalæti. Þetta er hátíðleg jólaguðsþjónusta en tónlistin er bara flutt með þessum hætti." Lindarkirkja hefur hingað til verið með jólahelgihald í Linda- og Salaskóla en fjórtánda desember verður breyting þar á þegar nýr og glæsilegur safnaðarsalur verður vígður. Óvissa er aftur á móti um byggingu nýrrar kirkju. „Það er óvissuástand hjá okkur eins og gagnvart öllu í þessu þjóðfélagi," segir Guðmundur og bætir við að aðsókn í messur hafi aukist mikið í haust. „Það er búið að gerast einu sinni í haust að við höfum farið undir 200 manns á sunnudögum," segir hann.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira