Fimm skáld í Land Cruiser Þorgríms 5. desember 2008 05:00 Þorgrímur Þráinsson, Einar Kárason, Auður Jónsdóttir, Hallgrímur Helgason og Stefán Máni keyrðu vestur á Land Cruiser-bifreið Þorgríms. „Nei, nei, það var engin spenna okkar á milli. Þetta er nú allt fólk sem þekkist vel og veit sem er að við stjórnum litlu hvað þessar tilnefningar varðar," segir Einar Kárason rithöfundur. Einar er spurður hvort ekki hefði verið rafmagnað andrúmsloft þegar fimm rithöfundar keyrðu vestur fyrir fjall í Land Cruiser jeppa til að lesa upp úr skáldverkum sínum í Ólafsvík. Ferðafélagar Einars voru þau Þorgrímur Þráinsson sem stýrði Land Cruiser-jeppanum af stakri snilld, Stefán Máni, Auður Jónsdóttir og Hallgrímur Helgason. Þorgrímur segist fyrst hafa gert sér grein fyrir ábyrgð sinni sem bílstjóri þegar hann leit yfir hópinn og áttaði sig á verðmæti hans. „Já, þetta hefði getað orðið dýrt og íslenskar bókmenntir hefðu aldrei náð sér á strik ef ferðalagið hefði farið illa og landslið fagurbókmennta horfið af sjónarsviðinu. Maður verður kannski að endurskoða þetta, að setja ekki öll eggin í sömu körfu. Ég keyrði í það minnsta mjög varlega heim eftir þessa uppgötvun," segir Þorgrímur sem staðið hefur fyrir þessum skáldaferðum undanfarin átta ár í samstarfi við Framfarafélagið í Ólafsvík. Þorgrímur bætir því við að það hefði eiginlega komið honum á óvart hversu vel bíllinn hans leit út eftir ferðalagið. Rithöfundar væru augljóslega hin mestu snyrtimenni. Hápunktur kvöldsins var hins vegar matarboð sem foreldrar Stefáns Mána stóðu fyrir á heimili sínu við Fornu-Fróðá. Borðin ætluðu að kikna undan kræsingunum og eftir því sem Fréttablaðið kemst næst stóðu skáldin nánast á beit. „Já, maður verður víst að viðurkenna það, ég þurfti allavega ekki að borða morgunmat í morgun," segir Þorgrímur. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Nei, nei, það var engin spenna okkar á milli. Þetta er nú allt fólk sem þekkist vel og veit sem er að við stjórnum litlu hvað þessar tilnefningar varðar," segir Einar Kárason rithöfundur. Einar er spurður hvort ekki hefði verið rafmagnað andrúmsloft þegar fimm rithöfundar keyrðu vestur fyrir fjall í Land Cruiser jeppa til að lesa upp úr skáldverkum sínum í Ólafsvík. Ferðafélagar Einars voru þau Þorgrímur Þráinsson sem stýrði Land Cruiser-jeppanum af stakri snilld, Stefán Máni, Auður Jónsdóttir og Hallgrímur Helgason. Þorgrímur segist fyrst hafa gert sér grein fyrir ábyrgð sinni sem bílstjóri þegar hann leit yfir hópinn og áttaði sig á verðmæti hans. „Já, þetta hefði getað orðið dýrt og íslenskar bókmenntir hefðu aldrei náð sér á strik ef ferðalagið hefði farið illa og landslið fagurbókmennta horfið af sjónarsviðinu. Maður verður kannski að endurskoða þetta, að setja ekki öll eggin í sömu körfu. Ég keyrði í það minnsta mjög varlega heim eftir þessa uppgötvun," segir Þorgrímur sem staðið hefur fyrir þessum skáldaferðum undanfarin átta ár í samstarfi við Framfarafélagið í Ólafsvík. Þorgrímur bætir því við að það hefði eiginlega komið honum á óvart hversu vel bíllinn hans leit út eftir ferðalagið. Rithöfundar væru augljóslega hin mestu snyrtimenni. Hápunktur kvöldsins var hins vegar matarboð sem foreldrar Stefáns Mána stóðu fyrir á heimili sínu við Fornu-Fróðá. Borðin ætluðu að kikna undan kræsingunum og eftir því sem Fréttablaðið kemst næst stóðu skáldin nánast á beit. „Já, maður verður víst að viðurkenna það, ég þurfti allavega ekki að borða morgunmat í morgun," segir Þorgrímur.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira