Síbreytileg og brotakennd 5. september 2008 04:00 Vala Ómarsdóttir í hlutverki sínu sem Maddid. Sviðslistahópurinn Maddid Theatre Company kom til landsins frá Englandi fyrir hálfum mánuði og hefur ferðast um landið með einleikinn Maddid. Nú er komið að lokasýningum hér á landi. Leikkonan Vala Ómarsdóttir stofnaði hópinn fyrir um ári ásamt leikhúsframleiðandanum Mari Rettedal, en síðan þá hafa fleiri listamenn bæst í hópinn. Hópurinn er býsna fjölþjóðlegur; þannig koma þeir listamenn sem standa að sýningunni frá fimm löndum. Sýningin fjallar um stúlkuna Maddid, sem Vala leikur, og tilraunir hennar til að fóta sig í lífinu. Verkið er unnið með svokallaðri „devised"-vinnuaðferð, en í henni er samvinna í forgrunni. „Í byrjun vinnuferlisins gengum við út frá hugmynd um persónuna Maddid," útskýrir Vala. „Við unnum mikla spunavinnu út frá henni og smátt og smátt tók verkið á sig mynd. Verkið er svo í sífelldri þróun; við sýndum það upprunalega á ensku í Lundúnum, en það hefur haft talsverð áhrif á þróun þess að þurfa að snara því yfir á íslensku og staðfæra það fyrir sýningarnar hér. Að auki hafa viðbrögð áhorfenda og aðkoma nýrra listamanna haft áhrif á hvernig verkið breytist. Titilpersóna leikritsins er meðvituð um að hún er unnin með þessari „devised" aðferð og er því nokkuð brotakennd. Við erum í raun dálítið að leika okkur með möguleikana sem það býður upp á." Maddid hefur almennt verið vel tekið hér á landi að sögn Völu. Verkið var sýnt á ArtFart-hátíðinni í síðasta mánuði, svo ferðaðist hópurinn með það til Vestmannaeyja og að lokum verða sýningar í Hafnarfjarðarleikhúsinu nú um helgina. Vala segir það hafa verið ánægjulegt að sýna íslenskum áhorfendum verkið. „Sýningin hefur orðið léttari við það að koma hingað til lands og fyndnari held ég. Þegar við höfum sýnt verkið á ensku hefur Maddid, sem er íslensk stúlka, stundum átt erfitt með að tjá sig á því tungumáli og því leikið meira með líkamanum. Hér hefur sýningin þróast í aðra átt þar sem að Maddid kann sama tungumál og áhorfendur, en þar sem hún er „devised" verk og í stöðugri þróun, þá er hún jafnframt pirruð yfir að vera ófullgerð og á erfitt með að tjá sig þar sem ekki er búið að skrifa fyrir hana handrit. Því tekur líkaminn enn stjórnina á stundum með ófyrirsjáanlegum og skondnum afleiðingum. Við stefnum að því að setja sýninguna aftur upp í Lundúnum nú í haust, en þá verður hún orðin talsvert breytt eftir Íslandsförina þar sem að við komum til með að þýða og staðfæra sýninguna eins og hún er orðin núna á íslensku aftur yfir á ensku." Síðustu tvær sýningarnar á þessari forvitnilegu sýningu fara fram í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Strandgötu 50, í kvöld og annað kvöld kl. 20. Miða á sýningarnar má nálgast á www.midi.is og við innganginn. vigdis@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Sviðslistahópurinn Maddid Theatre Company kom til landsins frá Englandi fyrir hálfum mánuði og hefur ferðast um landið með einleikinn Maddid. Nú er komið að lokasýningum hér á landi. Leikkonan Vala Ómarsdóttir stofnaði hópinn fyrir um ári ásamt leikhúsframleiðandanum Mari Rettedal, en síðan þá hafa fleiri listamenn bæst í hópinn. Hópurinn er býsna fjölþjóðlegur; þannig koma þeir listamenn sem standa að sýningunni frá fimm löndum. Sýningin fjallar um stúlkuna Maddid, sem Vala leikur, og tilraunir hennar til að fóta sig í lífinu. Verkið er unnið með svokallaðri „devised"-vinnuaðferð, en í henni er samvinna í forgrunni. „Í byrjun vinnuferlisins gengum við út frá hugmynd um persónuna Maddid," útskýrir Vala. „Við unnum mikla spunavinnu út frá henni og smátt og smátt tók verkið á sig mynd. Verkið er svo í sífelldri þróun; við sýndum það upprunalega á ensku í Lundúnum, en það hefur haft talsverð áhrif á þróun þess að þurfa að snara því yfir á íslensku og staðfæra það fyrir sýningarnar hér. Að auki hafa viðbrögð áhorfenda og aðkoma nýrra listamanna haft áhrif á hvernig verkið breytist. Titilpersóna leikritsins er meðvituð um að hún er unnin með þessari „devised" aðferð og er því nokkuð brotakennd. Við erum í raun dálítið að leika okkur með möguleikana sem það býður upp á." Maddid hefur almennt verið vel tekið hér á landi að sögn Völu. Verkið var sýnt á ArtFart-hátíðinni í síðasta mánuði, svo ferðaðist hópurinn með það til Vestmannaeyja og að lokum verða sýningar í Hafnarfjarðarleikhúsinu nú um helgina. Vala segir það hafa verið ánægjulegt að sýna íslenskum áhorfendum verkið. „Sýningin hefur orðið léttari við það að koma hingað til lands og fyndnari held ég. Þegar við höfum sýnt verkið á ensku hefur Maddid, sem er íslensk stúlka, stundum átt erfitt með að tjá sig á því tungumáli og því leikið meira með líkamanum. Hér hefur sýningin þróast í aðra átt þar sem að Maddid kann sama tungumál og áhorfendur, en þar sem hún er „devised" verk og í stöðugri þróun, þá er hún jafnframt pirruð yfir að vera ófullgerð og á erfitt með að tjá sig þar sem ekki er búið að skrifa fyrir hana handrit. Því tekur líkaminn enn stjórnina á stundum með ófyrirsjáanlegum og skondnum afleiðingum. Við stefnum að því að setja sýninguna aftur upp í Lundúnum nú í haust, en þá verður hún orðin talsvert breytt eftir Íslandsförina þar sem að við komum til með að þýða og staðfæra sýninguna eins og hún er orðin núna á íslensku aftur yfir á ensku." Síðustu tvær sýningarnar á þessari forvitnilegu sýningu fara fram í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Strandgötu 50, í kvöld og annað kvöld kl. 20. Miða á sýningarnar má nálgast á www.midi.is og við innganginn. vigdis@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira