NBA: Enn hafa liðin betur á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. maí 2008 09:15 Kobe Bryant, einbeittur á svip í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og unnust þeir báðir á heimavelli eins og allir leikirnir í viðkomandi rimmum til þessa. Boston vann Cleveland, 96-89, og er staðan í þeirri rimmu 3-2 fyrir Boston sem hefur ekki enn tapað á heimavelli í úrslitakeppninni. Þar sem liðið hefur líka tapað öllum sínum útileikjum gæti reynst dýrmætt að liðið náði besta árangri allra liða í NBA-deildinni í vetur og er því með heimavallarréttinn gegn öllum liðum. Cleveland byrjaði betur og komst í 43-29 forystu í öðrum leikhluta. En Boston skoraði fjórtán af síðustu sautján stigum hálfleiksins og vann svo þriðja leikhlutann með 29 stigum gegn sautján. Cleveland náði að minnka muninn í fjögur stig þegar 46 sekúndur voru til leiksloka en þá setti Garnett niður mikilvæga körfu og Paul Pierce hitti úr fimm vítaskotum á síðustu sextán sekúndum og tryggði þar með sigurinn. LeBron James hefur hitt afskaplega illa í þessari rimmu en náði sér loksins á strik í gær. Hann skoraði 23 stig á fyrstu 20 mínútum leiksins en kólnaði svo aftur eftir það. Alls hitti hann úr tólf af 25 skotum en klikkaði á tíu af síðustu fjórtán skotum sínum í leiknum. Hann misnotaði allar þriggja stiga tilraunir sínar. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 29 stig og Garnett var með 26 stig og sextán fráköst. Rajon Rondo var með 20 stig og þrettán stoðsendingar. Hjá Cleveland var James stigahæstur með 35 stig en Delonte West kom næstur með 21 stig. LA Lakers vann Utah, 111-104, og komst þar með í 3-2 forystu í rimmunni. Lakers var með forystuna allan leikinn en Utah náði að minnka muninn í eitt stig þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. En nær komust Utah-menn ekki og Lakers vann sjö stiga sigur að lokum. Kobe Bryant skoraði 26 stig í leiknum þó svo að hann hafi verið að glíma við bakmeiðsli sem hann varð fyrir í síðasta leik liðanna. Hann lék þó alls í 41 mínútu, gaf sjö stoðsendingar og tók sex fráköst. Lamar Odom skoraði 22 stig og tók ellefu fráköst og Pau Gasol var með 21 stig. Hjá Utah var Deron Williams með 27 stig og tíu stoðsendingar og Carlos Boozer með átján stig og tólf fráköst. Næstu leikir í báðum þessum rimmum fara fram annað kvöld og verða þeir báðir í beinni útsendingu fyrir íslenska áhorfendur. Cleveland og Boston eigast við á miðnætti í beinni útsendingu á NBA TV og klukkan 02.30 aðfaranótt laugardags hefst leikur Utah og Lakers í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Það er því veisla framundan fyrir íslenska NBA-fíkla. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og unnust þeir báðir á heimavelli eins og allir leikirnir í viðkomandi rimmum til þessa. Boston vann Cleveland, 96-89, og er staðan í þeirri rimmu 3-2 fyrir Boston sem hefur ekki enn tapað á heimavelli í úrslitakeppninni. Þar sem liðið hefur líka tapað öllum sínum útileikjum gæti reynst dýrmætt að liðið náði besta árangri allra liða í NBA-deildinni í vetur og er því með heimavallarréttinn gegn öllum liðum. Cleveland byrjaði betur og komst í 43-29 forystu í öðrum leikhluta. En Boston skoraði fjórtán af síðustu sautján stigum hálfleiksins og vann svo þriðja leikhlutann með 29 stigum gegn sautján. Cleveland náði að minnka muninn í fjögur stig þegar 46 sekúndur voru til leiksloka en þá setti Garnett niður mikilvæga körfu og Paul Pierce hitti úr fimm vítaskotum á síðustu sextán sekúndum og tryggði þar með sigurinn. LeBron James hefur hitt afskaplega illa í þessari rimmu en náði sér loksins á strik í gær. Hann skoraði 23 stig á fyrstu 20 mínútum leiksins en kólnaði svo aftur eftir það. Alls hitti hann úr tólf af 25 skotum en klikkaði á tíu af síðustu fjórtán skotum sínum í leiknum. Hann misnotaði allar þriggja stiga tilraunir sínar. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 29 stig og Garnett var með 26 stig og sextán fráköst. Rajon Rondo var með 20 stig og þrettán stoðsendingar. Hjá Cleveland var James stigahæstur með 35 stig en Delonte West kom næstur með 21 stig. LA Lakers vann Utah, 111-104, og komst þar með í 3-2 forystu í rimmunni. Lakers var með forystuna allan leikinn en Utah náði að minnka muninn í eitt stig þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. En nær komust Utah-menn ekki og Lakers vann sjö stiga sigur að lokum. Kobe Bryant skoraði 26 stig í leiknum þó svo að hann hafi verið að glíma við bakmeiðsli sem hann varð fyrir í síðasta leik liðanna. Hann lék þó alls í 41 mínútu, gaf sjö stoðsendingar og tók sex fráköst. Lamar Odom skoraði 22 stig og tók ellefu fráköst og Pau Gasol var með 21 stig. Hjá Utah var Deron Williams með 27 stig og tíu stoðsendingar og Carlos Boozer með átján stig og tólf fráköst. Næstu leikir í báðum þessum rimmum fara fram annað kvöld og verða þeir báðir í beinni útsendingu fyrir íslenska áhorfendur. Cleveland og Boston eigast við á miðnætti í beinni útsendingu á NBA TV og klukkan 02.30 aðfaranótt laugardags hefst leikur Utah og Lakers í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Það er því veisla framundan fyrir íslenska NBA-fíkla.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira