Óperur í bíó 22. júlí 2008 06:00 Óperusýningar um net færast í vöxt og hver vill ekki heyra og sjá Placido í beinni útsendingu í góðum græjum og á stóru tjaldi? Metropolitan-óperan í New York sendi í fyrravetur út í háskerpu-útsendingu sex óperusýningar sem varpað var á stór tjöld valinna kvikmyndahúsa víðs vegar um Bandaríkin og Kanada. Þær koma allar út á diskum í haust, en á komandi vetri verður haldið áfram sýningum af þessu tagi og verða þá ellefu sýningar sendar á valda sýningarstaði. Með þessari dreifingartilhögun hefur Metropolitan stækkað áhorfendahóp sinn en óperuunnendur eru víða um lönd soltnir af verkum þeirra höfunda sem sinnt hafa þessu kröfuharða formi. Fetar óperan slóð rokksveita, en Bon Jovi var fyrst hljómsveita til að nýta sér þessa tækni og hafa ýmsir sótt í sama farið, eins og Sigur Rós. Ekki er vitað til að íslenskir kvikmyndahúsaeigendur hafi sýnt þessu efni áhuga, en Norræna húsið hafði lýst áhuga á að taka upp slíka þjónustu. Telja má víst að sá tugur þúsunda óperuáhugamanna sem halda uppi aðsókn að óperusýningum Íslensku óperunnar hefði áhuga á slíkum sýningum. Meðal verkanna sem sýnd voru í fyrra og koma út í haust eru Hansel og Gretel eftir Humperdinck, Makbeð Verdis, Fyrsti keisarinn eftir Tan Dun sem Placido Domingo söng, Manon eftir Pucchini með finnsku sópransöngkonunni Karitu Mattila, Peter Grimes eftir Brittain og La Boheme með Angelu Gheorghiu og Ramon Vargas. Það er vefurinn sem gerir þessar útsendingar mögulegar en minna má á að ein röksemd fyrir símanum á sínum tíma var sú að hann gæfi mönnum tækifæri til að hlusta á beinar útsendingar á óperum.- pbb Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Metropolitan-óperan í New York sendi í fyrravetur út í háskerpu-útsendingu sex óperusýningar sem varpað var á stór tjöld valinna kvikmyndahúsa víðs vegar um Bandaríkin og Kanada. Þær koma allar út á diskum í haust, en á komandi vetri verður haldið áfram sýningum af þessu tagi og verða þá ellefu sýningar sendar á valda sýningarstaði. Með þessari dreifingartilhögun hefur Metropolitan stækkað áhorfendahóp sinn en óperuunnendur eru víða um lönd soltnir af verkum þeirra höfunda sem sinnt hafa þessu kröfuharða formi. Fetar óperan slóð rokksveita, en Bon Jovi var fyrst hljómsveita til að nýta sér þessa tækni og hafa ýmsir sótt í sama farið, eins og Sigur Rós. Ekki er vitað til að íslenskir kvikmyndahúsaeigendur hafi sýnt þessu efni áhuga, en Norræna húsið hafði lýst áhuga á að taka upp slíka þjónustu. Telja má víst að sá tugur þúsunda óperuáhugamanna sem halda uppi aðsókn að óperusýningum Íslensku óperunnar hefði áhuga á slíkum sýningum. Meðal verkanna sem sýnd voru í fyrra og koma út í haust eru Hansel og Gretel eftir Humperdinck, Makbeð Verdis, Fyrsti keisarinn eftir Tan Dun sem Placido Domingo söng, Manon eftir Pucchini með finnsku sópransöngkonunni Karitu Mattila, Peter Grimes eftir Brittain og La Boheme með Angelu Gheorghiu og Ramon Vargas. Það er vefurinn sem gerir þessar útsendingar mögulegar en minna má á að ein röksemd fyrir símanum á sínum tíma var sú að hann gæfi mönnum tækifæri til að hlusta á beinar útsendingar á óperum.- pbb
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira