Speglar sálarinnar 11. september 2008 06:00 Spegill, Spegill Sutherland og Patton berjast við djöfullegar spegilmyndir. Speglar eru miðpunktur nýrrar spennumyndar með Keifer Sutherland sem frumsýnd er hérlendis um helgina. Í Mirrors segir frá Ben Carson, löggu, sem nýbúið er að reka, og tekur að sér næturvörslu í rústum gamallar verslunar. Í speglum hússins fer Ben að sjá óhugnað fortíðarinnar, sjálfsmynd sína pyntaða og sína innri djöfla. Áður en langt um líður þarf hann að vernda fjölskyldu sína frá hinu illa sem laumast inn í húsakynni þeirra og sýnir þau í sinni hræðilegustu mynd. „Speglar ögra okkur til að líta í eigin barm. Það er erfitt að horfa á sjálfan sig, hversu fallegur sem maður er. Speglar geta verið mjög skelfilegir," er haft eftir Keifer Sutherland. Myndin er endurgerð af suður-kóreskri mynd, Geoul sokeuro (Into the Mirror). Alexandre Aja leikstjóri segir alla eiga sér samband við spegilmynd sína. „Speglar geta sýnt okkur það sem undirmeðvitund okkar felur og býður þess að fljóta upp á yfirborðið. Með myndinni vildum við láta áhorfendur takast á við sig sjálfa og eigin hræðslu." - kbs Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Speglar eru miðpunktur nýrrar spennumyndar með Keifer Sutherland sem frumsýnd er hérlendis um helgina. Í Mirrors segir frá Ben Carson, löggu, sem nýbúið er að reka, og tekur að sér næturvörslu í rústum gamallar verslunar. Í speglum hússins fer Ben að sjá óhugnað fortíðarinnar, sjálfsmynd sína pyntaða og sína innri djöfla. Áður en langt um líður þarf hann að vernda fjölskyldu sína frá hinu illa sem laumast inn í húsakynni þeirra og sýnir þau í sinni hræðilegustu mynd. „Speglar ögra okkur til að líta í eigin barm. Það er erfitt að horfa á sjálfan sig, hversu fallegur sem maður er. Speglar geta verið mjög skelfilegir," er haft eftir Keifer Sutherland. Myndin er endurgerð af suður-kóreskri mynd, Geoul sokeuro (Into the Mirror). Alexandre Aja leikstjóri segir alla eiga sér samband við spegilmynd sína. „Speglar geta sýnt okkur það sem undirmeðvitund okkar felur og býður þess að fljóta upp á yfirborðið. Með myndinni vildum við láta áhorfendur takast á við sig sjálfa og eigin hræðslu." - kbs
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira