NBA í nótt: Golden State úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2008 09:22 Al Harrington reynir að komast framhjá Amare Stoudemire. Nordic Photos / Getty Images Golden State tapaði fyrir Phoenix í NBA-deildinni í nótt sem þýðir að Denver er með öruggt sæti í úrslitakeppninni. Denver var ekki að spila í nótt en tap Golden State þýðir að liðið getur aðeins jafnað árangur Denver. Þar sem Denver er með betri árangur en Golden State í innbyrðisviðureignum liðanna er ljóst að það er öruggt með áttunda og síðasta sætið í Vesturdeildinni sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Denver gæti reyndar enn náð sjöunda sætinu af Dallas en það ræðst á lokadegi deildakeppninnar sem fer fram annað kvöld. Phoenix var með yfirhöndina í leiknum og náði mest sautján stiga forystu. Golden State komst þó nálægt því að jafna metin en Phoenix kláraði leikinn vel og vann sex stiga sigur, 122-116. Amare Stoudemire skoraði 28 stig í leiknum, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Shaquille O'Neal var með nítján stig og fimmtán fráköst og Steve Nash var með þrettán stig, fjórtán stoðsendingar og níu fráköst. Hjá Golden State var Stephen Jackson með 23 stig og Monta Ellis með 20 stig. Baron Davis spilaði ekkert í síðari hálfleik en Donnie Nelson, þjálfari liðsins, ákvað að setja hann á bekkinn í hálfleik eftir að hann hitti úr aðeins tveimur af þrettán skotum sínum. Ef Golden State vinnur lokaleik sinn á tímabilinu verður það 49. sigur liðsins á tímabilinu og mun liðið þá jafna árangur Phoenix Suns sem á metið yfir besta árangur liðs sem kemst ekki í úrslitakeppnina. Phoenix setti metið tímabilið 1971-72. Phoenix á enn möguleika á að tryggja sér heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en efstu sex liðin eru að berjast um fjögur efstu sætin og er spennan mikil fyrir síðustu leikjunum. Utah vann Houston, 105-96, í toppslag í Vesturdeildinni. Úrslitin þýða að Utah fengi heimavallarréttinn ef liðin myndu vera með jafn góðan árangur og mætast í úrslitakeppninni þar sem liðið vann þrjá leiki af fjórum í innbyrðisviðureignum liðanna. Liðin eru nú með jafnan árangur og þau eiga bæði einn leik eftir á tímabilinu. Miðað við stöðuna í deildinni nú myndu Utah og Houston mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og þar myndi Utah vera með heimavallrréttinn sem fyrr segir. Carlos Boozer skoraði 21 stig og tók ellefu fráköst fyrir Utah og Deron Williams skoraði sautján stig og gaf níu stoðsendingar. Mehmet Okur skoraði tólf stig og tók tólf fráköst. Tracy McGrady og Luis Scola skoruðu 22 stig hver fyrir Houston. San Antonio vann skyldusigur á Sacramento, 101-98. Leikurinn var þó spennandi þar sem San Antonio var með fjögurra stiga forskot þegar Tim Duncan braut á John Salmons sem náði þó að setja boltann í körfuna og skora úr vítinu. Michael Finley fékk tvö vítaköst í næstu sókn og setti þau bæði niður og munurinn því orðinn þrjú stig. Bæði lið tóku eina þriggja stiga tilraun en hittu ekki og því niðurstaðan þriggja stiga sigur San Antonio. Tony Parker var með 32 stig og ellefu stoðsendingar fyrir San Antonio en sigurinn þýðir að San Antonio er nú í þeirri stöðu að geta tryggt sér þriðja sætið í Vesturdeildinni með sigri í lokaleik sínum gegn Utah annað kvöld. Washington vann Indiana, 117-110, sem þýðir að Indiana getur ekki lengur náð Atlanta í Austurdeildinni og síðarnefnda liðið er því öruggt með áttunda sætið í deildinni og þar með sæti í úrslitakeppninni þar sem liðið mætir Boston í fyrstu umferð. Washington treysti fyrst og fremst á varamenn sína í leiknum sem skoruðu 70 stig í leiknum. Roger Mason skoraði 31 stig og Nick Young fjórtán. Cleveland vann Philadelphia, 91-90, þar sem umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins. Devin Brown skoraði úr tveimur vítaköstum fyrir Cleveland þegar 0,2 sekúndur voru til leiksloka en dómurinn var afar umdeildur. Samuel Dalembert var dæmdur brotlegur í blálokin en leikmenn Philadelphia héldu að leiknum væri lokið og fögnuðu sigrinum. Dómarar skoðuð upptökur af atvikunu og dæmdu Dalembert brotlegan, leikmönnum og þjálfara Philadelphia til mikillar gremju. Boston vann New York, 99-93. Rajon Rando var með 23 stig og tíu fráköst en þeir Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen fengu allir frí í gær. Sam Cassell skoraði 22 stig. Nate Robinson skoraði 26 stig fyrir New York og David lee var með tólf stig og sextán fráköst. Toronto vann Miami, 91-75. Rasho Nesterovic skoraði 20 stig og Chris Bosh fimmtán. Toronto er nú öruggt með sjötta sætið í Austurdeildinni og mætir Orlando í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Chicago vann Milwaukee, 151-135. Luol Deng skoraði 32 stig og Ben Gordon 29 er Chicago var skammt frá því að bæta félagsmet sitt í stigaskori og skotnýtingu. NBA Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Golden State tapaði fyrir Phoenix í NBA-deildinni í nótt sem þýðir að Denver er með öruggt sæti í úrslitakeppninni. Denver var ekki að spila í nótt en tap Golden State þýðir að liðið getur aðeins jafnað árangur Denver. Þar sem Denver er með betri árangur en Golden State í innbyrðisviðureignum liðanna er ljóst að það er öruggt með áttunda og síðasta sætið í Vesturdeildinni sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Denver gæti reyndar enn náð sjöunda sætinu af Dallas en það ræðst á lokadegi deildakeppninnar sem fer fram annað kvöld. Phoenix var með yfirhöndina í leiknum og náði mest sautján stiga forystu. Golden State komst þó nálægt því að jafna metin en Phoenix kláraði leikinn vel og vann sex stiga sigur, 122-116. Amare Stoudemire skoraði 28 stig í leiknum, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Shaquille O'Neal var með nítján stig og fimmtán fráköst og Steve Nash var með þrettán stig, fjórtán stoðsendingar og níu fráköst. Hjá Golden State var Stephen Jackson með 23 stig og Monta Ellis með 20 stig. Baron Davis spilaði ekkert í síðari hálfleik en Donnie Nelson, þjálfari liðsins, ákvað að setja hann á bekkinn í hálfleik eftir að hann hitti úr aðeins tveimur af þrettán skotum sínum. Ef Golden State vinnur lokaleik sinn á tímabilinu verður það 49. sigur liðsins á tímabilinu og mun liðið þá jafna árangur Phoenix Suns sem á metið yfir besta árangur liðs sem kemst ekki í úrslitakeppnina. Phoenix setti metið tímabilið 1971-72. Phoenix á enn möguleika á að tryggja sér heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en efstu sex liðin eru að berjast um fjögur efstu sætin og er spennan mikil fyrir síðustu leikjunum. Utah vann Houston, 105-96, í toppslag í Vesturdeildinni. Úrslitin þýða að Utah fengi heimavallarréttinn ef liðin myndu vera með jafn góðan árangur og mætast í úrslitakeppninni þar sem liðið vann þrjá leiki af fjórum í innbyrðisviðureignum liðanna. Liðin eru nú með jafnan árangur og þau eiga bæði einn leik eftir á tímabilinu. Miðað við stöðuna í deildinni nú myndu Utah og Houston mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og þar myndi Utah vera með heimavallrréttinn sem fyrr segir. Carlos Boozer skoraði 21 stig og tók ellefu fráköst fyrir Utah og Deron Williams skoraði sautján stig og gaf níu stoðsendingar. Mehmet Okur skoraði tólf stig og tók tólf fráköst. Tracy McGrady og Luis Scola skoruðu 22 stig hver fyrir Houston. San Antonio vann skyldusigur á Sacramento, 101-98. Leikurinn var þó spennandi þar sem San Antonio var með fjögurra stiga forskot þegar Tim Duncan braut á John Salmons sem náði þó að setja boltann í körfuna og skora úr vítinu. Michael Finley fékk tvö vítaköst í næstu sókn og setti þau bæði niður og munurinn því orðinn þrjú stig. Bæði lið tóku eina þriggja stiga tilraun en hittu ekki og því niðurstaðan þriggja stiga sigur San Antonio. Tony Parker var með 32 stig og ellefu stoðsendingar fyrir San Antonio en sigurinn þýðir að San Antonio er nú í þeirri stöðu að geta tryggt sér þriðja sætið í Vesturdeildinni með sigri í lokaleik sínum gegn Utah annað kvöld. Washington vann Indiana, 117-110, sem þýðir að Indiana getur ekki lengur náð Atlanta í Austurdeildinni og síðarnefnda liðið er því öruggt með áttunda sætið í deildinni og þar með sæti í úrslitakeppninni þar sem liðið mætir Boston í fyrstu umferð. Washington treysti fyrst og fremst á varamenn sína í leiknum sem skoruðu 70 stig í leiknum. Roger Mason skoraði 31 stig og Nick Young fjórtán. Cleveland vann Philadelphia, 91-90, þar sem umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins. Devin Brown skoraði úr tveimur vítaköstum fyrir Cleveland þegar 0,2 sekúndur voru til leiksloka en dómurinn var afar umdeildur. Samuel Dalembert var dæmdur brotlegur í blálokin en leikmenn Philadelphia héldu að leiknum væri lokið og fögnuðu sigrinum. Dómarar skoðuð upptökur af atvikunu og dæmdu Dalembert brotlegan, leikmönnum og þjálfara Philadelphia til mikillar gremju. Boston vann New York, 99-93. Rajon Rando var með 23 stig og tíu fráköst en þeir Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen fengu allir frí í gær. Sam Cassell skoraði 22 stig. Nate Robinson skoraði 26 stig fyrir New York og David lee var með tólf stig og sextán fráköst. Toronto vann Miami, 91-75. Rasho Nesterovic skoraði 20 stig og Chris Bosh fimmtán. Toronto er nú öruggt með sjötta sætið í Austurdeildinni og mætir Orlando í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Chicago vann Milwaukee, 151-135. Luol Deng skoraði 32 stig og Ben Gordon 29 er Chicago var skammt frá því að bæta félagsmet sitt í stigaskori og skotnýtingu.
NBA Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira