NBA: Lakers í úrslit Vesturdeildarinnar 17. maí 2008 11:27 Leikmenn Utah kláruðu tímabilið á heimavelli í gær. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar en útkljá þarf viðureign Boston og Cleveland í oddaleik. LA Lakers vann Utah, 108-105, og þar með rimmuna 4-2. Lakers voru með mikla yfirburði í leiknum allt fram í fjórða leikhluta er Utah náði skyndilega að hleypa mikilli spennu í leikinn og minnka muninn mest í tvö stig. Paul Millsap og Deron Williams fengu báðir tækifæri til að jafna metin á síðustu sekúndum leiksins en misnotuðu báðir þriggja stiga tilraunir sínar. Lakers fagnaði því sigri sem var þó fyllilega sanngjarn. Þetta var fyrsti sigurinn á útivelli í þessari viðureign en til þessa hafa heimaliðin í bæði viðureignum Boston og Cleveland annars vegar og New Orleans og San Antonio hins vegar unnið alla leikina til þessa. Enda þarf oddaleik til að knýja fram úrslit í báðum rimmum. Lakers fær því nú nokkra daga í hvíld þar til þar verður ljóst hvort liðið mætir New Orleans eða San Antonio í úrslitunum. Lakers varð í efsta sæti Vesturdeildarinnar og verður því með heimavallarréttinn gegn hvoru liði sem er. Lakers hafði nítján stiga forystu í hálfleik í nótt og sextán stig þegar fjórði leikhlutinn hófst. En þrátt fyrir áhlaup heimamanna misstu leikmenn Lakers ekki taugarnar og klikkuðu á aðeins einu víti síðustu rúmu tvær mínúturnar, þegar mestu máli skipti. Andrei Kirilenko setti niður þrist þegar sextán sekúndur voru eftir og minnkaði muninn í tvö stig. Bryant jók muninn aftur í fjögur stiga af vítalínuni en Millsap svaraði nánast umsvifalaust með troðslu. Derek Fisher fór þá á vítalínuna og misnotaði síðara skotið sitt sem þýddi að Utah gat tryggt sér framlengingu í síðustu sókn sinni sem hófst þegar tólf sekúndur voru til leiksloka. En sem fyrr segir tókst það ekki. Kobe Bryant lék vel þrátt fyrir að vera aumur í bakinu og skoraði 34 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hann hitti úr níu af nítján skotum utan af velli og nýtti fimmtán af sautján vítaköstum. Pau Gasol kom næstur með sautján stig og Derek Fisher sextán. Deron Williams var stigahæstur hjá Utah með 21 stig og fjórtán stoðsendingar og Mehmet Okur var með sextán stig og tíu fráköst. Carlos Boozer hefur oft leikið betur en hann var með tólf stig og fjórtán fráköst auk þess sem hann fékk sína sjöttu villu í fjórða leikhluta og missti þar með af lokamínútunum. Það kemur í ljós á mánudagskvöldið hvort andstæðingur Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar verður San Antonio eða New Orleans. Cleveland vann Boston, 74-69, þökk sé frábærri frammistöðu í öðrum leikhluta. Þar með er staðan jöfn í rimmunni, 3-3, og ræðst annað kvöld í Boston. Það var fyrst og fremst öflugur varnarleikur sem tryggði Cleveland sigurinn í nótt en liðið skoraði 24 stig í öðrum leikhluta gen aðeins fimmtán frá Boston. Það dugði til að skapa liðinu nægilega gott forskot fyrir síðari hálfleikinn. LeBron James átti einnig frábæran síðari hálfleik og skoraði tvær lykilkörfur í fjórða leikhluta auk þess sem að Wally Szczerbiak setti niður þrist þegar tvær mínútur voru eftir. Dugði það til að halda aftur af Boston. Boston tapaði þar með sínum sjötta útileik í röð í úrslitakeppninni en á móti kemur að liðið hefur unnið sjö leiki í röð á heimavelli og unnið alls fimmtán af átján oddaleikjum liðsins á heimavelli í gegnum tíðina. LeBron James skoraði 32 stig í leiknum, þar af nítján í síðari hálfleik, auk þess em hann tók tólf fráköst. Delonte West skoraði tíu stig, þar af flautuþrist í lok fyrri hálfleiks úr ómögulegri stöðu. Það er enginn leikur á dagskrá NBA-deildarinnar í dag. NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Leik lokið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira
LA Lakers tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar en útkljá þarf viðureign Boston og Cleveland í oddaleik. LA Lakers vann Utah, 108-105, og þar með rimmuna 4-2. Lakers voru með mikla yfirburði í leiknum allt fram í fjórða leikhluta er Utah náði skyndilega að hleypa mikilli spennu í leikinn og minnka muninn mest í tvö stig. Paul Millsap og Deron Williams fengu báðir tækifæri til að jafna metin á síðustu sekúndum leiksins en misnotuðu báðir þriggja stiga tilraunir sínar. Lakers fagnaði því sigri sem var þó fyllilega sanngjarn. Þetta var fyrsti sigurinn á útivelli í þessari viðureign en til þessa hafa heimaliðin í bæði viðureignum Boston og Cleveland annars vegar og New Orleans og San Antonio hins vegar unnið alla leikina til þessa. Enda þarf oddaleik til að knýja fram úrslit í báðum rimmum. Lakers fær því nú nokkra daga í hvíld þar til þar verður ljóst hvort liðið mætir New Orleans eða San Antonio í úrslitunum. Lakers varð í efsta sæti Vesturdeildarinnar og verður því með heimavallarréttinn gegn hvoru liði sem er. Lakers hafði nítján stiga forystu í hálfleik í nótt og sextán stig þegar fjórði leikhlutinn hófst. En þrátt fyrir áhlaup heimamanna misstu leikmenn Lakers ekki taugarnar og klikkuðu á aðeins einu víti síðustu rúmu tvær mínúturnar, þegar mestu máli skipti. Andrei Kirilenko setti niður þrist þegar sextán sekúndur voru eftir og minnkaði muninn í tvö stig. Bryant jók muninn aftur í fjögur stiga af vítalínuni en Millsap svaraði nánast umsvifalaust með troðslu. Derek Fisher fór þá á vítalínuna og misnotaði síðara skotið sitt sem þýddi að Utah gat tryggt sér framlengingu í síðustu sókn sinni sem hófst þegar tólf sekúndur voru til leiksloka. En sem fyrr segir tókst það ekki. Kobe Bryant lék vel þrátt fyrir að vera aumur í bakinu og skoraði 34 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hann hitti úr níu af nítján skotum utan af velli og nýtti fimmtán af sautján vítaköstum. Pau Gasol kom næstur með sautján stig og Derek Fisher sextán. Deron Williams var stigahæstur hjá Utah með 21 stig og fjórtán stoðsendingar og Mehmet Okur var með sextán stig og tíu fráköst. Carlos Boozer hefur oft leikið betur en hann var með tólf stig og fjórtán fráköst auk þess sem hann fékk sína sjöttu villu í fjórða leikhluta og missti þar með af lokamínútunum. Það kemur í ljós á mánudagskvöldið hvort andstæðingur Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar verður San Antonio eða New Orleans. Cleveland vann Boston, 74-69, þökk sé frábærri frammistöðu í öðrum leikhluta. Þar með er staðan jöfn í rimmunni, 3-3, og ræðst annað kvöld í Boston. Það var fyrst og fremst öflugur varnarleikur sem tryggði Cleveland sigurinn í nótt en liðið skoraði 24 stig í öðrum leikhluta gen aðeins fimmtán frá Boston. Það dugði til að skapa liðinu nægilega gott forskot fyrir síðari hálfleikinn. LeBron James átti einnig frábæran síðari hálfleik og skoraði tvær lykilkörfur í fjórða leikhluta auk þess sem að Wally Szczerbiak setti niður þrist þegar tvær mínútur voru eftir. Dugði það til að halda aftur af Boston. Boston tapaði þar með sínum sjötta útileik í röð í úrslitakeppninni en á móti kemur að liðið hefur unnið sjö leiki í röð á heimavelli og unnið alls fimmtán af átján oddaleikjum liðsins á heimavelli í gegnum tíðina. LeBron James skoraði 32 stig í leiknum, þar af nítján í síðari hálfleik, auk þess em hann tók tólf fráköst. Delonte West skoraði tíu stig, þar af flautuþrist í lok fyrri hálfleiks úr ómögulegri stöðu. Það er enginn leikur á dagskrá NBA-deildarinnar í dag.
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Leik lokið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira