Kærð fyrir að greiða barni ekki bætur SB skrifar 4. júlí 2008 16:24 Sif Konráðsdóttir. Starfar nú sem lögfræðingur í Belgíu. Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. Sif hefur um árabil starfað sem réttargæslumaður barna sem hafa sætt kynferðisbrotum. Börnin eru yfirleitt undir lögaldri þegar þau fá dæmdar bætur og þá fara peningarnir inn á fjárvörslureikning í umsjón lögfræðings eða réttargæslumanns þeirra. Björn Bergsson, lögfræðingur á Mandat lögmannsstofunni, sá um frágang á bókhaldi og rekstri Sifjar eftir að hún flutti til Belgíu. Hann segir að það hafi verið "róðarí" á rekstrinum. „Í þessu tiltekna máli var um óffjárráða skjólstæðing hennar að ræða. Bæturnar höfðu verið greiddar inn á fjárvörslureikning. Síðasta haust varð barnið átján ára gamalt og gerði því tilkall til peningana," segir Björn. Hann segir ættingjana hafa reynt að ná sambandi við Sif en án árangurs. „Þau kærðu hana því til Lögmannafélagsins," segir Björn sem náði sjálfur sambandi við Sif og fékk hana til að senda honum pening sem hann greiddi út til fólksins. Kæran var því á endanum dregin til baka. Björn tekur fram að þetta hafi hann gert í umboði Sifjar en ekki lögmannsstofunnar sem hafi ekki komið nálægt málinu. Vísir hafði samband við Martein Másson lögfræðing sem er yfir úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins. Hann sagðist ekki getað tjáð sig um einstök mál en sagði að ef sættir náist falli rannsókn nefndarinnar niður. Ingimar Ingimarsson, framkvæmdastjóri lögmannafélagsins, staðfesti að Sif hefði skilað inn lögmannsréttindum sínum áður en hún flutti til Belgíu. Upphæðin sem um ræðir er undir einni milljón. Hvorki Björn né aðrir þeir sem Vísir ræddu við vegna málsins gátu staðfest að peningarnir sem Sif millifærði frá Belgíu hafi verið frá henni persónulega eða bæturnar á fjárvörslureikningnum. Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. Sif hefur um árabil starfað sem réttargæslumaður barna sem hafa sætt kynferðisbrotum. Börnin eru yfirleitt undir lögaldri þegar þau fá dæmdar bætur og þá fara peningarnir inn á fjárvörslureikning í umsjón lögfræðings eða réttargæslumanns þeirra. Björn Bergsson, lögfræðingur á Mandat lögmannsstofunni, sá um frágang á bókhaldi og rekstri Sifjar eftir að hún flutti til Belgíu. Hann segir að það hafi verið "róðarí" á rekstrinum. „Í þessu tiltekna máli var um óffjárráða skjólstæðing hennar að ræða. Bæturnar höfðu verið greiddar inn á fjárvörslureikning. Síðasta haust varð barnið átján ára gamalt og gerði því tilkall til peningana," segir Björn. Hann segir ættingjana hafa reynt að ná sambandi við Sif en án árangurs. „Þau kærðu hana því til Lögmannafélagsins," segir Björn sem náði sjálfur sambandi við Sif og fékk hana til að senda honum pening sem hann greiddi út til fólksins. Kæran var því á endanum dregin til baka. Björn tekur fram að þetta hafi hann gert í umboði Sifjar en ekki lögmannsstofunnar sem hafi ekki komið nálægt málinu. Vísir hafði samband við Martein Másson lögfræðing sem er yfir úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins. Hann sagðist ekki getað tjáð sig um einstök mál en sagði að ef sættir náist falli rannsókn nefndarinnar niður. Ingimar Ingimarsson, framkvæmdastjóri lögmannafélagsins, staðfesti að Sif hefði skilað inn lögmannsréttindum sínum áður en hún flutti til Belgíu. Upphæðin sem um ræðir er undir einni milljón. Hvorki Björn né aðrir þeir sem Vísir ræddu við vegna málsins gátu staðfest að peningarnir sem Sif millifærði frá Belgíu hafi verið frá henni persónulega eða bæturnar á fjárvörslureikningnum.
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira