Meistararnir geta dottið niður í sjötta sætið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 09:52 Tim Duncan og félagar í San Antonio eiga spennandi úrslitakeppni í vændum. Nordic Photos / Getty Images Lokakeppnisdagur tímabilsins í NBA-deildinni fyrir úrslitakeppnina fer fram í nótt. Enn ríkir gríðarlega mikil spenna í Vesturdeildinni ef frá eru talin tvö efstu sætin sem LA Lakers og New Orleans hafa þegar tryggt sér. Lakers tryggði sér efsta sætið í Vesturdeildinni í nótt með sigri á Sacramento í nótt en það er eitt fárra liða sem spilar ekki nú í kvöld. Alls fara fjórtán leikir fram í nótt. Annað hvort Denver eða Dallas lenda í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Lakers mætir liðinu sem verður í áttunda sæti sem er Denver eins og staðan er nú. Denver þarf því að vinna Memphis á heimavelli í nótt og stóla á að Dallas tapi fyrir New Orleans á heimavelli í kvöld - ef leikmenn Denver vilja sleppa við Lakers. En þar sem New Orleans hefur efni á því að tapa í nótt er ekki ólíklegt að sterkustu leikmenn liðsins fái að hvíla sig gegn Dallas í kvöld. Það ríkir mesta spennan um 3.-6. sætið í Vestrinu. Þar er staðan svo jöfn að það er allt eins líklegt að öll fjögur liðin - San Antonio, Utah, Houston og Phoenix, verði með sama árangurinn - 55 sigra og 27 töp. Þá mun niðurröðun ráðast af árangri í innbyrðisviðureignum. Utah er hins vegar undanskilið því þar sem liðið er öruggt með efsta sætið í sínum riðli. San Antonio er ríkjandi NBA-meistari og mætir einmitt Utah í lokaumferðinni í kvöld. Sem stendur er San Antonio í þriðja sæti en ef liðið tapar í kvöld og Houston og Phoenix vinna sína leiki (sem er alls ekki ólíklegt) verða það hlutskipti San Antonio að lenda í sjötta sæti Vesturdeildarinnar. Hér má sjá á vefútgáfu The Salt Lake Tribune hvaða mótherja Utah gæti hugsanlega fengið í úrslitakeppninni miðað við öll möguleg úrslit í kvöld. Það eina sem er öruggt í þessu er að Utah verður aldrei neðar en í fjórða sæti og er því öruggt með heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það er dýrmætt því Utah er með besta árangur allra liða í NBA-deildarinnar á heimavelli í vetur. Það er því einnig ljóst að aðeins eitt hinna liðanna þriggja - San Antonio, Phoenix og Houston - verður með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikir kvöldsins hafa hins vegar litla þýðingu fyrir Austurdeildina þar sem það er ljóst hvaða lið mætast þar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar: Boston Celtics - Atlanta Hawks Detroit Pistons - Philadelphia 76ersOrlando Magic - Toronto Raptors Cleveland Cavaliers - Washington Wizards NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Lokakeppnisdagur tímabilsins í NBA-deildinni fyrir úrslitakeppnina fer fram í nótt. Enn ríkir gríðarlega mikil spenna í Vesturdeildinni ef frá eru talin tvö efstu sætin sem LA Lakers og New Orleans hafa þegar tryggt sér. Lakers tryggði sér efsta sætið í Vesturdeildinni í nótt með sigri á Sacramento í nótt en það er eitt fárra liða sem spilar ekki nú í kvöld. Alls fara fjórtán leikir fram í nótt. Annað hvort Denver eða Dallas lenda í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Lakers mætir liðinu sem verður í áttunda sæti sem er Denver eins og staðan er nú. Denver þarf því að vinna Memphis á heimavelli í nótt og stóla á að Dallas tapi fyrir New Orleans á heimavelli í kvöld - ef leikmenn Denver vilja sleppa við Lakers. En þar sem New Orleans hefur efni á því að tapa í nótt er ekki ólíklegt að sterkustu leikmenn liðsins fái að hvíla sig gegn Dallas í kvöld. Það ríkir mesta spennan um 3.-6. sætið í Vestrinu. Þar er staðan svo jöfn að það er allt eins líklegt að öll fjögur liðin - San Antonio, Utah, Houston og Phoenix, verði með sama árangurinn - 55 sigra og 27 töp. Þá mun niðurröðun ráðast af árangri í innbyrðisviðureignum. Utah er hins vegar undanskilið því þar sem liðið er öruggt með efsta sætið í sínum riðli. San Antonio er ríkjandi NBA-meistari og mætir einmitt Utah í lokaumferðinni í kvöld. Sem stendur er San Antonio í þriðja sæti en ef liðið tapar í kvöld og Houston og Phoenix vinna sína leiki (sem er alls ekki ólíklegt) verða það hlutskipti San Antonio að lenda í sjötta sæti Vesturdeildarinnar. Hér má sjá á vefútgáfu The Salt Lake Tribune hvaða mótherja Utah gæti hugsanlega fengið í úrslitakeppninni miðað við öll möguleg úrslit í kvöld. Það eina sem er öruggt í þessu er að Utah verður aldrei neðar en í fjórða sæti og er því öruggt með heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það er dýrmætt því Utah er með besta árangur allra liða í NBA-deildarinnar á heimavelli í vetur. Það er því einnig ljóst að aðeins eitt hinna liðanna þriggja - San Antonio, Phoenix og Houston - verður með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikir kvöldsins hafa hins vegar litla þýðingu fyrir Austurdeildina þar sem það er ljóst hvaða lið mætast þar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar: Boston Celtics - Atlanta Hawks Detroit Pistons - Philadelphia 76ersOrlando Magic - Toronto Raptors Cleveland Cavaliers - Washington Wizards
NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira