Fyrirlestrar og afmæli kartöflunnar 11. september 2008 04:00 Kartöflur hafa fætt og kætt Íslendinga í 250 ár. Akureyrarakademían, Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi, hleypir í vikunni vetrarfyrirlestraröð sinni af stað á ný. Fyrirlestraröðinni var vel tekið síðasta vetur og sóttu erindin á þriðja hundrað manns, bæði félagar í Akademíunni og aðrir áhugasamir. Með fyrirlestrunum er ætlunin að bjóða upp á fjölbreytt efni af sem flestum sviðum vísindanna og búa þannig til vettvang fyrir fræðimenn að miðla efni sínu. Verða fyrirlestrarnir í vetur tíu talsins og verða haldnir á fimmtudögum kl. 17 í húsakynnum Akademíunnar í Gamla húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99. Fyrsta fyrirlestur vetrarins heldur Tryggvi Hallgrímsson á morgun. Hann mun í framsögu sinni fjalla um áhrif snjóflóðavarna á samfélög á Íslandi. Akademían lætur þó ekki þar við sitja heldur stendur einnig fyrir allsherjar afmælismálþingi til heiðurs kartöflum um næstu helgi. Tilefnið er ekki eingöngu alþjóðlegt ár kartöflunnar í ár, heldur einnig 250 ára ræktunarafmæli kartaflna á Íslandi og það að 200 ár eru liðin síðan ræktun þeirra hófst í Búðargilinu á Akureyri. Málþingið er hugsað sem væn blanda af fræðum, listum, ræktun og matargerð. Þátt tekur garðyrkjufólk sem og ræktendur, myndlistarfólk, sagnfræðingar, bændur, dansari og tónlistarfólk. Matargerðarsnillingarnir á veitingastaðnum Friðriki V töfra fram kartöflurétti og hljómsveit leikur fyrir dansi um kvöldið. Málþingið, sem fer fram í húsnæði Akademíunnar, er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Þingið hefst kl. 13 næstkomandi laugardag og stendur fram eftir kvöldi.- vþ Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Akureyrarakademían, Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi, hleypir í vikunni vetrarfyrirlestraröð sinni af stað á ný. Fyrirlestraröðinni var vel tekið síðasta vetur og sóttu erindin á þriðja hundrað manns, bæði félagar í Akademíunni og aðrir áhugasamir. Með fyrirlestrunum er ætlunin að bjóða upp á fjölbreytt efni af sem flestum sviðum vísindanna og búa þannig til vettvang fyrir fræðimenn að miðla efni sínu. Verða fyrirlestrarnir í vetur tíu talsins og verða haldnir á fimmtudögum kl. 17 í húsakynnum Akademíunnar í Gamla húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99. Fyrsta fyrirlestur vetrarins heldur Tryggvi Hallgrímsson á morgun. Hann mun í framsögu sinni fjalla um áhrif snjóflóðavarna á samfélög á Íslandi. Akademían lætur þó ekki þar við sitja heldur stendur einnig fyrir allsherjar afmælismálþingi til heiðurs kartöflum um næstu helgi. Tilefnið er ekki eingöngu alþjóðlegt ár kartöflunnar í ár, heldur einnig 250 ára ræktunarafmæli kartaflna á Íslandi og það að 200 ár eru liðin síðan ræktun þeirra hófst í Búðargilinu á Akureyri. Málþingið er hugsað sem væn blanda af fræðum, listum, ræktun og matargerð. Þátt tekur garðyrkjufólk sem og ræktendur, myndlistarfólk, sagnfræðingar, bændur, dansari og tónlistarfólk. Matargerðarsnillingarnir á veitingastaðnum Friðriki V töfra fram kartöflurétti og hljómsveit leikur fyrir dansi um kvöldið. Málþingið, sem fer fram í húsnæði Akademíunnar, er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Þingið hefst kl. 13 næstkomandi laugardag og stendur fram eftir kvöldi.- vþ
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira