Með strætó í sumarfrí Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 17. nóvember 2008 06:00 Hversvegna eru ekki jólin sérhvern dag, sérhvert andartak, eins og fallegt lag?" söng Björgvin Halldórsson svo eftirminnilega um árið og svaraði eigin spurningu í næstu andrá: „Þá yrðu jólin bara hversdagsleg og sljó, engin hátíðarblær, enginn friður og ró". En þegar farið er að styttast í undirbúning umræddra jóla finnst mér allt orðið eitthvað tuskulegt, ég er strax í upphafi kreppu komin með kreppuþreytu. Einmitt núna er hún hætt að vera æsandi, hneykslanleg eða jafnvel fyndin, heldur orðin hundleiðinleg, hversdagsleg og sljó. Aldrei fyrr hefur verið jafn áríðandi að gleðjast í hinu víðfræga núi, stundinni sem er akkúrat núna. Anda inn, anda út. Sem er frekar snúið þegar hver hörmungin rekur aðra með sífelldum ógnunum um framtíðina. Eftir að hafa séð í anda kerti og spil um jólin og súrsaða bringukolla til hátíðarbrigða er ég hreint ekkert í núinu, heldur strax búin að afgreiða desember og farin að plana næsta sumar. Ímynda mér að fæstir þeirra sem yfirhöfuð verði svo heppnir að eiga rétt á sumarfríi muni eiga skotsilfur til að ferðast svona fimmtán kílómetra að heiman. Rándýrar utanlandsferðir verða bara til í minningunni sem börnum verður sagt frá í staðinn fyrir ævintýri á kvöldin. Frekar en að leggjast í sorg og sút er hægt að sýna forsjálni og leggja drög að spennandi sumarleyfisferð fjölskyldunnar sem kostar bara strætómiða. Um nokkra hríð hefur verið prýðilegt sparnaðarráð að skipta á heimili í sumarfríinu við fólk einhvers staðar í Frakklandi eða á Ítalíu. Þá ágætu uppskrift getum við Íslendingar nú aðlagað þeirri sorglegu staðreynd að ferðasjóðurinn hefur með öðru verið gerður upptækur. Við einfaldlega skiptum á heimilum við fjölskyldur í öðru bæjarfélagi, helst ekki of langt í burtu. Þannig getur reykvísk fjölskylda skipt um hús við aðra í Hafnarfirði eða jafnvel Keflavík ef ætlunin er að hafa þetta mjög flott. Sumarfrí í Hafnarfirði hefur ýmsa kosti. Til dæmis litla tungumálaerfiðleika og stutt í ágæta sundlaug. Þeir sem hingað til hafa notið þess að þræða framandi útimarkaði og allskyns gúrmebúðir í fjarlægum útlöndum geta vappað glaðir í Fjarðarkaupum sem eru svo dáindis ólík Melabúðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun
Hversvegna eru ekki jólin sérhvern dag, sérhvert andartak, eins og fallegt lag?" söng Björgvin Halldórsson svo eftirminnilega um árið og svaraði eigin spurningu í næstu andrá: „Þá yrðu jólin bara hversdagsleg og sljó, engin hátíðarblær, enginn friður og ró". En þegar farið er að styttast í undirbúning umræddra jóla finnst mér allt orðið eitthvað tuskulegt, ég er strax í upphafi kreppu komin með kreppuþreytu. Einmitt núna er hún hætt að vera æsandi, hneykslanleg eða jafnvel fyndin, heldur orðin hundleiðinleg, hversdagsleg og sljó. Aldrei fyrr hefur verið jafn áríðandi að gleðjast í hinu víðfræga núi, stundinni sem er akkúrat núna. Anda inn, anda út. Sem er frekar snúið þegar hver hörmungin rekur aðra með sífelldum ógnunum um framtíðina. Eftir að hafa séð í anda kerti og spil um jólin og súrsaða bringukolla til hátíðarbrigða er ég hreint ekkert í núinu, heldur strax búin að afgreiða desember og farin að plana næsta sumar. Ímynda mér að fæstir þeirra sem yfirhöfuð verði svo heppnir að eiga rétt á sumarfríi muni eiga skotsilfur til að ferðast svona fimmtán kílómetra að heiman. Rándýrar utanlandsferðir verða bara til í minningunni sem börnum verður sagt frá í staðinn fyrir ævintýri á kvöldin. Frekar en að leggjast í sorg og sút er hægt að sýna forsjálni og leggja drög að spennandi sumarleyfisferð fjölskyldunnar sem kostar bara strætómiða. Um nokkra hríð hefur verið prýðilegt sparnaðarráð að skipta á heimili í sumarfríinu við fólk einhvers staðar í Frakklandi eða á Ítalíu. Þá ágætu uppskrift getum við Íslendingar nú aðlagað þeirri sorglegu staðreynd að ferðasjóðurinn hefur með öðru verið gerður upptækur. Við einfaldlega skiptum á heimilum við fjölskyldur í öðru bæjarfélagi, helst ekki of langt í burtu. Þannig getur reykvísk fjölskylda skipt um hús við aðra í Hafnarfirði eða jafnvel Keflavík ef ætlunin er að hafa þetta mjög flott. Sumarfrí í Hafnarfirði hefur ýmsa kosti. Til dæmis litla tungumálaerfiðleika og stutt í ágæta sundlaug. Þeir sem hingað til hafa notið þess að þræða framandi útimarkaði og allskyns gúrmebúðir í fjarlægum útlöndum geta vappað glaðir í Fjarðarkaupum sem eru svo dáindis ólík Melabúðinni.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun