Danshöfundur á fleygiferð um Evrópu 2. nóvember 2008 05:00 Margrét er höfundur og einn af dönsurum verksins Strength through embarrassment sem hefur verið sýnt vítt og breitt um Evrópu. fréttablaðið/Anton „Mér finnst svolítið fyndið að fara með verk sem heitir þessu nafni í ljósi þess að maður hefur heyrt að fólki hafi meðal annars verið hent út úr búðum í Danmörku," segir Margrét Bjarnadóttir, dansari og danshöfundur. Henni hefur verið boðið að sýna dansverk sitt Strength Through Embarrassment á danshátíðinni Junge Hunde í Árósum sem fer fram 6. til 14. nóvember næstkomandi. Verkið var útskrifarverk Margrétar úr ArtEZ listaháskólanum í Hollandi 2006, en titill verksins hefur kannski aldrei átt jafn vel við og einmitt núna, ekki hvað síst fyrir Íslending í Danmörku. „Allt í einu hafði þetta miklu meira vægi þegar þetta var komið í þetta samhengi. Við Íslendingar höfum verið þekkt fyrir tónlist, listir, skapandi og frjótt samfélag svo mér finnst mikilvægt að listamenn haldi áfram að fara út. Mér finnst að sá þáttur samfélagsins megi alls ekki grotna niður þó svo að bankarnir geri það," segir Margrét sem hefur verið boðið á danshátíðir vítt og breitt um Evrópu eftir að verk hennar var valið á danshátíðina Resolution! í London í fyrra. „Það er lúmskt mikil vinna að ferðast með svona verk. Með mér fara Jón Þorgeir Kristjánsson ljósahönnuður, bandaríski dansarinn Daniel Brown og þriggja manna hljómsveit. Við þjálfum svo sex manna hóp á hverjum stað fyrir sig því það væri erfitt að flytja alltaf sama hópinn, en hann kallast The Embarrassed Army og ræður í raun framvindu verksins," segir Margrét að lokum. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Mér finnst svolítið fyndið að fara með verk sem heitir þessu nafni í ljósi þess að maður hefur heyrt að fólki hafi meðal annars verið hent út úr búðum í Danmörku," segir Margrét Bjarnadóttir, dansari og danshöfundur. Henni hefur verið boðið að sýna dansverk sitt Strength Through Embarrassment á danshátíðinni Junge Hunde í Árósum sem fer fram 6. til 14. nóvember næstkomandi. Verkið var útskrifarverk Margrétar úr ArtEZ listaháskólanum í Hollandi 2006, en titill verksins hefur kannski aldrei átt jafn vel við og einmitt núna, ekki hvað síst fyrir Íslending í Danmörku. „Allt í einu hafði þetta miklu meira vægi þegar þetta var komið í þetta samhengi. Við Íslendingar höfum verið þekkt fyrir tónlist, listir, skapandi og frjótt samfélag svo mér finnst mikilvægt að listamenn haldi áfram að fara út. Mér finnst að sá þáttur samfélagsins megi alls ekki grotna niður þó svo að bankarnir geri það," segir Margrét sem hefur verið boðið á danshátíðir vítt og breitt um Evrópu eftir að verk hennar var valið á danshátíðina Resolution! í London í fyrra. „Það er lúmskt mikil vinna að ferðast með svona verk. Með mér fara Jón Þorgeir Kristjánsson ljósahönnuður, bandaríski dansarinn Daniel Brown og þriggja manna hljómsveit. Við þjálfum svo sex manna hóp á hverjum stað fyrir sig því það væri erfitt að flytja alltaf sama hópinn, en hann kallast The Embarrassed Army og ræður í raun framvindu verksins," segir Margrét að lokum.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira