Boston vann á flautukörfu - Lakers vinnur enn 13. nóvember 2008 09:11 Paul Pierce fagnar sigurkörfu sinni gegn Atlanta í nótt NordicPhotos/GettyImages Það var mikið fjör í NBA deildinni í nótt eins og endranær. Boston lagði Atlanta í hörkuleik og Lakers vann sjöunda leikinn í röð með sterkum sigri á New Orleans á útivelli. Boston og Atlanta áttust við í æsispennandi sjö leikja einvígi í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vor og leikur liðanna í nótt var eins og framhald af því. Paul Pierce tryggði Boston sigur 103-102 með körfu þegar hálf sekúnda lifði leiks og færði Atlanta þar með fyrsta tapið í vetur. Pierce skoraði 34 stig fyrir Boston og Kevin Garnett var með 25 stig og 12 fráköst. Joe Johnson skoraði 28 stig fyrir Atlanta. LA Lakers vann mjög góðan útisigur á New Orleans Hornets 93-86. Gestirnir voru yfir frá fyrstu mínútu til enda en Hornets minnkaði öruggt forskot Lakers á lokasprettinum á bak við 16 stig Chris Paul í fjórða leikhluta. Kobe Bryant skoraði þrist í lokin sem tryggði sigurinn. Paul skoraði 30 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Hornets en Kobe Bryant og Derek Fisher voru með 20 stig hvor hjá Lakers. Philadelphia lagði Toronto 106-96 á útivelli. Chris Bosh var með 30 stig og 12 fráköst hjá Toronto, en Elton Brand skoraði 25 fyrir Philadelphia og Andre Iguodala skoraði 18 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 9 fráköst. Indiana skellti New Jersey 98-87 á útivelli. Vince Carter skoraði 28 stig fyrir New Jersey en TJ Ford skoraði 18 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Indiana. Tröllaþrenna hjá Howard Orlando lagði Oklahoma 109-92 á útivelli þar sem Dwight Howard átti stórleik með 30 stigum, 19 fráköstum og 10 vörðum skotum. Hann er fyrsti maðurinn annar en Hakeem Olajuwon til að ná þrennu á borð við þessa á síðustu 20 árum í deildinni. Jeff Green skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Oklahoma. Portland lagði Miami 104-96 á útivelli. Dwyane Wade skoraði 36 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Miami en Rudy Fernandez skoraði megnið af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta fyrir Portland. Nýliðinn Greg Oden spilaði með liðinu á ný eftir meiðsli. Milwaukee lagði San Antonio 82-78. Tim Duncan skoraði 24 stig fyrir San Antonio en Richard Jefferson 19 fyrir Milwaukee. Washington vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu með því að leggja Utah 95-87. Caron Butler skoraði 27 stig fyrir Washington en Carlos Boozer 20 fyrir Utah. New York burstaði Memphis úti 132-103. Wilson Chandler skoraði 27 stig fyrir New York en Rudy Gay 20 fyrir Memphis. Sacramento lagði LA Clippers 103-98 á bak við 30 stig frá Beno Udrih. Al Thornton skoraði 20 stig fyrir Clippers. Loks vann Houston góðan útisigur á Phoenix 94-82. Tracy McGrady skoraði 27 stig fyrir Houston en Shaquille O´Neal var með 18 stig og 13 fráköst hjá Phoenix. NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Það var mikið fjör í NBA deildinni í nótt eins og endranær. Boston lagði Atlanta í hörkuleik og Lakers vann sjöunda leikinn í röð með sterkum sigri á New Orleans á útivelli. Boston og Atlanta áttust við í æsispennandi sjö leikja einvígi í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vor og leikur liðanna í nótt var eins og framhald af því. Paul Pierce tryggði Boston sigur 103-102 með körfu þegar hálf sekúnda lifði leiks og færði Atlanta þar með fyrsta tapið í vetur. Pierce skoraði 34 stig fyrir Boston og Kevin Garnett var með 25 stig og 12 fráköst. Joe Johnson skoraði 28 stig fyrir Atlanta. LA Lakers vann mjög góðan útisigur á New Orleans Hornets 93-86. Gestirnir voru yfir frá fyrstu mínútu til enda en Hornets minnkaði öruggt forskot Lakers á lokasprettinum á bak við 16 stig Chris Paul í fjórða leikhluta. Kobe Bryant skoraði þrist í lokin sem tryggði sigurinn. Paul skoraði 30 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Hornets en Kobe Bryant og Derek Fisher voru með 20 stig hvor hjá Lakers. Philadelphia lagði Toronto 106-96 á útivelli. Chris Bosh var með 30 stig og 12 fráköst hjá Toronto, en Elton Brand skoraði 25 fyrir Philadelphia og Andre Iguodala skoraði 18 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 9 fráköst. Indiana skellti New Jersey 98-87 á útivelli. Vince Carter skoraði 28 stig fyrir New Jersey en TJ Ford skoraði 18 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Indiana. Tröllaþrenna hjá Howard Orlando lagði Oklahoma 109-92 á útivelli þar sem Dwight Howard átti stórleik með 30 stigum, 19 fráköstum og 10 vörðum skotum. Hann er fyrsti maðurinn annar en Hakeem Olajuwon til að ná þrennu á borð við þessa á síðustu 20 árum í deildinni. Jeff Green skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Oklahoma. Portland lagði Miami 104-96 á útivelli. Dwyane Wade skoraði 36 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Miami en Rudy Fernandez skoraði megnið af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta fyrir Portland. Nýliðinn Greg Oden spilaði með liðinu á ný eftir meiðsli. Milwaukee lagði San Antonio 82-78. Tim Duncan skoraði 24 stig fyrir San Antonio en Richard Jefferson 19 fyrir Milwaukee. Washington vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu með því að leggja Utah 95-87. Caron Butler skoraði 27 stig fyrir Washington en Carlos Boozer 20 fyrir Utah. New York burstaði Memphis úti 132-103. Wilson Chandler skoraði 27 stig fyrir New York en Rudy Gay 20 fyrir Memphis. Sacramento lagði LA Clippers 103-98 á bak við 30 stig frá Beno Udrih. Al Thornton skoraði 20 stig fyrir Clippers. Loks vann Houston góðan útisigur á Phoenix 94-82. Tracy McGrady skoraði 27 stig fyrir Houston en Shaquille O´Neal var með 18 stig og 13 fráköst hjá Phoenix.
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira