Boston vann á flautukörfu - Lakers vinnur enn 13. nóvember 2008 09:11 Paul Pierce fagnar sigurkörfu sinni gegn Atlanta í nótt NordicPhotos/GettyImages Það var mikið fjör í NBA deildinni í nótt eins og endranær. Boston lagði Atlanta í hörkuleik og Lakers vann sjöunda leikinn í röð með sterkum sigri á New Orleans á útivelli. Boston og Atlanta áttust við í æsispennandi sjö leikja einvígi í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vor og leikur liðanna í nótt var eins og framhald af því. Paul Pierce tryggði Boston sigur 103-102 með körfu þegar hálf sekúnda lifði leiks og færði Atlanta þar með fyrsta tapið í vetur. Pierce skoraði 34 stig fyrir Boston og Kevin Garnett var með 25 stig og 12 fráköst. Joe Johnson skoraði 28 stig fyrir Atlanta. LA Lakers vann mjög góðan útisigur á New Orleans Hornets 93-86. Gestirnir voru yfir frá fyrstu mínútu til enda en Hornets minnkaði öruggt forskot Lakers á lokasprettinum á bak við 16 stig Chris Paul í fjórða leikhluta. Kobe Bryant skoraði þrist í lokin sem tryggði sigurinn. Paul skoraði 30 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Hornets en Kobe Bryant og Derek Fisher voru með 20 stig hvor hjá Lakers. Philadelphia lagði Toronto 106-96 á útivelli. Chris Bosh var með 30 stig og 12 fráköst hjá Toronto, en Elton Brand skoraði 25 fyrir Philadelphia og Andre Iguodala skoraði 18 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 9 fráköst. Indiana skellti New Jersey 98-87 á útivelli. Vince Carter skoraði 28 stig fyrir New Jersey en TJ Ford skoraði 18 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Indiana. Tröllaþrenna hjá Howard Orlando lagði Oklahoma 109-92 á útivelli þar sem Dwight Howard átti stórleik með 30 stigum, 19 fráköstum og 10 vörðum skotum. Hann er fyrsti maðurinn annar en Hakeem Olajuwon til að ná þrennu á borð við þessa á síðustu 20 árum í deildinni. Jeff Green skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Oklahoma. Portland lagði Miami 104-96 á útivelli. Dwyane Wade skoraði 36 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Miami en Rudy Fernandez skoraði megnið af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta fyrir Portland. Nýliðinn Greg Oden spilaði með liðinu á ný eftir meiðsli. Milwaukee lagði San Antonio 82-78. Tim Duncan skoraði 24 stig fyrir San Antonio en Richard Jefferson 19 fyrir Milwaukee. Washington vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu með því að leggja Utah 95-87. Caron Butler skoraði 27 stig fyrir Washington en Carlos Boozer 20 fyrir Utah. New York burstaði Memphis úti 132-103. Wilson Chandler skoraði 27 stig fyrir New York en Rudy Gay 20 fyrir Memphis. Sacramento lagði LA Clippers 103-98 á bak við 30 stig frá Beno Udrih. Al Thornton skoraði 20 stig fyrir Clippers. Loks vann Houston góðan útisigur á Phoenix 94-82. Tracy McGrady skoraði 27 stig fyrir Houston en Shaquille O´Neal var með 18 stig og 13 fráköst hjá Phoenix. NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Það var mikið fjör í NBA deildinni í nótt eins og endranær. Boston lagði Atlanta í hörkuleik og Lakers vann sjöunda leikinn í röð með sterkum sigri á New Orleans á útivelli. Boston og Atlanta áttust við í æsispennandi sjö leikja einvígi í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vor og leikur liðanna í nótt var eins og framhald af því. Paul Pierce tryggði Boston sigur 103-102 með körfu þegar hálf sekúnda lifði leiks og færði Atlanta þar með fyrsta tapið í vetur. Pierce skoraði 34 stig fyrir Boston og Kevin Garnett var með 25 stig og 12 fráköst. Joe Johnson skoraði 28 stig fyrir Atlanta. LA Lakers vann mjög góðan útisigur á New Orleans Hornets 93-86. Gestirnir voru yfir frá fyrstu mínútu til enda en Hornets minnkaði öruggt forskot Lakers á lokasprettinum á bak við 16 stig Chris Paul í fjórða leikhluta. Kobe Bryant skoraði þrist í lokin sem tryggði sigurinn. Paul skoraði 30 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Hornets en Kobe Bryant og Derek Fisher voru með 20 stig hvor hjá Lakers. Philadelphia lagði Toronto 106-96 á útivelli. Chris Bosh var með 30 stig og 12 fráköst hjá Toronto, en Elton Brand skoraði 25 fyrir Philadelphia og Andre Iguodala skoraði 18 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 9 fráköst. Indiana skellti New Jersey 98-87 á útivelli. Vince Carter skoraði 28 stig fyrir New Jersey en TJ Ford skoraði 18 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Indiana. Tröllaþrenna hjá Howard Orlando lagði Oklahoma 109-92 á útivelli þar sem Dwight Howard átti stórleik með 30 stigum, 19 fráköstum og 10 vörðum skotum. Hann er fyrsti maðurinn annar en Hakeem Olajuwon til að ná þrennu á borð við þessa á síðustu 20 árum í deildinni. Jeff Green skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Oklahoma. Portland lagði Miami 104-96 á útivelli. Dwyane Wade skoraði 36 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Miami en Rudy Fernandez skoraði megnið af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta fyrir Portland. Nýliðinn Greg Oden spilaði með liðinu á ný eftir meiðsli. Milwaukee lagði San Antonio 82-78. Tim Duncan skoraði 24 stig fyrir San Antonio en Richard Jefferson 19 fyrir Milwaukee. Washington vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu með því að leggja Utah 95-87. Caron Butler skoraði 27 stig fyrir Washington en Carlos Boozer 20 fyrir Utah. New York burstaði Memphis úti 132-103. Wilson Chandler skoraði 27 stig fyrir New York en Rudy Gay 20 fyrir Memphis. Sacramento lagði LA Clippers 103-98 á bak við 30 stig frá Beno Udrih. Al Thornton skoraði 20 stig fyrir Clippers. Loks vann Houston góðan útisigur á Phoenix 94-82. Tracy McGrady skoraði 27 stig fyrir Houston en Shaquille O´Neal var með 18 stig og 13 fráköst hjá Phoenix.
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti