NBA í nótt: Lakers á toppinn í Vestrinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 09:20 Kobe Bryant gegn Bruce Bowen í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers vann sinn þriðja leik í röð í NBA-deildinni í nótt og um leið mikilvægan sigur í toppslag Vesturdeildarinnar er liðið vann San Antonio, 106-85. Með sigrinum fór Lakers á topp Vesturdeildarinnar en liðið er einnig búið að tryggja sér sigur í Kyrrahafsriðlinum. Aðeins þrír leikdagar eru eftir af deildakeppninni en spennan er gríðarleg í Vesturdeildinni þar sem sex efstu liðin berjast um heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þá er barátta Denver og Golden State um áttunda sætið í vestrinu í hámarki. Liðin í deildinni eiga annað hvort einn eða tvo leiki eftir en New Orleans á leik til góða á Lakers og getur með sigri komist aftur í toppsæti deildarinnar. New Orleans mætir LA Clippers í nótt. San Antonio er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar þrátt fyrir að liðið tapaði fyrir Lakers í nótt. Kobe Bryant skoraði 20 stig fyrir Lakers þó svo að hann hafi hvílt í fjórða leikhluta en sigur Lakers var nokkuð öruggur. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Lakers vinnur Kyrrahafsriðilinn en liðið mætir Sacramento í síðasta leik sínum fyrir úrslitakeppnina í nótt. Lamar Odom skoraði sautján stig og tók fjórtán fráköst í leiknum en alls tók Lakers 25 fleiri fráköst í leiknum en San Antonio. Tony Parker var með 20 stig fyrir San Antonio en Tim Duncan var með sextán stig og tólf fráköst. Denver vann Houston, 111-94, og gerði þar með nánast út um vonir Houston að ná toppsætinu í Vesturdeildinni. En um leið hélt Denver pressu á Golden State í baráttu liðanna um áttunda sæti deildarinnar en síðarnefnda liðið lék ekki í nótt. Allen Iverson skoraði 33 stig í leiknum en varamaðurinn JR Smith átti stjörnuleik í nótt og skoraði 23 stig. Hjá Houston var Luther Head stigahæstur með nítján stig en Tracy McGrady kom næstur með sextán stig. Denver mætir Memphis í lokaleik sínum á miðvikudagskvöldið en Golden State á leik gegn Phoenix í kvöld og svo Seattle á miðvikudagskvöldið. Denver er hins vegar með betri árangur í innbyrðisviðureignum gegn Golden State sem þýðir að ef liðið vinnur Memphis skiptir ekki máli þótt Golden State vinni báða sína leiki. Denver gæti meira að segja náð sjöunda sætinu af Dallas ef liðið tapar fyrir New Orleans á miðvikudagskvöldið. Ef Golden State vinnur báða sína leiki sem liðið á eftir og kemst samt ekki í úrslitakeppnina verður það fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem vinnur 50 leiki á tímabilinu en kemst ekki í úrslitakeppnina. Seattle vann Dallas, 99-95, í lokaleik sínum á heimavelli í vetur. Reyndar er óvíst um framtíð liðsins í Seattle þar sem liðið gæti hugsanlega flutt til Oklahoma. Verði það raunin var þetta síðasti heimaleikur Supersonics í Seattle í langan tíma. Það var því við hæfi að liðið ynni annars sjaldgæfan sigur þar sem liðið er með næstversta árangurinn í NBA-deildinni með aðeins nítján sigra. Nýliðinn Kevin Durant hefur verið skærasta stjarna Seattle í vetur og hann skoraði tvívegis á síðustu 45 sekúndum leiksins en Seattle var sex stigum undir þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Hann skoraði nítján stig í leiknum en stigahæstur var Earl Watson með 21 stig. Dirk Nowitzky skroaði 32 stig fyrir Dallas og Jason Terry 25. Í Austurdeildinni fóru einnig fram þrír leikir og voru úrslitin öll eftir bókinni. Orlando vann sinn 50. leik á tímabilinu er liðið vann Chicago, 104-84. Detroit vann Toronto, 91-84, og Cleveland vann Miami, 84-76. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi NBA Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
LA Lakers vann sinn þriðja leik í röð í NBA-deildinni í nótt og um leið mikilvægan sigur í toppslag Vesturdeildarinnar er liðið vann San Antonio, 106-85. Með sigrinum fór Lakers á topp Vesturdeildarinnar en liðið er einnig búið að tryggja sér sigur í Kyrrahafsriðlinum. Aðeins þrír leikdagar eru eftir af deildakeppninni en spennan er gríðarleg í Vesturdeildinni þar sem sex efstu liðin berjast um heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þá er barátta Denver og Golden State um áttunda sætið í vestrinu í hámarki. Liðin í deildinni eiga annað hvort einn eða tvo leiki eftir en New Orleans á leik til góða á Lakers og getur með sigri komist aftur í toppsæti deildarinnar. New Orleans mætir LA Clippers í nótt. San Antonio er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar þrátt fyrir að liðið tapaði fyrir Lakers í nótt. Kobe Bryant skoraði 20 stig fyrir Lakers þó svo að hann hafi hvílt í fjórða leikhluta en sigur Lakers var nokkuð öruggur. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Lakers vinnur Kyrrahafsriðilinn en liðið mætir Sacramento í síðasta leik sínum fyrir úrslitakeppnina í nótt. Lamar Odom skoraði sautján stig og tók fjórtán fráköst í leiknum en alls tók Lakers 25 fleiri fráköst í leiknum en San Antonio. Tony Parker var með 20 stig fyrir San Antonio en Tim Duncan var með sextán stig og tólf fráköst. Denver vann Houston, 111-94, og gerði þar með nánast út um vonir Houston að ná toppsætinu í Vesturdeildinni. En um leið hélt Denver pressu á Golden State í baráttu liðanna um áttunda sæti deildarinnar en síðarnefnda liðið lék ekki í nótt. Allen Iverson skoraði 33 stig í leiknum en varamaðurinn JR Smith átti stjörnuleik í nótt og skoraði 23 stig. Hjá Houston var Luther Head stigahæstur með nítján stig en Tracy McGrady kom næstur með sextán stig. Denver mætir Memphis í lokaleik sínum á miðvikudagskvöldið en Golden State á leik gegn Phoenix í kvöld og svo Seattle á miðvikudagskvöldið. Denver er hins vegar með betri árangur í innbyrðisviðureignum gegn Golden State sem þýðir að ef liðið vinnur Memphis skiptir ekki máli þótt Golden State vinni báða sína leiki. Denver gæti meira að segja náð sjöunda sætinu af Dallas ef liðið tapar fyrir New Orleans á miðvikudagskvöldið. Ef Golden State vinnur báða sína leiki sem liðið á eftir og kemst samt ekki í úrslitakeppnina verður það fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem vinnur 50 leiki á tímabilinu en kemst ekki í úrslitakeppnina. Seattle vann Dallas, 99-95, í lokaleik sínum á heimavelli í vetur. Reyndar er óvíst um framtíð liðsins í Seattle þar sem liðið gæti hugsanlega flutt til Oklahoma. Verði það raunin var þetta síðasti heimaleikur Supersonics í Seattle í langan tíma. Það var því við hæfi að liðið ynni annars sjaldgæfan sigur þar sem liðið er með næstversta árangurinn í NBA-deildinni með aðeins nítján sigra. Nýliðinn Kevin Durant hefur verið skærasta stjarna Seattle í vetur og hann skoraði tvívegis á síðustu 45 sekúndum leiksins en Seattle var sex stigum undir þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Hann skoraði nítján stig í leiknum en stigahæstur var Earl Watson með 21 stig. Dirk Nowitzky skroaði 32 stig fyrir Dallas og Jason Terry 25. Í Austurdeildinni fóru einnig fram þrír leikir og voru úrslitin öll eftir bókinni. Orlando vann sinn 50. leik á tímabilinu er liðið vann Chicago, 104-84. Detroit vann Toronto, 91-84, og Cleveland vann Miami, 84-76. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira