Immelman sá fyrsti síðan Player Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 10:49 Zach Johnson klæðir Trevor Immelman í græna jakkann. Nordic Photos / Getty Images Trevor Immelman varð í gær fyrsti Suður-Afríkumaðurinn til að sigra á bandaríska meistaramótinu í golfi síðan að Gary Player fagnaði sigri á mótinu árið 1978, fyrir 30 árum síðan. Þetta var einnig fyrsti sigur Immelman á stórmóti en í desember á síðasta ári gekkst hann undir aðgerð þar sem góðkynja æxli var fjarlægt úr honum. Hann missti af fyrstu átta vikum keppnistímabilsins vegna þessa og reiknuðu ekki margir með að hann ynni til afreka um helgina. Í upphafi mánaðarins komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-móti í Houston og besti árangur hans fyrir helgina síðan að aðgerðin fór fram var 40. sæti. Immelman sagði að þetta hafi verið afar viðburðarríkur tími en Player gerði sitt til að stappa stálið í honum. „Hann sagði mér að hann hefði trú á mér og að ég þyrfti að hafa trú á mér sjálfum. Ég fékk gæsahúð," sagði Immelman. Hann kláraði mótið með þriggja högga forystu á næsta mann, Tiger Woods. Immelman gerðist atvinnukylfingur 20 ára gamall árið 1999 en hann er 28 ára gamall í dag. Hann hóf keppni á Evrópumótaröðinni árið 2001 og PGA-mótaröðinni árið 2006 en hann var í kjölfarið kjörinn nýliði ársins. Hann kom hingað til Íslands árið 2004 og keppti á Canon-móti Nýherja á Hvaleyrarvelli. Hann bar sigur úr býtum við erfiðar aðstæður en hann lék á 72 höggum. Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Trevor Immelman varð í gær fyrsti Suður-Afríkumaðurinn til að sigra á bandaríska meistaramótinu í golfi síðan að Gary Player fagnaði sigri á mótinu árið 1978, fyrir 30 árum síðan. Þetta var einnig fyrsti sigur Immelman á stórmóti en í desember á síðasta ári gekkst hann undir aðgerð þar sem góðkynja æxli var fjarlægt úr honum. Hann missti af fyrstu átta vikum keppnistímabilsins vegna þessa og reiknuðu ekki margir með að hann ynni til afreka um helgina. Í upphafi mánaðarins komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-móti í Houston og besti árangur hans fyrir helgina síðan að aðgerðin fór fram var 40. sæti. Immelman sagði að þetta hafi verið afar viðburðarríkur tími en Player gerði sitt til að stappa stálið í honum. „Hann sagði mér að hann hefði trú á mér og að ég þyrfti að hafa trú á mér sjálfum. Ég fékk gæsahúð," sagði Immelman. Hann kláraði mótið með þriggja högga forystu á næsta mann, Tiger Woods. Immelman gerðist atvinnukylfingur 20 ára gamall árið 1999 en hann er 28 ára gamall í dag. Hann hóf keppni á Evrópumótaröðinni árið 2001 og PGA-mótaröðinni árið 2006 en hann var í kjölfarið kjörinn nýliði ársins. Hann kom hingað til Íslands árið 2004 og keppti á Canon-móti Nýherja á Hvaleyrarvelli. Hann bar sigur úr býtum við erfiðar aðstæður en hann lék á 72 höggum.
Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira