Ekki á dánarbeði 25. nóvember 2008 03:00 Vesturport sýnir leikritið Hamskiptin í Ástralíu og Tasmaníu á næsta ári. „Það eru gróusögur um að við séum háð einum banka og ef hann fer þá förum við líka en það er bara ekki þannig," segir Rakel Garðarsdóttir hjá leikhópnum Vesturporti þar sem fjöldi verkefna er fram undan. „Þegar við förum á festivöl borga þau okkur fyrir að koma og síðan erum við háð því að fá frá menntamálaráðuneytinu og höfum líka verið í samstarfi við Reykjavíkurborg. Það eru margir búnir að vera góðir við okkur og það er langt í frá, þótt einn banki fari á hausinn, að við deyjum," segir Rakel og bætir við að samstarf Vesturports við Landsbankann hafi klárast áður en efnahagskreppan skall á. Nefnir hún jafnframt Bílaleigu Akureyrar sem nýjan samstarfsaðila Vesturports. Fram undan hjá leikhópnum er sýningin Dubbeldusch sem verður frumsýnd í Hafnarfjarðarleikhúsinu í janúar. Eftir það taka við sýningar á Faust í Hong Kong í febrúar og þar á eftir verður leikritið Hamskiptin sýnt í Ástralíu og Tasmaníu. Þar mun Lára Sveinsdóttir hlaupa í skarðið fyrir Nínu Dögg Filippusdóttur sem er upptekin við að leika í Don Juan í London. Gísli Örn Garðarsson, sem leikur á móti henni í Don Juan, fékk aftur á móti leyfi til að ferðast með Vesturporti og tekur hann því þátt í uppfærslunni í Ástralíu og Tasmaníu. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það eru gróusögur um að við séum háð einum banka og ef hann fer þá förum við líka en það er bara ekki þannig," segir Rakel Garðarsdóttir hjá leikhópnum Vesturporti þar sem fjöldi verkefna er fram undan. „Þegar við förum á festivöl borga þau okkur fyrir að koma og síðan erum við háð því að fá frá menntamálaráðuneytinu og höfum líka verið í samstarfi við Reykjavíkurborg. Það eru margir búnir að vera góðir við okkur og það er langt í frá, þótt einn banki fari á hausinn, að við deyjum," segir Rakel og bætir við að samstarf Vesturports við Landsbankann hafi klárast áður en efnahagskreppan skall á. Nefnir hún jafnframt Bílaleigu Akureyrar sem nýjan samstarfsaðila Vesturports. Fram undan hjá leikhópnum er sýningin Dubbeldusch sem verður frumsýnd í Hafnarfjarðarleikhúsinu í janúar. Eftir það taka við sýningar á Faust í Hong Kong í febrúar og þar á eftir verður leikritið Hamskiptin sýnt í Ástralíu og Tasmaníu. Þar mun Lára Sveinsdóttir hlaupa í skarðið fyrir Nínu Dögg Filippusdóttur sem er upptekin við að leika í Don Juan í London. Gísli Örn Garðarsson, sem leikur á móti henni í Don Juan, fékk aftur á móti leyfi til að ferðast með Vesturporti og tekur hann því þátt í uppfærslunni í Ástralíu og Tasmaníu.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira