Enn hneykslast Norðmenn á landsliðsfjarveru Veigars Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2008 09:48 Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk. Mynd/Scanpix Henning Berg, þjálfari Lyn, er meðal þeirra sem skilja ekkert í því að Veigar Páll Gunnarsson skuli ekki spila með íslenska landsliðinu. Veigar var ekki valinn í 20 manna hóp sem mætti Aserum í síðustu viku. Ísland mætir Noregi ytra þann 6. september næstkomandi í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2010. „Það hefði verið frábært að fá að spila á móti Noregi," sagði Veigar Páll sem skoraði mark Stabæk í 1-1 jafntefli gegn Lyn í gær. „Ég hef mikinn metnað fyrir því að spila með landsliðinu og ég er hissa á því að fá ekki að vera með." „Það er ótrúlegt að hann fái ekki að spila með landsliðinu," sagði Henning Berg. „Ísland hlýtur að vera með góða leikmenn í sínum röðum. En ég vil ekki tala meira um þetta mál því ég vil ekki tala hann inn í landsliðið." „Þetta er hneyksli fyrir íslenska knattspyrnu," sagði Morten Skjönsberg, leikmaður Stabæk. „Það þarf bara að skoða tölfræði hans fyrir skoruð mörk og stoðsendingar," bæti félagi hans, Mike Kjölö, við. „Maður hlýtur að velta fyrir sér hvers konar leikmenn eru í íslenska landsliðinu - kannski eru þetta yfirburðamenn frá ensku og spænsku úrvalsdeildunum," sagði Kjölö í kaldhæðnistón. Indriði Sigurðsson, leikmaður Lyn, er ekki í vafa um hvar Veigar Páll á heima. „Hann er nógu góður til þess að eiga heima í byrjunarliði íslenska landsliðsins," sagði Indriði. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Henning Berg, þjálfari Lyn, er meðal þeirra sem skilja ekkert í því að Veigar Páll Gunnarsson skuli ekki spila með íslenska landsliðinu. Veigar var ekki valinn í 20 manna hóp sem mætti Aserum í síðustu viku. Ísland mætir Noregi ytra þann 6. september næstkomandi í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2010. „Það hefði verið frábært að fá að spila á móti Noregi," sagði Veigar Páll sem skoraði mark Stabæk í 1-1 jafntefli gegn Lyn í gær. „Ég hef mikinn metnað fyrir því að spila með landsliðinu og ég er hissa á því að fá ekki að vera með." „Það er ótrúlegt að hann fái ekki að spila með landsliðinu," sagði Henning Berg. „Ísland hlýtur að vera með góða leikmenn í sínum röðum. En ég vil ekki tala meira um þetta mál því ég vil ekki tala hann inn í landsliðið." „Þetta er hneyksli fyrir íslenska knattspyrnu," sagði Morten Skjönsberg, leikmaður Stabæk. „Það þarf bara að skoða tölfræði hans fyrir skoruð mörk og stoðsendingar," bæti félagi hans, Mike Kjölö, við. „Maður hlýtur að velta fyrir sér hvers konar leikmenn eru í íslenska landsliðinu - kannski eru þetta yfirburðamenn frá ensku og spænsku úrvalsdeildunum," sagði Kjölö í kaldhæðnistón. Indriði Sigurðsson, leikmaður Lyn, er ekki í vafa um hvar Veigar Páll á heima. „Hann er nógu góður til þess að eiga heima í byrjunarliði íslenska landsliðsins," sagði Indriði.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira