Ástarflónið norður 11. september 2008 05:00 Uppsetning Silfurtunglsins á Fool for Love hlaut góðar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda fyrr á árinu. Leikritið Fool for Love eftir bandaríska leikskáldið Sam Shepard, í uppsetningu leikhópsins Silfurtunglið, verður frumsýnt á Akureyri í kvöld. Fyrirhugaðar eru tólf sýningar á leikritinu fyrir norðan; uppselt er á fyrstu sex sýningarnar og er óðum að seljast upp á þær sex sem eftir standa. Þessi takmarkaði sýningafjöldi helgast einna helst af önnum meðlima Silfurtunglsins, en leikararnir og leikstjórinn eru öll komin á kaf í verkefni hjá hinum ýmsu menningarstofnunum víða um land. Silfurtunglið hlaut sjö tilnefningar til Grímunnar fyrr á árinu fyrir uppsetningu sína á Fool for Love. Hinn landskunni tónlistarmaður KK er tónlistarstjóri sýningarinnar og fer einnig með hlutverk karlsins í verkinu. KK var tilnefndur sem flytjandi ársins og lagahöfundur ársins á Grímuhátíðinni. Hann samdi nokkur lög sérstaklega fyrir sýninguna, þar á meðal „Í eigin vanmætti" sem fór í spilun í fyrra og náði þar með eyrum landsmanna. Nú er nýtt lag úr sýningunni komið í spilun í útvarpi; lagið nefnist „ég óttaðist" og fjallar um samskipti aðalpersóna leikritsins. Fool for Love var áður sett upp á efri hæðinni í Austurbæ við Snorrabraut. Þar spiluðu upprunalegar innréttingar skemmtistaðarins Silfurtunglsins, sem leikhópurinn dregur einmitt nafn sitt af, stórt hlutverk í því að draga fram þá áþreifanlegu stemningu sem skapaðist á sýningum leikritsins. Því stóð hópurinn frammi fyrir ákveðnu vandamáli þegar kom að því að færa sýninguna um set: hvernig væri best að flytja stemninguna með? Leikmyndahönnuðurinn Mekkín Ragnarsdóttir leysti vandann og hefur af mikilli natni endurskapað Silfurtunglið á Akureyri; þannig er nú viðarpanellinn, parketið og andrúmsloftið úr Austurbæ komið norður.- vþ Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Leikritið Fool for Love eftir bandaríska leikskáldið Sam Shepard, í uppsetningu leikhópsins Silfurtunglið, verður frumsýnt á Akureyri í kvöld. Fyrirhugaðar eru tólf sýningar á leikritinu fyrir norðan; uppselt er á fyrstu sex sýningarnar og er óðum að seljast upp á þær sex sem eftir standa. Þessi takmarkaði sýningafjöldi helgast einna helst af önnum meðlima Silfurtunglsins, en leikararnir og leikstjórinn eru öll komin á kaf í verkefni hjá hinum ýmsu menningarstofnunum víða um land. Silfurtunglið hlaut sjö tilnefningar til Grímunnar fyrr á árinu fyrir uppsetningu sína á Fool for Love. Hinn landskunni tónlistarmaður KK er tónlistarstjóri sýningarinnar og fer einnig með hlutverk karlsins í verkinu. KK var tilnefndur sem flytjandi ársins og lagahöfundur ársins á Grímuhátíðinni. Hann samdi nokkur lög sérstaklega fyrir sýninguna, þar á meðal „Í eigin vanmætti" sem fór í spilun í fyrra og náði þar með eyrum landsmanna. Nú er nýtt lag úr sýningunni komið í spilun í útvarpi; lagið nefnist „ég óttaðist" og fjallar um samskipti aðalpersóna leikritsins. Fool for Love var áður sett upp á efri hæðinni í Austurbæ við Snorrabraut. Þar spiluðu upprunalegar innréttingar skemmtistaðarins Silfurtunglsins, sem leikhópurinn dregur einmitt nafn sitt af, stórt hlutverk í því að draga fram þá áþreifanlegu stemningu sem skapaðist á sýningum leikritsins. Því stóð hópurinn frammi fyrir ákveðnu vandamáli þegar kom að því að færa sýninguna um set: hvernig væri best að flytja stemninguna með? Leikmyndahönnuðurinn Mekkín Ragnarsdóttir leysti vandann og hefur af mikilli natni endurskapað Silfurtunglið á Akureyri; þannig er nú viðarpanellinn, parketið og andrúmsloftið úr Austurbæ komið norður.- vþ
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira