Náðum aldrei að koma tuðrunni inn í teig 7. nóvember 2008 22:03 Hlynur tók sig vel út í búningi Blika í kvöld eftir að Snæfellingar gleymdu búningum sínum heima. Mynd/Valli "Við vorum alveg arfaslakir á löngum köflum í seinni hálfleik og við verðum að fara að koma einhverju flæði í þennan sóknarleik okkar," sagði Hlynur Bæringsson, spilandi þjálfari Snæfells í samtali við Vísi eftir nauman sigur hans manna á Breiðablik í kvöld. Lið Snæfells náði heilt yfir ekki að nýta sér þann mikla hæðarmun sem var á liðunum og var sóknarleikur liðsins á köflum frekar ryðgaður þó baráttan væri í fínu lagi að venju. "Við náðum aldrei að koma tuðrunni inn í teig og þegar þristarnir hættu að detta hjá okkur vorum við bara í tómu rugli," sagði Hlynur móður eftir átökin. Við spurðum hann hvernig honum hefði liðið þegar skot Nemanja Sovic var að dansa á hringnum þegar leiktíminn í venjulegum leiktíma var að renna út og staðan var jöfn 67-67. "Pumpan bara stoppaði á meðan, en hann komst upp með að taka NBA skref áður en hann tók skotið," sagði Hlynur í léttum dúr. Hann skoraði 11 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot í leiknum. Svo fór að lokum að Snæfellingar höfðu sigur 79-74 og var Hlynur ánægður með sigurinn þó liðið hafi ekki spilað eins vel og hann hefði óskað. "Það var ekkert gefið að koma hingað og vinna þetta lið því þeir voru með fleiri sigra en við. Þeir spila fína svæðisvörn og eru vel þjálfaðir af Einari Árna. Ekki kannski eins vel þjálfaðir og liðið okkar, en vel þjálfaðir," sagði Hlynur glottandi, en hann er settur þjálfari Snæfells eins og flestir vita. "Ég var bara kominn með krampa þarna síðustu þrjár mínúturnar og er í engu formi, það verður bara að viðurkennast - enda æfi ég ekki neitt. Maður blæs bara eins og hvalur eftir smá tíma. Ég verð að vera í almennilegu formi til að geta spilað minn eðlilega leik," sagði Hlynur og sagðist ekki reikna með að komast í almennilegt stand fyrr um áramót. Dominos-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
"Við vorum alveg arfaslakir á löngum köflum í seinni hálfleik og við verðum að fara að koma einhverju flæði í þennan sóknarleik okkar," sagði Hlynur Bæringsson, spilandi þjálfari Snæfells í samtali við Vísi eftir nauman sigur hans manna á Breiðablik í kvöld. Lið Snæfells náði heilt yfir ekki að nýta sér þann mikla hæðarmun sem var á liðunum og var sóknarleikur liðsins á köflum frekar ryðgaður þó baráttan væri í fínu lagi að venju. "Við náðum aldrei að koma tuðrunni inn í teig og þegar þristarnir hættu að detta hjá okkur vorum við bara í tómu rugli," sagði Hlynur móður eftir átökin. Við spurðum hann hvernig honum hefði liðið þegar skot Nemanja Sovic var að dansa á hringnum þegar leiktíminn í venjulegum leiktíma var að renna út og staðan var jöfn 67-67. "Pumpan bara stoppaði á meðan, en hann komst upp með að taka NBA skref áður en hann tók skotið," sagði Hlynur í léttum dúr. Hann skoraði 11 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot í leiknum. Svo fór að lokum að Snæfellingar höfðu sigur 79-74 og var Hlynur ánægður með sigurinn þó liðið hafi ekki spilað eins vel og hann hefði óskað. "Það var ekkert gefið að koma hingað og vinna þetta lið því þeir voru með fleiri sigra en við. Þeir spila fína svæðisvörn og eru vel þjálfaðir af Einari Árna. Ekki kannski eins vel þjálfaðir og liðið okkar, en vel þjálfaðir," sagði Hlynur glottandi, en hann er settur þjálfari Snæfells eins og flestir vita. "Ég var bara kominn með krampa þarna síðustu þrjár mínúturnar og er í engu formi, það verður bara að viðurkennast - enda æfi ég ekki neitt. Maður blæs bara eins og hvalur eftir smá tíma. Ég verð að vera í almennilegu formi til að geta spilað minn eðlilega leik," sagði Hlynur og sagðist ekki reikna með að komast í almennilegt stand fyrr um áramót.
Dominos-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins