Leika leikinn á enda Vala Georgsdóttir skrifar 11. júní 2008 00:01 Haraldur Diego „Viðskiptabækur geta kennt fólki heilmikið um þær leikreglur sem eru í gangi í heimi viðskipta,“ segir þýðandi bókar um fjárfestingaraðferðir eins ríkasta manns heims.Markaðurinn/vilhelm Bók Roberts G. Hagstrom, Warren Buffett-aðferðin, hefur verið mánuðum saman á metsölulista bandaríska dagblaðsins New York Times. Það segir margt um aukinn áhuga á viðskiptabókum. Bókin er vel læsileg og ætti hún að höfða til allra þeirra sem vilja reyna að tileinka sér hugarfar eins auðugasta fjárfestis heims. „Í hröðum heimi viðskipta eru gerðar auknar kröfur til fólks að fylgjast vel með og jafnframt til þess að það haldi þekkingu sinni við,“ nefnir Haraldur Diego, sem þýddi nýverið bókina ásamt Mikael Torfasyni. Undir þetta algilda sjónarmið taka þau Kristján Freyr Halldórsson hjá bóka- og ritfangaverslun Eymundsson og Dögg Hjaltalín hjá viðskiptabókabúðinni Skuld. Dögg Hjaltalín bendir á að þeir sem komist upp á lag með að lesa viðskiptabækur reglulega átti sig fljótlega á því að þetta sé ódýr og þægileg leið til símenntunar. „Lesendahópur viðskiptabóka er sífellt að verða breiðari, enda er úrvalið gríðarlegt og aðgengið að bókum á góðu verði betra en áður,“ segir hún. Viðskiptabókaklúbbur Eymundsson hefur verið starfræktur síðan í vor í samstarfi við Félag viðskipta- og hagfræðinga. „Við viljum vera með puttann á púlsinum hvað val á bókum varðar,“ segir Kristján Freyr og vísar til þess að á vegum klúbbsins sé starfrækt fimm manna valnefnd, skipuð af kunnu fólki úr viðskiptalífinu, sem sér um að gefa mat sitt á álitlegum bókum fyrir klúbbinn. „Stefnan er að kynna starfsemina fyrir breiðari hópi fólks enda höfum við tilfinnanlega orðið vör við sívaxandi vakningu almennings á bókum um viðskiptatengt efni.“ í viðskiptabókabúðinni Dögg Hjaltalín segir lesendahóp viðskiptabóka sífellt að verða breiðari enda aðgengið betra og verðið lægra en áður. Markaðurinn/Vilhelm „Á undanförnum árum hefur sú breyting orðið á bókamarkaðnum að bækur í kiljum eru að verða æ algengari,“ segir Kristján Freyr og bendir á að fyrir daga kiljunnar hafi fólk hugsað sig vandlega um áður en bók var keypt. „Kiljubyltingin, ef svo má að orði komast, hefur gert það að verkum að í dag kaupir fólk bók í kilju um viðskiptatengt efni líkt og um áhugavert tímarit væri að ræða. „Viðskiptabækur geta kennt fólki heilmikið um þær leikreglur sem eru í gangi í heimi viðskipta,“ segir Haraldur Diego og vísar til þess að líkt og með aðra leiki sé líklega betra að sleppa því að vera með ef maður kann lítið fyrir sér í leikreglunum. Í viðskiptum þurfa þeir sem vilja ná hámarksárangri að vera í stöðugri endurmenntun vilji þeir ekki eiga það á hættu að heltast úr lestinni. Hluti af því að halda sér í góðu formi er að lesa sér til um hvað helst er á döfinni hverju sinni. Héðan og þaðan Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Bók Roberts G. Hagstrom, Warren Buffett-aðferðin, hefur verið mánuðum saman á metsölulista bandaríska dagblaðsins New York Times. Það segir margt um aukinn áhuga á viðskiptabókum. Bókin er vel læsileg og ætti hún að höfða til allra þeirra sem vilja reyna að tileinka sér hugarfar eins auðugasta fjárfestis heims. „Í hröðum heimi viðskipta eru gerðar auknar kröfur til fólks að fylgjast vel með og jafnframt til þess að það haldi þekkingu sinni við,“ nefnir Haraldur Diego, sem þýddi nýverið bókina ásamt Mikael Torfasyni. Undir þetta algilda sjónarmið taka þau Kristján Freyr Halldórsson hjá bóka- og ritfangaverslun Eymundsson og Dögg Hjaltalín hjá viðskiptabókabúðinni Skuld. Dögg Hjaltalín bendir á að þeir sem komist upp á lag með að lesa viðskiptabækur reglulega átti sig fljótlega á því að þetta sé ódýr og þægileg leið til símenntunar. „Lesendahópur viðskiptabóka er sífellt að verða breiðari, enda er úrvalið gríðarlegt og aðgengið að bókum á góðu verði betra en áður,“ segir hún. Viðskiptabókaklúbbur Eymundsson hefur verið starfræktur síðan í vor í samstarfi við Félag viðskipta- og hagfræðinga. „Við viljum vera með puttann á púlsinum hvað val á bókum varðar,“ segir Kristján Freyr og vísar til þess að á vegum klúbbsins sé starfrækt fimm manna valnefnd, skipuð af kunnu fólki úr viðskiptalífinu, sem sér um að gefa mat sitt á álitlegum bókum fyrir klúbbinn. „Stefnan er að kynna starfsemina fyrir breiðari hópi fólks enda höfum við tilfinnanlega orðið vör við sívaxandi vakningu almennings á bókum um viðskiptatengt efni.“ í viðskiptabókabúðinni Dögg Hjaltalín segir lesendahóp viðskiptabóka sífellt að verða breiðari enda aðgengið betra og verðið lægra en áður. Markaðurinn/Vilhelm „Á undanförnum árum hefur sú breyting orðið á bókamarkaðnum að bækur í kiljum eru að verða æ algengari,“ segir Kristján Freyr og bendir á að fyrir daga kiljunnar hafi fólk hugsað sig vandlega um áður en bók var keypt. „Kiljubyltingin, ef svo má að orði komast, hefur gert það að verkum að í dag kaupir fólk bók í kilju um viðskiptatengt efni líkt og um áhugavert tímarit væri að ræða. „Viðskiptabækur geta kennt fólki heilmikið um þær leikreglur sem eru í gangi í heimi viðskipta,“ segir Haraldur Diego og vísar til þess að líkt og með aðra leiki sé líklega betra að sleppa því að vera með ef maður kann lítið fyrir sér í leikreglunum. Í viðskiptum þurfa þeir sem vilja ná hámarksárangri að vera í stöðugri endurmenntun vilji þeir ekki eiga það á hættu að heltast úr lestinni. Hluti af því að halda sér í góðu formi er að lesa sér til um hvað helst er á döfinni hverju sinni.
Héðan og þaðan Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira