Leika leikinn á enda Vala Georgsdóttir skrifar 11. júní 2008 00:01 Haraldur Diego „Viðskiptabækur geta kennt fólki heilmikið um þær leikreglur sem eru í gangi í heimi viðskipta,“ segir þýðandi bókar um fjárfestingaraðferðir eins ríkasta manns heims.Markaðurinn/vilhelm Bók Roberts G. Hagstrom, Warren Buffett-aðferðin, hefur verið mánuðum saman á metsölulista bandaríska dagblaðsins New York Times. Það segir margt um aukinn áhuga á viðskiptabókum. Bókin er vel læsileg og ætti hún að höfða til allra þeirra sem vilja reyna að tileinka sér hugarfar eins auðugasta fjárfestis heims. „Í hröðum heimi viðskipta eru gerðar auknar kröfur til fólks að fylgjast vel með og jafnframt til þess að það haldi þekkingu sinni við,“ nefnir Haraldur Diego, sem þýddi nýverið bókina ásamt Mikael Torfasyni. Undir þetta algilda sjónarmið taka þau Kristján Freyr Halldórsson hjá bóka- og ritfangaverslun Eymundsson og Dögg Hjaltalín hjá viðskiptabókabúðinni Skuld. Dögg Hjaltalín bendir á að þeir sem komist upp á lag með að lesa viðskiptabækur reglulega átti sig fljótlega á því að þetta sé ódýr og þægileg leið til símenntunar. „Lesendahópur viðskiptabóka er sífellt að verða breiðari, enda er úrvalið gríðarlegt og aðgengið að bókum á góðu verði betra en áður,“ segir hún. Viðskiptabókaklúbbur Eymundsson hefur verið starfræktur síðan í vor í samstarfi við Félag viðskipta- og hagfræðinga. „Við viljum vera með puttann á púlsinum hvað val á bókum varðar,“ segir Kristján Freyr og vísar til þess að á vegum klúbbsins sé starfrækt fimm manna valnefnd, skipuð af kunnu fólki úr viðskiptalífinu, sem sér um að gefa mat sitt á álitlegum bókum fyrir klúbbinn. „Stefnan er að kynna starfsemina fyrir breiðari hópi fólks enda höfum við tilfinnanlega orðið vör við sívaxandi vakningu almennings á bókum um viðskiptatengt efni.“ í viðskiptabókabúðinni Dögg Hjaltalín segir lesendahóp viðskiptabóka sífellt að verða breiðari enda aðgengið betra og verðið lægra en áður. Markaðurinn/Vilhelm „Á undanförnum árum hefur sú breyting orðið á bókamarkaðnum að bækur í kiljum eru að verða æ algengari,“ segir Kristján Freyr og bendir á að fyrir daga kiljunnar hafi fólk hugsað sig vandlega um áður en bók var keypt. „Kiljubyltingin, ef svo má að orði komast, hefur gert það að verkum að í dag kaupir fólk bók í kilju um viðskiptatengt efni líkt og um áhugavert tímarit væri að ræða. „Viðskiptabækur geta kennt fólki heilmikið um þær leikreglur sem eru í gangi í heimi viðskipta,“ segir Haraldur Diego og vísar til þess að líkt og með aðra leiki sé líklega betra að sleppa því að vera með ef maður kann lítið fyrir sér í leikreglunum. Í viðskiptum þurfa þeir sem vilja ná hámarksárangri að vera í stöðugri endurmenntun vilji þeir ekki eiga það á hættu að heltast úr lestinni. Hluti af því að halda sér í góðu formi er að lesa sér til um hvað helst er á döfinni hverju sinni. Héðan og þaðan Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Bók Roberts G. Hagstrom, Warren Buffett-aðferðin, hefur verið mánuðum saman á metsölulista bandaríska dagblaðsins New York Times. Það segir margt um aukinn áhuga á viðskiptabókum. Bókin er vel læsileg og ætti hún að höfða til allra þeirra sem vilja reyna að tileinka sér hugarfar eins auðugasta fjárfestis heims. „Í hröðum heimi viðskipta eru gerðar auknar kröfur til fólks að fylgjast vel með og jafnframt til þess að það haldi þekkingu sinni við,“ nefnir Haraldur Diego, sem þýddi nýverið bókina ásamt Mikael Torfasyni. Undir þetta algilda sjónarmið taka þau Kristján Freyr Halldórsson hjá bóka- og ritfangaverslun Eymundsson og Dögg Hjaltalín hjá viðskiptabókabúðinni Skuld. Dögg Hjaltalín bendir á að þeir sem komist upp á lag með að lesa viðskiptabækur reglulega átti sig fljótlega á því að þetta sé ódýr og þægileg leið til símenntunar. „Lesendahópur viðskiptabóka er sífellt að verða breiðari, enda er úrvalið gríðarlegt og aðgengið að bókum á góðu verði betra en áður,“ segir hún. Viðskiptabókaklúbbur Eymundsson hefur verið starfræktur síðan í vor í samstarfi við Félag viðskipta- og hagfræðinga. „Við viljum vera með puttann á púlsinum hvað val á bókum varðar,“ segir Kristján Freyr og vísar til þess að á vegum klúbbsins sé starfrækt fimm manna valnefnd, skipuð af kunnu fólki úr viðskiptalífinu, sem sér um að gefa mat sitt á álitlegum bókum fyrir klúbbinn. „Stefnan er að kynna starfsemina fyrir breiðari hópi fólks enda höfum við tilfinnanlega orðið vör við sívaxandi vakningu almennings á bókum um viðskiptatengt efni.“ í viðskiptabókabúðinni Dögg Hjaltalín segir lesendahóp viðskiptabóka sífellt að verða breiðari enda aðgengið betra og verðið lægra en áður. Markaðurinn/Vilhelm „Á undanförnum árum hefur sú breyting orðið á bókamarkaðnum að bækur í kiljum eru að verða æ algengari,“ segir Kristján Freyr og bendir á að fyrir daga kiljunnar hafi fólk hugsað sig vandlega um áður en bók var keypt. „Kiljubyltingin, ef svo má að orði komast, hefur gert það að verkum að í dag kaupir fólk bók í kilju um viðskiptatengt efni líkt og um áhugavert tímarit væri að ræða. „Viðskiptabækur geta kennt fólki heilmikið um þær leikreglur sem eru í gangi í heimi viðskipta,“ segir Haraldur Diego og vísar til þess að líkt og með aðra leiki sé líklega betra að sleppa því að vera með ef maður kann lítið fyrir sér í leikreglunum. Í viðskiptum þurfa þeir sem vilja ná hámarksárangri að vera í stöðugri endurmenntun vilji þeir ekki eiga það á hættu að heltast úr lestinni. Hluti af því að halda sér í góðu formi er að lesa sér til um hvað helst er á döfinni hverju sinni.
Héðan og þaðan Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira