Færir Áströlum íslenska einangrun 24. ágúst 2008 03:30 Mystery „Ég ákvað að flytja til Melbourne í Ástralíu eftir hvatningu frá stúlku sem ég kynntist þegar ég bjó í Danmörku," segir Sandra Jóhannsdóttir, 26 ára ljósmyndari. Sandra hefur verið búsett í Melbourne síðustu fimm mánuðina, þar sem hún mun opna sína fyrstu ljósmyndasýningu í byrjun september. Sandra nam fyrst ljósmyndun í Ljósmyndaskóla Sissu og vann við tímaritið Veru áður en hún hélt til Danmerkur, þar sem hún lagði stund á nám í stafrænni ljósmyndun í Köbenhavns tekniske skole. „Ég hafði verið með það svona á bakvið eyrað að opna sýningu og hugsaði með mér að viðfangsefnið yrði eflaust ástralskt," útskýrir Sandra. Svo fór þó ekki. „Fyrst eftir að ég kom til Ástralíu var hins vegar alltaf eitthvað að minna mig á Ísland. Múm hélt tónleika, hérna var haldin íslensk kvikmyndahátíð og svo spilaði Sigur rós hérna í byrjun ágúst. Þegar ég fann hvað það virtist vera til staðar mikill áhugi fyrir landinu ákvað ég að hafa yfirskrift ljósmyndasýningarinnar Isolation, eða Einangrun, með myndum frá Íslandi sem sýna samband fólksins og náttúrunnar og hversu dramatískt landið getur verið, en það er einmitt það sem ég elska við Ísland," segir Sandra. Ljósmyndir hennar verða til sýnis í Louey and Lane Gallery í Melbourne, og stendur sýningin yfir frá þriðja til 23. september. Aðspurð segist Sandra njóta lífsins í Melbourne til hins ítrasta. „Borgin er kölluð listamannaborg Ástralíu, enda er menningarlífið mjög áhugavert og það er mikið um tónleika og allskyns listasýningar," segir Sandra, sem kveðst þó stefna á að flytja aftur til landsins þegar eins árs landvistarleyfi hennar í Ástralíu lýkur. „Þá vona ég bara að ég fái tækifæri til að vinna við það sem ég elska að gera - að taka myndir," segir Sandra. alma@frettabladid.is Decay Abandonment Nýtur Lífsins Sandra kann vel við sig í Melbourne, enda borgin oft sögð vera listamannaborg Ástralíu. Myndir/Sandra Jóhannsdóttir íslensk dramatík Dularfullt Jökulsárlón, eyðibýli og yfirgefin þvottavél eru á meðal myndefna Söndru á ljósmyndasýningu hennar í Melbourne, sem hefur yfirskriftina Einangrun. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég ákvað að flytja til Melbourne í Ástralíu eftir hvatningu frá stúlku sem ég kynntist þegar ég bjó í Danmörku," segir Sandra Jóhannsdóttir, 26 ára ljósmyndari. Sandra hefur verið búsett í Melbourne síðustu fimm mánuðina, þar sem hún mun opna sína fyrstu ljósmyndasýningu í byrjun september. Sandra nam fyrst ljósmyndun í Ljósmyndaskóla Sissu og vann við tímaritið Veru áður en hún hélt til Danmerkur, þar sem hún lagði stund á nám í stafrænni ljósmyndun í Köbenhavns tekniske skole. „Ég hafði verið með það svona á bakvið eyrað að opna sýningu og hugsaði með mér að viðfangsefnið yrði eflaust ástralskt," útskýrir Sandra. Svo fór þó ekki. „Fyrst eftir að ég kom til Ástralíu var hins vegar alltaf eitthvað að minna mig á Ísland. Múm hélt tónleika, hérna var haldin íslensk kvikmyndahátíð og svo spilaði Sigur rós hérna í byrjun ágúst. Þegar ég fann hvað það virtist vera til staðar mikill áhugi fyrir landinu ákvað ég að hafa yfirskrift ljósmyndasýningarinnar Isolation, eða Einangrun, með myndum frá Íslandi sem sýna samband fólksins og náttúrunnar og hversu dramatískt landið getur verið, en það er einmitt það sem ég elska við Ísland," segir Sandra. Ljósmyndir hennar verða til sýnis í Louey and Lane Gallery í Melbourne, og stendur sýningin yfir frá þriðja til 23. september. Aðspurð segist Sandra njóta lífsins í Melbourne til hins ítrasta. „Borgin er kölluð listamannaborg Ástralíu, enda er menningarlífið mjög áhugavert og það er mikið um tónleika og allskyns listasýningar," segir Sandra, sem kveðst þó stefna á að flytja aftur til landsins þegar eins árs landvistarleyfi hennar í Ástralíu lýkur. „Þá vona ég bara að ég fái tækifæri til að vinna við það sem ég elska að gera - að taka myndir," segir Sandra. alma@frettabladid.is Decay Abandonment Nýtur Lífsins Sandra kann vel við sig í Melbourne, enda borgin oft sögð vera listamannaborg Ástralíu. Myndir/Sandra Jóhannsdóttir íslensk dramatík Dularfullt Jökulsárlón, eyðibýli og yfirgefin þvottavél eru á meðal myndefna Söndru á ljósmyndasýningu hennar í Melbourne, sem hefur yfirskriftina Einangrun.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira