Píanóverk Þorkels í Salnum 6. september 2008 04:00 Píanistinn og tónskáldið. Kristín Jónína Taylor og Þorkell Sigurbjörnsson við æfingar í Salnum.Fréttablaðið/Arnþór Tónleikar til heiðurs tónskáldinu Þorkeli Sigurbjörnssyni sjötugum fara fram í Salnum annað kvöld. Þar mun píanóleikarinn Kristín Jónína Taylor leika öll verk Þorkels fyrir píanó. Kristín, sem á ættir að rekja bæði til Íslands og Bandaríkjanna, er prófessor við Waldorf College í Iowa-ríki og deildarstjóri tónlistardeildar skólans. Hún hefur mikið fjallað um norræna tónlist á fræðilegum vettvangi; doktorsritgerð hennar fjallaði um píanókonsert Jóns Nordal og hún hefur einnig lagt áherslu á að flytja norræna tónlist á tónleikum sínum. „Ég kynntist Þorkeli fyrir nokkrum árum þegar ég var stödd hér á landi við rannsóknarvinnu,“ segir Kristín. „Það leið ekki á löngu þar til ég heillaðist algerlega af verkum hans; sérlega kann ég að meta húmorinn sem er gegnumgangandi í tónlistinni.“ Kristín kveður það afar ánægjulegt að fá tækifæri til þess að heiðra Þorkel á þessum tímamótum. „Ég held að allir íslenskir tónlistarmenn hafi orðið fyrir áhrifum frá Þorkeli og að áhrif hans á íslenskt menningarlíf séu meiri en margan grunar. Til að mynda hafa flestir Íslendingar sem hafa farið í kirkju sungið sálm eftir hann. Það er mér því mikill heiður og sannkölluð ánægja að fá að leika tónlist hans við þetta tækifæri.“ Tónleikarnir hefjast kl. 20 annað kvöld. Miðaverð er 2.500 kr.- vþ Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tónleikar til heiðurs tónskáldinu Þorkeli Sigurbjörnssyni sjötugum fara fram í Salnum annað kvöld. Þar mun píanóleikarinn Kristín Jónína Taylor leika öll verk Þorkels fyrir píanó. Kristín, sem á ættir að rekja bæði til Íslands og Bandaríkjanna, er prófessor við Waldorf College í Iowa-ríki og deildarstjóri tónlistardeildar skólans. Hún hefur mikið fjallað um norræna tónlist á fræðilegum vettvangi; doktorsritgerð hennar fjallaði um píanókonsert Jóns Nordal og hún hefur einnig lagt áherslu á að flytja norræna tónlist á tónleikum sínum. „Ég kynntist Þorkeli fyrir nokkrum árum þegar ég var stödd hér á landi við rannsóknarvinnu,“ segir Kristín. „Það leið ekki á löngu þar til ég heillaðist algerlega af verkum hans; sérlega kann ég að meta húmorinn sem er gegnumgangandi í tónlistinni.“ Kristín kveður það afar ánægjulegt að fá tækifæri til þess að heiðra Þorkel á þessum tímamótum. „Ég held að allir íslenskir tónlistarmenn hafi orðið fyrir áhrifum frá Þorkeli og að áhrif hans á íslenskt menningarlíf séu meiri en margan grunar. Til að mynda hafa flestir Íslendingar sem hafa farið í kirkju sungið sálm eftir hann. Það er mér því mikill heiður og sannkölluð ánægja að fá að leika tónlist hans við þetta tækifæri.“ Tónleikarnir hefjast kl. 20 annað kvöld. Miðaverð er 2.500 kr.- vþ
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira