Klassík á Rósenberg 4. nóvember 2008 03:00 Guðbergur Bergsson les úr Bernskubókum sínum í kvöld á Klappparstíg. Bækur eru greiðasti aðgangur almennings að vísdómi og skemmtun. Á þessum örlagatímum hefur Forlagið ákveðið að hleypa af stokkunum nýjum bókaklúbbi sem færir Íslendingum heimsbókmenntir á ótrúlega hagstæðu verði, auk þess sem boðið verður upp á sígild íslensk rit. Klassíski kiljuklúbburinn mun einbeita sér að þeim verkum sem staðist hafa tímans hörðu tönn, bæði í erlendum bókmenntaheimi og íslenskum. Til kynningar á kiljuklúbbnum verður upplestrarkvöld á Café Rósenberg við Klapparstíg í kvöld. Einar Kárason les úr Glæpi og refsingu eftir Fjodor Dostojevskí, Auður Jónsdóttir les úr Á vegum úti eftir Jack Kerouac, Guðmundur Andri Thorsson les úr Punktur punktur komma strik eftir Pétur Gunnarsson, Jónína Leósdóttir les úr Samastað í tilverunni eftir Málfríði Einarsdóttur og Guðbergur Bergsson les úr eigin verki, Bernskunni. Dagskráin hefst kl. 20.30. Tíu bækur eru þegar komnar út og sýna vel stefnu Klassíska kiljuklúbbsins. Úr fimm þeirra verður lesið á þriðjudagskvöld en hinar fimm eru Miðnæturbörn eftir Salman Rushdie, Ástin á tímum kólerunnar eftir Gabriel Garcia Marquez, Bréf til föðurins eftir Franz Kafka, og Bréf til Láru og Steinarnir tala eftir Þórberg Þórðarson. Klassíski kiljuklúbburinn er starfræktur á vefsetri Forlagsins. Slóðin er www.forlagid.is/kiljuklubbur Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bækur eru greiðasti aðgangur almennings að vísdómi og skemmtun. Á þessum örlagatímum hefur Forlagið ákveðið að hleypa af stokkunum nýjum bókaklúbbi sem færir Íslendingum heimsbókmenntir á ótrúlega hagstæðu verði, auk þess sem boðið verður upp á sígild íslensk rit. Klassíski kiljuklúbburinn mun einbeita sér að þeim verkum sem staðist hafa tímans hörðu tönn, bæði í erlendum bókmenntaheimi og íslenskum. Til kynningar á kiljuklúbbnum verður upplestrarkvöld á Café Rósenberg við Klapparstíg í kvöld. Einar Kárason les úr Glæpi og refsingu eftir Fjodor Dostojevskí, Auður Jónsdóttir les úr Á vegum úti eftir Jack Kerouac, Guðmundur Andri Thorsson les úr Punktur punktur komma strik eftir Pétur Gunnarsson, Jónína Leósdóttir les úr Samastað í tilverunni eftir Málfríði Einarsdóttur og Guðbergur Bergsson les úr eigin verki, Bernskunni. Dagskráin hefst kl. 20.30. Tíu bækur eru þegar komnar út og sýna vel stefnu Klassíska kiljuklúbbsins. Úr fimm þeirra verður lesið á þriðjudagskvöld en hinar fimm eru Miðnæturbörn eftir Salman Rushdie, Ástin á tímum kólerunnar eftir Gabriel Garcia Marquez, Bréf til föðurins eftir Franz Kafka, og Bréf til Láru og Steinarnir tala eftir Þórberg Þórðarson. Klassíski kiljuklúbburinn er starfræktur á vefsetri Forlagsins. Slóðin er www.forlagid.is/kiljuklubbur
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira