Tíminn með Odd Nerdrum guðsgjöf Freyr Bjarnason skrifar 15. febrúar 2008 07:15 Þrándur við sjálfsmynd sem hann málaði af sér í hlutverki bresks lávarðar. Fyrsta einkasýning listmálarans Þrándar Þórarinssonar verður opnuð í húsi Ó. Jónssonar og Kaaber á laugardag. Þrándur hrökklaðist á sínum tíma úr námi sínu í Listaháskóla Íslands og gerðist nemandi hjá hinum norska Odd Nerdrum. „Það var ekki hljómgrunnur fyrir því sem ég var að gera og mér var sagt að ég gæti alveg eins gert þetta heima,“ segir Þrándur um hvarf sitt úr málaradeild Listaháskóla Íslands. „Þessi gömlu málverk voru ekki málið og alltaf þegar ég spurði út í þau var sagt að ég gæti lesið um þau í bókum.“ Í kjölfarið hitti Þrándur hinn umdeilda listamann Odd Nerdrum og lærði að mála heima hjá honum í gamla Borgarbókasafninu. „Hann leyfði fólki að koma og mála hjá sér. Kennslan var aðallega fólgin í því að fylgjast með hvernig hann gerði þetta. Ég lærði heilmikið á þessu. Þessi tími með honum var algjör guðsgjöf.“ Á einkasýningunni sýnir Þrándur stór olíumálverk og sækir hann mörg viðfangsefni sín í íslenska sögu, þjóðsögurnar og Íslendingasögurnar undir áhrifum barokks og endurreisnar. Í verkum hans má finna þekkt stef úr íslenskri sögu, meðal annars Njálu og Egilssögu, auk þess sem Galdra-Lofti, Miklabæjar-Sólveigu og Jóni Arasyni bregður fyrir. Þrándur segir að telja megi á fingrum annarrar handar þá listamenn sem máli í sama stíl og hann hérlendis. Flestir listamenn efni til gjörninga eða búi til annars konar list sem telst nútímalegri. „Þetta er búið að vera algjört tabú í listaheiminum. Fyrir þrjátíu árum var þetta algjörlega bannað en núna er þetta aðeins að aukast. Síðan er þetta líka gríðarlega mikil vinna og þarf margra ára nám til að ná tökum á þessu. Þetta er kannski ekki auðveldasta leiðin til að nálgast hlutina. Þessum stíl hefur aldrei verið hampað og málarar hafa átt erfitt uppdráttar með að koma sér á framfæri og fá að halda sýningar,“ segir hann. Sýning Þrándar stendur yfir frá 16. febrúar til 1. mars. Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Fyrsta einkasýning listmálarans Þrándar Þórarinssonar verður opnuð í húsi Ó. Jónssonar og Kaaber á laugardag. Þrándur hrökklaðist á sínum tíma úr námi sínu í Listaháskóla Íslands og gerðist nemandi hjá hinum norska Odd Nerdrum. „Það var ekki hljómgrunnur fyrir því sem ég var að gera og mér var sagt að ég gæti alveg eins gert þetta heima,“ segir Þrándur um hvarf sitt úr málaradeild Listaháskóla Íslands. „Þessi gömlu málverk voru ekki málið og alltaf þegar ég spurði út í þau var sagt að ég gæti lesið um þau í bókum.“ Í kjölfarið hitti Þrándur hinn umdeilda listamann Odd Nerdrum og lærði að mála heima hjá honum í gamla Borgarbókasafninu. „Hann leyfði fólki að koma og mála hjá sér. Kennslan var aðallega fólgin í því að fylgjast með hvernig hann gerði þetta. Ég lærði heilmikið á þessu. Þessi tími með honum var algjör guðsgjöf.“ Á einkasýningunni sýnir Þrándur stór olíumálverk og sækir hann mörg viðfangsefni sín í íslenska sögu, þjóðsögurnar og Íslendingasögurnar undir áhrifum barokks og endurreisnar. Í verkum hans má finna þekkt stef úr íslenskri sögu, meðal annars Njálu og Egilssögu, auk þess sem Galdra-Lofti, Miklabæjar-Sólveigu og Jóni Arasyni bregður fyrir. Þrándur segir að telja megi á fingrum annarrar handar þá listamenn sem máli í sama stíl og hann hérlendis. Flestir listamenn efni til gjörninga eða búi til annars konar list sem telst nútímalegri. „Þetta er búið að vera algjört tabú í listaheiminum. Fyrir þrjátíu árum var þetta algjörlega bannað en núna er þetta aðeins að aukast. Síðan er þetta líka gríðarlega mikil vinna og þarf margra ára nám til að ná tökum á þessu. Þetta er kannski ekki auðveldasta leiðin til að nálgast hlutina. Þessum stíl hefur aldrei verið hampað og málarar hafa átt erfitt uppdráttar með að koma sér á framfæri og fá að halda sýningar,“ segir hann. Sýning Þrándar stendur yfir frá 16. febrúar til 1. mars.
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira