Jólaævintýrið heldur áfram í Portland 22. desember 2007 12:27 Leikmenn Portland fagna innilega NordicPhotos/GettyImages Jólin koma snemma hjá öskubuskuliði Portland Trailblazers í ár og í nótt vann liðið 99-96 sigur á Denver Nuggets á heimavelli. Þetta var tíundi sigur liðsins í röð í deildinni. Flestir bjuggust við að leiktíðin yrði ekki upp á marga fiska hjá Portland eftir að nýliði liðsins Greg Oden meiddist í sumar og gæti ekki spilað með liðinu alla leiktíðina. Liðið hefur hinsvegar sprungið út í vetur og ungir leikmenn liðsins hafa fleytt því á lengstu sigurgöngu vetrarins í NBA deildinni. Martell Webster skoraði 19 stig í nótt og þeir Brandon Roy og LaMarcus Aldridge 18 hvor. Þetta er lengsta sigurganga Portland síðan leiktíðina 2001-02. "Hverjum hefði dottið í hug að það yrði Portland en ekki Phoenix eða Dallas sem næði lengstu sigurrispunni í vetur," sagði Roy ánægður eftir sigurinn. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu 34 stig hvor fyrir Denver en það dugði ekki til. Liðin leika saman í Norðvesturriðlinum í Vesturdeildinni og nú er Portland aðeins hársbreidd frá því að komast á toppinn í riðlinum - upp fyrir Denver og Utah, sem fyrirfram voru taldir öruggir sigurvegarar í riðlinum. Boston burstaði Chicago í nótt 107-82 þar sem Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston en Ben Gordon var með 19 stig hjá Chicago. Utah vann loksins á útivelli eftir ömurlegt gengi undanfarið þegar liðið burstaði Orlando 113-94. Stuðningsmenn Orlando bauluðu á liðið, sem virðist heillum horfið eftir frábæra byrjun í vetur - rétt eins og gestirnir frá Utah. Paul Millsap setti persónulegt met með 28 stigum og Carlos Boozer skoraði 24 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hedo Turkoglu skoraði 27 stig fyrir heimamenn og Dwight Howard var með 20 stig og 13 fráköst. LA Lakers vann fyrsta leik sinn í Philadelphia í næstum átta ár 106-101. Andrew Bynum skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Lakers en Andre Miller var með 21 stig hjá heimamönnum. Atlanta lagði Washington 97-92 þar sem Joe Johnson skoraði 32 stig fyrir Atlanta en Antawn Jamison skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Washington. New York er komið aftur á tapbraut eftir góðan sigur á Cleveland á dögunum. Liðið lá fyrir Charlotte á útivelli í nótt 105-95 þar sem Gerald Wallace var með 27 stig fyrir Charlotte en Nate Robinson skoraði 20 stig fyrir New York. Detroit burstaði Memphis 94-67. Tayshaun Prince skoraði 16 stig fyrir heimamenn en Rudy Gay skoraði 18 stig fyrir Memphis. Minnesota náði loksins fjórða leik sinn í vetur þegar það skellti Indiana nokkuð óvænt 131-118. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana en Al Jefferson var að venju öflugur hjá Minnesota með 29 stig og 13 fráköst. Dallas lagði LA Clippers 102-89 og vann þar með fimmta leikinn í röð. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig fyrir Dallas en Chris Kaman skoraði 24 stig og hirti 19 fráköst fyrir Clippers. Loks vann Seattle góðan heimasigur á Toronto 123-115. Chris Bosh var með 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Toronto en Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir Seattle. NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Jólin koma snemma hjá öskubuskuliði Portland Trailblazers í ár og í nótt vann liðið 99-96 sigur á Denver Nuggets á heimavelli. Þetta var tíundi sigur liðsins í röð í deildinni. Flestir bjuggust við að leiktíðin yrði ekki upp á marga fiska hjá Portland eftir að nýliði liðsins Greg Oden meiddist í sumar og gæti ekki spilað með liðinu alla leiktíðina. Liðið hefur hinsvegar sprungið út í vetur og ungir leikmenn liðsins hafa fleytt því á lengstu sigurgöngu vetrarins í NBA deildinni. Martell Webster skoraði 19 stig í nótt og þeir Brandon Roy og LaMarcus Aldridge 18 hvor. Þetta er lengsta sigurganga Portland síðan leiktíðina 2001-02. "Hverjum hefði dottið í hug að það yrði Portland en ekki Phoenix eða Dallas sem næði lengstu sigurrispunni í vetur," sagði Roy ánægður eftir sigurinn. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu 34 stig hvor fyrir Denver en það dugði ekki til. Liðin leika saman í Norðvesturriðlinum í Vesturdeildinni og nú er Portland aðeins hársbreidd frá því að komast á toppinn í riðlinum - upp fyrir Denver og Utah, sem fyrirfram voru taldir öruggir sigurvegarar í riðlinum. Boston burstaði Chicago í nótt 107-82 þar sem Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston en Ben Gordon var með 19 stig hjá Chicago. Utah vann loksins á útivelli eftir ömurlegt gengi undanfarið þegar liðið burstaði Orlando 113-94. Stuðningsmenn Orlando bauluðu á liðið, sem virðist heillum horfið eftir frábæra byrjun í vetur - rétt eins og gestirnir frá Utah. Paul Millsap setti persónulegt met með 28 stigum og Carlos Boozer skoraði 24 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hedo Turkoglu skoraði 27 stig fyrir heimamenn og Dwight Howard var með 20 stig og 13 fráköst. LA Lakers vann fyrsta leik sinn í Philadelphia í næstum átta ár 106-101. Andrew Bynum skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Lakers en Andre Miller var með 21 stig hjá heimamönnum. Atlanta lagði Washington 97-92 þar sem Joe Johnson skoraði 32 stig fyrir Atlanta en Antawn Jamison skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Washington. New York er komið aftur á tapbraut eftir góðan sigur á Cleveland á dögunum. Liðið lá fyrir Charlotte á útivelli í nótt 105-95 þar sem Gerald Wallace var með 27 stig fyrir Charlotte en Nate Robinson skoraði 20 stig fyrir New York. Detroit burstaði Memphis 94-67. Tayshaun Prince skoraði 16 stig fyrir heimamenn en Rudy Gay skoraði 18 stig fyrir Memphis. Minnesota náði loksins fjórða leik sinn í vetur þegar það skellti Indiana nokkuð óvænt 131-118. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana en Al Jefferson var að venju öflugur hjá Minnesota með 29 stig og 13 fráköst. Dallas lagði LA Clippers 102-89 og vann þar með fimmta leikinn í röð. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig fyrir Dallas en Chris Kaman skoraði 24 stig og hirti 19 fráköst fyrir Clippers. Loks vann Seattle góðan heimasigur á Toronto 123-115. Chris Bosh var með 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Toronto en Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir Seattle.
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira