McLaren biðst afsökunar 13. desember 2007 19:55 NordicPhotos/GettyImages Forráðamenn McLaren liðsins í Formúlu 1 hafa nú viðurkennt að stolin gögn þess frá Ferrari liðinu hafi verið áhrifameiri í þróunarvinnu þess en upphaflega var áætlað. McLaren hefur beiðst afsökunar á þessu í bréfi til alþjóða akstursíþróttasambandsins. "McLaren harmar að rannsókn liðsins hafi ekki leitt í ljós að gögn Ferrari hafi verið útbreiddari en raun ber vitni," sagði í yfirlýsingu frá McLaren. Liðið var sektað um 100 milljónir dollara og missti öll stig sín í keppni bílasmiða í september fyrir að hafa undir höndum 780 blaðsíðna skýrslu sem stolið var frá Ferrari-liðinu. Liðið hefur þar á meðal viðurkennt að grunur akstursíþróttasambandsins, um að skýrsla Ferrari yrði höfð til hliðsjónar í hönnun McLaren bílsins fyrir næsta tímabil, hafi reynst réttur. "Það er ljóst að upplýsingarnar frá Ferrari voru útbreiddari en áætlað var í fyrstu og hefur McLaren ritað bréf til æðstu manna í íþróttinni til að biðjast afsökunar á því að það hafi þurft að koma í hlut akstursíþróttasambandsins að komast að þessu - í stað þess að málið yrði gert upp innan okkar raða," segir ennfremur í yfirlýsingu frá McLaren. Liði McLaren gæti orðið refsað enn frekar ef bíll liðsins verður ekki samþykktur fyrir 14. febrúar, en þá lýkur rannsókn á honum þar sem athugað verður hvort hann er byggður eftir hugmyndum Ferrari. Á þessum sama fundi verða forráðamenn annara liða í Formúlu 1 og þar verður framhaldið rætt, en afsökunarbeiðni McLaren liðsins gæti þar átt eftir að hafa einhver áhrif. Max Mosley, forseti akstursíþróttasambandsins, vill greinilega fara að koma þessu ljóta hneyksli út af borðinu, því hann hefur farið þess á leit við æðstu menn í íþróttinni að afsökunarbeiðni McLaren verði tekin gild og málið hreinlega tekið úr umferð. Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Forráðamenn McLaren liðsins í Formúlu 1 hafa nú viðurkennt að stolin gögn þess frá Ferrari liðinu hafi verið áhrifameiri í þróunarvinnu þess en upphaflega var áætlað. McLaren hefur beiðst afsökunar á þessu í bréfi til alþjóða akstursíþróttasambandsins. "McLaren harmar að rannsókn liðsins hafi ekki leitt í ljós að gögn Ferrari hafi verið útbreiddari en raun ber vitni," sagði í yfirlýsingu frá McLaren. Liðið var sektað um 100 milljónir dollara og missti öll stig sín í keppni bílasmiða í september fyrir að hafa undir höndum 780 blaðsíðna skýrslu sem stolið var frá Ferrari-liðinu. Liðið hefur þar á meðal viðurkennt að grunur akstursíþróttasambandsins, um að skýrsla Ferrari yrði höfð til hliðsjónar í hönnun McLaren bílsins fyrir næsta tímabil, hafi reynst réttur. "Það er ljóst að upplýsingarnar frá Ferrari voru útbreiddari en áætlað var í fyrstu og hefur McLaren ritað bréf til æðstu manna í íþróttinni til að biðjast afsökunar á því að það hafi þurft að koma í hlut akstursíþróttasambandsins að komast að þessu - í stað þess að málið yrði gert upp innan okkar raða," segir ennfremur í yfirlýsingu frá McLaren. Liði McLaren gæti orðið refsað enn frekar ef bíll liðsins verður ekki samþykktur fyrir 14. febrúar, en þá lýkur rannsókn á honum þar sem athugað verður hvort hann er byggður eftir hugmyndum Ferrari. Á þessum sama fundi verða forráðamenn annara liða í Formúlu 1 og þar verður framhaldið rætt, en afsökunarbeiðni McLaren liðsins gæti þar átt eftir að hafa einhver áhrif. Max Mosley, forseti akstursíþróttasambandsins, vill greinilega fara að koma þessu ljóta hneyksli út af borðinu, því hann hefur farið þess á leit við æðstu menn í íþróttinni að afsökunarbeiðni McLaren verði tekin gild og málið hreinlega tekið úr umferð.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira