Joe Cortez dæmir bardaga ársins 4. desember 2007 14:10 Joe Cortez ræðir við Mike Tyson NordicPhotos/GettyImages Í dag var tilkynnt að reynsluboltinn Joe Cortez frá Portó Ríkó muni dæma bardaga ársins í hnefaleikaheiminum milli þeirra Ricky Hatton og Floyd Mayweather á laugardagskvöldið. Lið Ricky Hatton hafði lýst yfir áhyggjum sínum yfir því að Hatton fengi ekki að fullnýta grimman stíl sinn ef óreyndur dómari hefði verið fenginn í verkefnið, en þeim áhyggjum hefur nú verið aflétt. Cortez dæmdi til að mynda bardaga Hatton og Luis Castillo forðum og þá hefur hann reynslu af að dæma t.d. bardaga Shane Mosley og Mike Tyson á síðustu árum svo eitthvað sé nefnt. "Þetta verður slagur tveggja af bestu boxurum í heiminum og því er eðlilegt að þeir fái að sýna hvað í þeim býr," sagði þjálfari Hatton, Billy Graham. Hatton á það til að blæða hressilega í bardögum sínum og það fer fyrir brjóstið á sumum dómurum. Graham fagnar því að Cortez hafi verið fenginn í verkefnið. "Maður hefur alltaf áhyggjur af skurðum en við erum með góðan saumara í okkar horni og ég vona að dómarinn sé ekki viðkvæmur," sagði þjálfarinn. Hann á von á því að Mayweather geri mikið af því að væla yfir Hatton í bardaganum, en Mayweather gagnrýndi breskan andstæðing sinn fyrir að beita olnbogunum fyrir sig í bardaganum við Luis Castillo. "Ég veit að Mayweather á eftir að væla mikið í dómararnum en hann verður að huga að því að menn verða að halda uppi vörnum allan bardagann. Um leið og hann lætur hendurnar falla og fer að væla - á Ricky eftir að lumbra á honum. Það er það eina sem Floyd þarf að hafa áhyggjur af fyrirfram," sagði þjálfari Hatton. Bardagi Hatton og Mayweather verður sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið. Box Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Sjá meira
Í dag var tilkynnt að reynsluboltinn Joe Cortez frá Portó Ríkó muni dæma bardaga ársins í hnefaleikaheiminum milli þeirra Ricky Hatton og Floyd Mayweather á laugardagskvöldið. Lið Ricky Hatton hafði lýst yfir áhyggjum sínum yfir því að Hatton fengi ekki að fullnýta grimman stíl sinn ef óreyndur dómari hefði verið fenginn í verkefnið, en þeim áhyggjum hefur nú verið aflétt. Cortez dæmdi til að mynda bardaga Hatton og Luis Castillo forðum og þá hefur hann reynslu af að dæma t.d. bardaga Shane Mosley og Mike Tyson á síðustu árum svo eitthvað sé nefnt. "Þetta verður slagur tveggja af bestu boxurum í heiminum og því er eðlilegt að þeir fái að sýna hvað í þeim býr," sagði þjálfari Hatton, Billy Graham. Hatton á það til að blæða hressilega í bardögum sínum og það fer fyrir brjóstið á sumum dómurum. Graham fagnar því að Cortez hafi verið fenginn í verkefnið. "Maður hefur alltaf áhyggjur af skurðum en við erum með góðan saumara í okkar horni og ég vona að dómarinn sé ekki viðkvæmur," sagði þjálfarinn. Hann á von á því að Mayweather geri mikið af því að væla yfir Hatton í bardaganum, en Mayweather gagnrýndi breskan andstæðing sinn fyrir að beita olnbogunum fyrir sig í bardaganum við Luis Castillo. "Ég veit að Mayweather á eftir að væla mikið í dómararnum en hann verður að huga að því að menn verða að halda uppi vörnum allan bardagann. Um leið og hann lætur hendurnar falla og fer að væla - á Ricky eftir að lumbra á honum. Það er það eina sem Floyd þarf að hafa áhyggjur af fyrirfram," sagði þjálfari Hatton. Bardagi Hatton og Mayweather verður sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið.
Box Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Sjá meira