Æsingur í Mannamáli 30. nóvember 2007 11:12 Það verður fjörlegt um að litast í þætti mínum, Mannamáli, næstkomandi sunnudagskvöld. Þingflokksformennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir og Ögmundur Jónasson munu takast á um þingsköp og þar á meðal ræðutíma alþingismanna en himinn og haf skilur þau að í þessum efnum. Það verður líka gaman að ræða við Ögmund um lífið í stjórnarandstöðunni með Framsókn - og við Arnbjörgu um lífið í stjórninni á tímum Össurarbloggsins. Þetta verður hasar. Bjarni Ármannsson athafnamaður verður líka gestur minn. Rei-málið á mannamáli. Hver er hans sýn á þessa pólitísku afferu? Hvað gerðist raunveruilega á bak við tjöldin? Svo kemur drottning sakamálasögunnar til mín, Yrsa Sigurðardóttir sem er farin að kroppa í vinsældir Arnalds á toppi metsölulistanna. Ég gleymi ekki bókarýni Gerðar Kristnýjar. Sumsé, fjölbreytt og fjörlegt. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Það verður fjörlegt um að litast í þætti mínum, Mannamáli, næstkomandi sunnudagskvöld. Þingflokksformennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir og Ögmundur Jónasson munu takast á um þingsköp og þar á meðal ræðutíma alþingismanna en himinn og haf skilur þau að í þessum efnum. Það verður líka gaman að ræða við Ögmund um lífið í stjórnarandstöðunni með Framsókn - og við Arnbjörgu um lífið í stjórninni á tímum Össurarbloggsins. Þetta verður hasar. Bjarni Ármannsson athafnamaður verður líka gestur minn. Rei-málið á mannamáli. Hver er hans sýn á þessa pólitísku afferu? Hvað gerðist raunveruilega á bak við tjöldin? Svo kemur drottning sakamálasögunnar til mín, Yrsa Sigurðardóttir sem er farin að kroppa í vinsældir Arnalds á toppi metsölulistanna. Ég gleymi ekki bókarýni Gerðar Kristnýjar. Sumsé, fjölbreytt og fjörlegt. -SER.