NBA í nótt: 45 stiga sigur Boston á New York Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. nóvember 2007 09:09 Það var ekkert sérstök stemning á bekknum hjá New York í nótt. Nordic Photos / Getty Images Boston Celtics rústuðu lið New York Knicks í einum af þremur leikjum í NBA-deildinni í nótt. Boston vann með 45 stiga mun, 104-59. Hefði ekki Nate Robinson skorað þriggja stiga körfu í blálokin fyrir New York hefðu leikmenn liðsins afrekað það að skora fæst stig í einum leik í sögu félagsins. Staðan í hálfleik var 54-31 fyrir Boston sem náðu 45 stiga forystu í þriðja leikhluta. Þegar sjö mínútur voru til leiksloka var munurinn orðinn 52 stig en New York náði að minnka muninn aftur í 45 stig í leikslok. Isiah Thomas er þjálfari New York og sagði eftir leik að hann hefði ekki séð leikmenn jafn sjálfselska og í fyrri hálfleik í þessum leik. „Mér fannst eins og að hver einasti leikmaður hefði verið að hugsa um sig sjálfan í stað þess að hugsa um liðið," sagði hann. Zach Randolph tók í svipaðan streng. „Aldrei hef ég séð nokkru þessu líkt. Aldrei. Aldrei. Aldrei á mínum ferli." Bæði Randolph og Eddy Curry tóku fimmtán skot í fyrri hálfleik og hittu aðeins úr tveimur. Báðir gerðu fjögur stig í leiknum og hitti Curry úr tveimur af ellefu skotum sínum utan af velli og Randolph úr einu af tíu. Samtals var skotnýting liðsins 30,3% og var þetta versta tap liðsins í NBA-deildinni í 27 ár. Þrátt fyrir allt þetta ákvað Doc Rivers, þjálfari Boston, að hvíla sína lykilmenn. Kevin Garnett spilaði í einungis 22 mínútur í leiknum og þeir Ray Allen og Paul Pierce hvíldu í fjórða leikhluta. Nate Robinson var sá eini sem skoraði meira en tíu stig í liði New York - hann skoraði ellefu í leiknum. Allen og Pierce voru með 21 stig og Eddie House var með fimmtán stig. LA Lakers vann góðan sigur á Denver Nuggets á heimavelli, 127-99. Kobe Bryant var með 24 stig, sjö stoðsendingar og sex fráköst. Sasha Vujacic var með 22 stig, þar af nítján í fjórða leikhluta. Hjá Denver var Carmelo Anthony með 23 stig og Allen Iverson 21. Þá skoraði Baron Davis 27 stig í sigri Golden State, 113-94, á Houston Rockets. Mike James skoraði nítján stig fyrir Houston og Yao Ming bætti við tíu og tók sjö fráköst. NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Boston Celtics rústuðu lið New York Knicks í einum af þremur leikjum í NBA-deildinni í nótt. Boston vann með 45 stiga mun, 104-59. Hefði ekki Nate Robinson skorað þriggja stiga körfu í blálokin fyrir New York hefðu leikmenn liðsins afrekað það að skora fæst stig í einum leik í sögu félagsins. Staðan í hálfleik var 54-31 fyrir Boston sem náðu 45 stiga forystu í þriðja leikhluta. Þegar sjö mínútur voru til leiksloka var munurinn orðinn 52 stig en New York náði að minnka muninn aftur í 45 stig í leikslok. Isiah Thomas er þjálfari New York og sagði eftir leik að hann hefði ekki séð leikmenn jafn sjálfselska og í fyrri hálfleik í þessum leik. „Mér fannst eins og að hver einasti leikmaður hefði verið að hugsa um sig sjálfan í stað þess að hugsa um liðið," sagði hann. Zach Randolph tók í svipaðan streng. „Aldrei hef ég séð nokkru þessu líkt. Aldrei. Aldrei. Aldrei á mínum ferli." Bæði Randolph og Eddy Curry tóku fimmtán skot í fyrri hálfleik og hittu aðeins úr tveimur. Báðir gerðu fjögur stig í leiknum og hitti Curry úr tveimur af ellefu skotum sínum utan af velli og Randolph úr einu af tíu. Samtals var skotnýting liðsins 30,3% og var þetta versta tap liðsins í NBA-deildinni í 27 ár. Þrátt fyrir allt þetta ákvað Doc Rivers, þjálfari Boston, að hvíla sína lykilmenn. Kevin Garnett spilaði í einungis 22 mínútur í leiknum og þeir Ray Allen og Paul Pierce hvíldu í fjórða leikhluta. Nate Robinson var sá eini sem skoraði meira en tíu stig í liði New York - hann skoraði ellefu í leiknum. Allen og Pierce voru með 21 stig og Eddie House var með fimmtán stig. LA Lakers vann góðan sigur á Denver Nuggets á heimavelli, 127-99. Kobe Bryant var með 24 stig, sjö stoðsendingar og sex fráköst. Sasha Vujacic var með 22 stig, þar af nítján í fjórða leikhluta. Hjá Denver var Carmelo Anthony með 23 stig og Allen Iverson 21. Þá skoraði Baron Davis 27 stig í sigri Golden State, 113-94, á Houston Rockets. Mike James skoraði nítján stig fyrir Houston og Yao Ming bætti við tíu og tók sjö fráköst.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins