NBA í nótt: Boston enn taplaust Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. nóvember 2007 11:55 Paul Pierce skoraði sigurkörfu leiksins í nótt. Nordic Photos / Getty Images Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Boston Celtics vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið vann nauman sigur á Miami Heat, 92-91, í æsispennandi leik. Það var Paul Pierce sem tryggði Boston sigurinn með körfu þegar 25 sekúndur voru til leiksloka. Dwyane Wade reyndi að tryggja sigurinn á lokasekúndunni en skot hans geigaði. Boston var með fimmtán stiga forskot í fjórða leikhluta en glæsilegur 15-0 sprettur hjá Miami gerði það að verkum að staðan var jöfn þegar tvær og hálf mínúta var til leiksloka. Shaquille O'Neal og Udonis Haslem klikkuðu báðir á einu víti á lokakaflanum og reyndist það dýrkeypt. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 26 stig og ellefu fráköst. Ray Allen var með nítján stig og James Posey kom öflugur inn með þrettán stig. Posey lék einnig vel í vörn en hann pressaði á Wade undir lokin sem gerði það að verkum að hann brenndi af skotinu sínu. Dwyane Wade var í fyrsta sinn í byrjunarliði Miami eftir meiðslin sín en hann var stigahæstur sinna manna með 23 stig. Hann hitti úr átta af fimmtán skotum sínum en það dugði ekki til. Miami hefur aðeins unnið einn leik af níu á tímabilinu. Boston hefur hins vegar unnið alla sína átta leiki. Cleveland Cavaliers batt enda á fimm leikja sigurhrinu Utah Jazz með sigri á heimavelli, 99-94. LeBron James var drjúgur hjá Cleveland en 34 af hans 40 stigum komu í síðari hálfleik. James var einnig með tíu fráköst og níu stoðsendingar. Carlos Boozer var með 26 stig hjá Utah og ellefu fráköst. LA Lakers vann einnig góðan sigur á Detroit Pistons á heimavelli, 103-91, eftir að liðið skoraði 41 stig í fjórða leikhluta. Lamar Odom var með 25 stig og fimmtán fráköst en Kobe Bryant kom næstur með nítján stig og sjö stoðsendingar. Tim Duncan gerði sér lítið fyrir og varði skot Yao Ming í leik San Antonio og Houston í nótt þegar níu sekúndur voru eftir en San Antonio vann leikinn, 90-84. Duncan var með 25 stig og þrettán fráköst. Houson lék án Tracy McGrady sem var frá vegna meiðsla en Luis Scola var stigahæstur hjá liðinu í nótt með 20 stig. Yao kom næstur með fjórtán og níu fráköst. Orlando Magic vann sinn sjötta útisigur í röð þegar liðið vann New Jersey, 95-70. Dwight Howard skoraði 21 stig og tók nítján fráköst. Hjá New Jersey var Jason Kidd stigahæstur með ellefu stig. Hann var með þrefalda tvennu, einu sinni sem oftar, en hann tók nítján fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Philadelphia lenti 25 stigum undir í fyrri hálfleik gegn Portland en vann engu að síður leikinn á endanum, 92-88. Louis Williams var með 19 stig í seinni hálfleik fyrir Philadelphia en leikmenn liðsins klikkuðu á fimmtán skotum í röð í fyrri hálfleik. Stigahæstu menn liðsins voru Brandon Roy og LaMarcus Aldridge með 25 stig hver. Golden State vann loksins sinn fyrsta leik í nótt og hafa þá öll liðin í deildinni unnið leik. Úrslit leikja í nótt: Toronto Raptors - Indiana Pacers 110-101Philadelphia 76ers - Portland Trail Blazers 92-88Boston Celtics - Miami Heat 92-91 New Jersey Nets - Orlando Magic 70-95 Atlanta Hawks - Seattle SuperSonics 123-126 (eftir framlengingu)Cleveland Cavaliers - Utah Jazz 99-94 Memphis Grizzlies - New Orleans Hornets 118-120San Antonio Spurs - Houston Rockets 90-84 Minnesota Timberwolves - Washington Wizards 89-105Sacramento Kings - New York Knicks 123-118LA Lakers - Detroit Pistons 103-91Golden State Warriors - LA Clippers 122-105 NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Boston Celtics vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið vann nauman sigur á Miami Heat, 92-91, í æsispennandi leik. Það var Paul Pierce sem tryggði Boston sigurinn með körfu þegar 25 sekúndur voru til leiksloka. Dwyane Wade reyndi að tryggja sigurinn á lokasekúndunni en skot hans geigaði. Boston var með fimmtán stiga forskot í fjórða leikhluta en glæsilegur 15-0 sprettur hjá Miami gerði það að verkum að staðan var jöfn þegar tvær og hálf mínúta var til leiksloka. Shaquille O'Neal og Udonis Haslem klikkuðu báðir á einu víti á lokakaflanum og reyndist það dýrkeypt. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 26 stig og ellefu fráköst. Ray Allen var með nítján stig og James Posey kom öflugur inn með þrettán stig. Posey lék einnig vel í vörn en hann pressaði á Wade undir lokin sem gerði það að verkum að hann brenndi af skotinu sínu. Dwyane Wade var í fyrsta sinn í byrjunarliði Miami eftir meiðslin sín en hann var stigahæstur sinna manna með 23 stig. Hann hitti úr átta af fimmtán skotum sínum en það dugði ekki til. Miami hefur aðeins unnið einn leik af níu á tímabilinu. Boston hefur hins vegar unnið alla sína átta leiki. Cleveland Cavaliers batt enda á fimm leikja sigurhrinu Utah Jazz með sigri á heimavelli, 99-94. LeBron James var drjúgur hjá Cleveland en 34 af hans 40 stigum komu í síðari hálfleik. James var einnig með tíu fráköst og níu stoðsendingar. Carlos Boozer var með 26 stig hjá Utah og ellefu fráköst. LA Lakers vann einnig góðan sigur á Detroit Pistons á heimavelli, 103-91, eftir að liðið skoraði 41 stig í fjórða leikhluta. Lamar Odom var með 25 stig og fimmtán fráköst en Kobe Bryant kom næstur með nítján stig og sjö stoðsendingar. Tim Duncan gerði sér lítið fyrir og varði skot Yao Ming í leik San Antonio og Houston í nótt þegar níu sekúndur voru eftir en San Antonio vann leikinn, 90-84. Duncan var með 25 stig og þrettán fráköst. Houson lék án Tracy McGrady sem var frá vegna meiðsla en Luis Scola var stigahæstur hjá liðinu í nótt með 20 stig. Yao kom næstur með fjórtán og níu fráköst. Orlando Magic vann sinn sjötta útisigur í röð þegar liðið vann New Jersey, 95-70. Dwight Howard skoraði 21 stig og tók nítján fráköst. Hjá New Jersey var Jason Kidd stigahæstur með ellefu stig. Hann var með þrefalda tvennu, einu sinni sem oftar, en hann tók nítján fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Philadelphia lenti 25 stigum undir í fyrri hálfleik gegn Portland en vann engu að síður leikinn á endanum, 92-88. Louis Williams var með 19 stig í seinni hálfleik fyrir Philadelphia en leikmenn liðsins klikkuðu á fimmtán skotum í röð í fyrri hálfleik. Stigahæstu menn liðsins voru Brandon Roy og LaMarcus Aldridge með 25 stig hver. Golden State vann loksins sinn fyrsta leik í nótt og hafa þá öll liðin í deildinni unnið leik. Úrslit leikja í nótt: Toronto Raptors - Indiana Pacers 110-101Philadelphia 76ers - Portland Trail Blazers 92-88Boston Celtics - Miami Heat 92-91 New Jersey Nets - Orlando Magic 70-95 Atlanta Hawks - Seattle SuperSonics 123-126 (eftir framlengingu)Cleveland Cavaliers - Utah Jazz 99-94 Memphis Grizzlies - New Orleans Hornets 118-120San Antonio Spurs - Houston Rockets 90-84 Minnesota Timberwolves - Washington Wizards 89-105Sacramento Kings - New York Knicks 123-118LA Lakers - Detroit Pistons 103-91Golden State Warriors - LA Clippers 122-105
NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira