NBA í nótt: Fimm lið með sjö sigra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2007 08:58 Dwayne Wade lék með Miami á nýjan leik í nótt en það dugði ekki til sigurs gegn Seattle. Nordic Photos / Getty Images Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en eftir leikina hafa fimm lið í deildinni unnið sjö sigra á tímabilinu. Öll þessi lið unnu sigra í sínum leikjum í nótt. Boston Celtics fór létt með New Jersey Nets, 91-69, og Utah Jazz vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið hafði betur gegn Toronto, 92-88. Liðin hafa þó leikið mismarga leiki og er Boston enn taplaust en Utah hefur tapað tveimur. Orlando Magic heldur áfram að koma þægilega á óvart og vann í nótt nauman sigur á Cleveland, 117-116. Liðið hefur nú unnið sjö og tapað tveimur, rétt eins og Utah og New Orleans sem í nótt vann 19 stiga sigur á Philadelphia, 95-76. Liðið með næstbesta árangurinn í deildinni er San Antonio Spurs sem hefur unnið sjö leiki en tapað aðeins einum. Liðið var hins vegar eitt þeirra fjögurra í deildinni sem átti ekki leik í nótt. Leikur Utah og Toronto var leikur tveggja sterkra varnarliða og var aðeins eins stiga munur á liðunum þegar átján sekúndur voru til leiksloka. Deron Williams sýndi þá stáltaugar þegar hann kláraði tvö vítaköst á þessum tíma og klikkaði TJ Ford á þriggja stiga skoti í blálokin. Carlos Boozer var með 23 stig í leiknum og fjórtán fráköst og skoraði hann síðustu körfu leiksins úr vítakasti á síðustu sekúndu leiksins. Sigur Boston á New Jersey var þægilegur en Kevin Garnett var stigahæsti leikmaður liðsins með sextán stig og átta fráköst. LeBron James átti stórleik fyrir Cleveland gegn Orlando. Hann skoraði 39 stig, tók þrettán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar. Það dugði hins vegar ekki til þar sem Orlando reyndist sterkara í framlengingunni. Dwyane Wade lék sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Miami Heat og skoraði fimmtán stig á þeim 25 mínútum sem hann lék. Það dugði hins vegar ekki til þar sem liðið tapaði fyrir Seattle, 104-95. Þetta var fyrsti sigur Seattle á leiktíðinni. Úrslit leikjanna í nótt: Toronto Raptors - Utah Jazz 88-92Washington Wizards - Indiana Pacers 103-90Atlanta Hawks - Charlotte Bobcats 117-109 Cleveland Cavaliers - Orlando Magic 116-117Boston Celtics - New Jersey Nets 91-69 Miami Heat - Seattle SuperSonics 95-104Milwaukee Bucks - Memphis Grizzlies 102-99New Orleans Hornets - Philadelphia 76ers 95-76Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 108-103 Houston Rockets - LA Lakers 90-93Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 110-93LA Clippers - New York Knicks 84-81 Golden State Warriors - Detroit Pistons 104-111 NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en eftir leikina hafa fimm lið í deildinni unnið sjö sigra á tímabilinu. Öll þessi lið unnu sigra í sínum leikjum í nótt. Boston Celtics fór létt með New Jersey Nets, 91-69, og Utah Jazz vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið hafði betur gegn Toronto, 92-88. Liðin hafa þó leikið mismarga leiki og er Boston enn taplaust en Utah hefur tapað tveimur. Orlando Magic heldur áfram að koma þægilega á óvart og vann í nótt nauman sigur á Cleveland, 117-116. Liðið hefur nú unnið sjö og tapað tveimur, rétt eins og Utah og New Orleans sem í nótt vann 19 stiga sigur á Philadelphia, 95-76. Liðið með næstbesta árangurinn í deildinni er San Antonio Spurs sem hefur unnið sjö leiki en tapað aðeins einum. Liðið var hins vegar eitt þeirra fjögurra í deildinni sem átti ekki leik í nótt. Leikur Utah og Toronto var leikur tveggja sterkra varnarliða og var aðeins eins stiga munur á liðunum þegar átján sekúndur voru til leiksloka. Deron Williams sýndi þá stáltaugar þegar hann kláraði tvö vítaköst á þessum tíma og klikkaði TJ Ford á þriggja stiga skoti í blálokin. Carlos Boozer var með 23 stig í leiknum og fjórtán fráköst og skoraði hann síðustu körfu leiksins úr vítakasti á síðustu sekúndu leiksins. Sigur Boston á New Jersey var þægilegur en Kevin Garnett var stigahæsti leikmaður liðsins með sextán stig og átta fráköst. LeBron James átti stórleik fyrir Cleveland gegn Orlando. Hann skoraði 39 stig, tók þrettán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar. Það dugði hins vegar ekki til þar sem Orlando reyndist sterkara í framlengingunni. Dwyane Wade lék sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Miami Heat og skoraði fimmtán stig á þeim 25 mínútum sem hann lék. Það dugði hins vegar ekki til þar sem liðið tapaði fyrir Seattle, 104-95. Þetta var fyrsti sigur Seattle á leiktíðinni. Úrslit leikjanna í nótt: Toronto Raptors - Utah Jazz 88-92Washington Wizards - Indiana Pacers 103-90Atlanta Hawks - Charlotte Bobcats 117-109 Cleveland Cavaliers - Orlando Magic 116-117Boston Celtics - New Jersey Nets 91-69 Miami Heat - Seattle SuperSonics 95-104Milwaukee Bucks - Memphis Grizzlies 102-99New Orleans Hornets - Philadelphia 76ers 95-76Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 108-103 Houston Rockets - LA Lakers 90-93Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 110-93LA Clippers - New York Knicks 84-81 Golden State Warriors - Detroit Pistons 104-111
NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira