Guddy, ég ætla að setja tvö úr aukaspyrnum 7. nóvember 2007 12:33 Eiður og Ronaldinho eru mestu mátar NordicPhotos/GettyImages Ronaldinho hjá Barcelona lofaði Eiði Smára Guðjohnsen að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnum í 3-1 sigri liðsins á Betis á sunnudaginn. Þeim félögum kemur einstaklega vel saman ef marka má grein í spænska blaðinu Mundo Deportivo. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það sem á eftir kom, en Ronaldinho stóð við stóru orðin og skoraði tvö glæsileg mörk beint úr aukaspyrnu í umræddum leik. Í Mundo Deportivo er skemmtileg grein um það sem fór á milli þeirra félaga fyrir leikinn gegn Betis. Hér fyrir neðan er ágrip úr greininni sem er dramatísk og skemmtileg. Þar segir að þeir Eiður og Ronaldinho hafi sest niður á hóteli nokkrum tímum fyrir leikinn til að fá sér kaffisopa og þar lét Brasilíumaður spádóma sína á borðið. "Guddy, ég ætla að skora tvö mörk úr aukaspyrnum í dag," sagði Ronaldinho. Hann eyðir miklum tíma með Íslendingnum, sem er félagslyndur, vingjarnlegur og góður félagi að sögn blaðsins. Fyrst var Eiður sagður hafa sett upp undrunarsvip - en skellti svo upp úr og gerði lítið úr spádómshæfileikum félaga síns. Bað hann frekar að skipta um tónlist og vera ekki með þessar "fantasíur." Þegar Ronaldinho skoraði svo síðara mark sitt beint úr aukaspyrnu í leiknum um kvöldið, hneigði Eiður sig fyrir félaga sínum og viðurkenndi galdra hans og spádómshæfileika. Leikrænir tilburðir þess íslenska báru vott af virðingu - en meira væntumþykju. Hann faðmaði félaga sinn eins og björn - fast og með tilfinningu. Sannur vinur Eiður Smári stólaði á stuðning Ronaldinho þegar hann lenti í mótlæti hjá liðinu. Núna er Íslendingurinn búinn að vinna traust Rikjaard þjálfara á ný og hann segir Guðjohnsen vera dæmi um þá fórnfýsi og eljusemi sem er í hóp liðsins. Vandamál "Kúrekans" Ronaldinho er, að framvegis mun Eiður láta reyna meira á spádómsgáfur sínar. Ronaldinho hefur átt erfitt uppdráttar hjá Barcelona undanfarið og það má alltaf lesa út úr svip hans. Augu hans missa glampann og ásakanir og gagnrýni fá á hann. En hann er sterkur og kemur alltaf til baka. Hann segist ánægður hjá Barcelona. Blaðamaður spyr Ronaldinho hvort hann setji þá ekki þrennu á móti Rangers í Meistaradeildinni. "Það er naumast pressan sem þú setur á mig," segir Ronaldinho og hlær. Hann yrði ánægður ef Eiður Smári næði að skora þrennu í þeim leik - þá myndi hann endurgjalda honum lotninguna frá því í leiknum gegn Betis. Þetta er lítið smáatriði sem gerir búningsherbergi Barcelona jafn stórt og það er í raun. Byggt á grein Mundo Deportivo Spænski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Ronaldinho hjá Barcelona lofaði Eiði Smára Guðjohnsen að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnum í 3-1 sigri liðsins á Betis á sunnudaginn. Þeim félögum kemur einstaklega vel saman ef marka má grein í spænska blaðinu Mundo Deportivo. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það sem á eftir kom, en Ronaldinho stóð við stóru orðin og skoraði tvö glæsileg mörk beint úr aukaspyrnu í umræddum leik. Í Mundo Deportivo er skemmtileg grein um það sem fór á milli þeirra félaga fyrir leikinn gegn Betis. Hér fyrir neðan er ágrip úr greininni sem er dramatísk og skemmtileg. Þar segir að þeir Eiður og Ronaldinho hafi sest niður á hóteli nokkrum tímum fyrir leikinn til að fá sér kaffisopa og þar lét Brasilíumaður spádóma sína á borðið. "Guddy, ég ætla að skora tvö mörk úr aukaspyrnum í dag," sagði Ronaldinho. Hann eyðir miklum tíma með Íslendingnum, sem er félagslyndur, vingjarnlegur og góður félagi að sögn blaðsins. Fyrst var Eiður sagður hafa sett upp undrunarsvip - en skellti svo upp úr og gerði lítið úr spádómshæfileikum félaga síns. Bað hann frekar að skipta um tónlist og vera ekki með þessar "fantasíur." Þegar Ronaldinho skoraði svo síðara mark sitt beint úr aukaspyrnu í leiknum um kvöldið, hneigði Eiður sig fyrir félaga sínum og viðurkenndi galdra hans og spádómshæfileika. Leikrænir tilburðir þess íslenska báru vott af virðingu - en meira væntumþykju. Hann faðmaði félaga sinn eins og björn - fast og með tilfinningu. Sannur vinur Eiður Smári stólaði á stuðning Ronaldinho þegar hann lenti í mótlæti hjá liðinu. Núna er Íslendingurinn búinn að vinna traust Rikjaard þjálfara á ný og hann segir Guðjohnsen vera dæmi um þá fórnfýsi og eljusemi sem er í hóp liðsins. Vandamál "Kúrekans" Ronaldinho er, að framvegis mun Eiður láta reyna meira á spádómsgáfur sínar. Ronaldinho hefur átt erfitt uppdráttar hjá Barcelona undanfarið og það má alltaf lesa út úr svip hans. Augu hans missa glampann og ásakanir og gagnrýni fá á hann. En hann er sterkur og kemur alltaf til baka. Hann segist ánægður hjá Barcelona. Blaðamaður spyr Ronaldinho hvort hann setji þá ekki þrennu á móti Rangers í Meistaradeildinni. "Það er naumast pressan sem þú setur á mig," segir Ronaldinho og hlær. Hann yrði ánægður ef Eiður Smári næði að skora þrennu í þeim leik - þá myndi hann endurgjalda honum lotninguna frá því í leiknum gegn Betis. Þetta er lítið smáatriði sem gerir búningsherbergi Barcelona jafn stórt og það er í raun. Byggt á grein Mundo Deportivo
Spænski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira