Aðsókn í bíó tók kipp Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 2. nóvember 2007 12:10 MYND/Getty Images Aðsókn á íslensku kvikmyndirnar sem nú eru sýndar í bíó tók kipp eftir að tilnefningar til Edduverðlauna voru kynntar í síðustu viku. Þannig jókst aðstókn á Veðramót um 60-70 prósent strax í kjölfar tilnefninganna. Aðsókn á Astrópíu jókst að sama skapi um 42 prósent. Heimildarmyndin Syndir feðranna var frumsýnd helgina áður en tilnefningarnar voru birtar. "Við merkjum ekki hvaða áhrif Eddan hefur á hana vegna þess," segir Jón Eiríkur Jóhannsson rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu. Heimildarmyndir þurfi lengri tíma og þær þurfi einnig að meta á annan hátt en íslenskar kvikmyndir. Heildaraðsókn á Veðramót er komin upp í tæplega 16 þúsund. "Það er gríðarlega gott fyrir þessa mynd og Eddan er klárlega að veita henni framhaldslíf," segir Jón. Hann segir myndina höfða meira til eldri hópa og mikil aukning sé merkjanleg á dagsýningum um helgar. Heildaraðsókn á Astrópíu er nú orðin rúmlega 45 þúsund. Aðsóknin tók mikinn kipp eftir tilnefningarnar. Ingi Úlfar Helgason sérfræðingur hjá Sambíóunum segir afar sjaldgæft að svona mikil aukning verði á aðsókn, sérstaklega þar sem myndin hefur verið sýnd í tæpar 10 vikur. "Það eru vanalega bara barnamyndir sem ná að halda sér svona lengi." Aðspurður segir Ingi að ekki hafi komið til tals að hefja aftur sýningar á þeim myndum sem eru tilnefndar en hættar í sýningu. Ekki hafi komið ósk um það frá dreifendum. Vel geti þó verið að það gerist. Eddan Menning Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Aðsókn á íslensku kvikmyndirnar sem nú eru sýndar í bíó tók kipp eftir að tilnefningar til Edduverðlauna voru kynntar í síðustu viku. Þannig jókst aðstókn á Veðramót um 60-70 prósent strax í kjölfar tilnefninganna. Aðsókn á Astrópíu jókst að sama skapi um 42 prósent. Heimildarmyndin Syndir feðranna var frumsýnd helgina áður en tilnefningarnar voru birtar. "Við merkjum ekki hvaða áhrif Eddan hefur á hana vegna þess," segir Jón Eiríkur Jóhannsson rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu. Heimildarmyndir þurfi lengri tíma og þær þurfi einnig að meta á annan hátt en íslenskar kvikmyndir. Heildaraðsókn á Veðramót er komin upp í tæplega 16 þúsund. "Það er gríðarlega gott fyrir þessa mynd og Eddan er klárlega að veita henni framhaldslíf," segir Jón. Hann segir myndina höfða meira til eldri hópa og mikil aukning sé merkjanleg á dagsýningum um helgar. Heildaraðsókn á Astrópíu er nú orðin rúmlega 45 þúsund. Aðsóknin tók mikinn kipp eftir tilnefningarnar. Ingi Úlfar Helgason sérfræðingur hjá Sambíóunum segir afar sjaldgæft að svona mikil aukning verði á aðsókn, sérstaklega þar sem myndin hefur verið sýnd í tæpar 10 vikur. "Það eru vanalega bara barnamyndir sem ná að halda sér svona lengi." Aðspurður segir Ingi að ekki hafi komið til tals að hefja aftur sýningar á þeim myndum sem eru tilnefndar en hættar í sýningu. Ekki hafi komið ósk um það frá dreifendum. Vel geti þó verið að það gerist.
Eddan Menning Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein