Youtube-myndband gæti orðið Hamilton að falli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2007 09:35 Lewis Hamilton á æfingu í Kína í morgun. Nordic Photos / Getty Images Hafi tímabilið í Formúlu 1 ekki verið nógu skrautlegt fyrir gæti nú verið að þau stig sem Lewis Hamilton vann í síðustu keppni verði dæmd af honum vegna myndbands á youtube. Mikil rigning var í Japan um helgina þegar Formúlu 1-keppnin fór þar fram. Af þeim sökum var brautin gríðarlega sleip og skyggni afar slæmt. Öryggisbíllinn var ótt og títt kallaður út. Þjóðverjinn Sebastian Vettell á Toro Rosso var óvænt í þriðja sæti keppninnar þegar öryggisbíllinn var einu sinni sem oftar kallaður út. Mark Webber, ökuþór Red Bull, var í öðru sæti og Hamilton í því fyrsta. Þegar öryggisbíllinn er úti er bannað að taka fram úr öðrum bílum. Ökumenn þurfa því að fylgjast vel með bílunum fyrir framan sig. Eins og sést á myndbandinu gefur Hamilton í og fer út í hægri vegakantinn þegar öryggisbíllinn er að koma að krappri vinstri beygju. Hamilton hægir svo skyndilega á sér og Webber, sem hélt sömu línu og öryggisbíllinn, hægir líka á sér til að taka ekki fram úr Hamilton. Vettell hefur lýst því þannig að ökulag Hamilton hafi truflað einbeitingu sína og Vettell hafnaði aftan á bíl Webber. Webber hefur gagnrýnt Hamilton harkalega fyrir ökulag sitt. Hann sagði að lýsa mætti ökulagi hans í einu orði, „shit“. Hamilton vann keppnina og fékk tíu stig fyrir. Forysta hans í stigakeppni ökuþóra er tólf stig og getur hann tryggt sér titilinn í næstsíðustu keppni ársins sem fer fram í Kína um helgina. Alþjóða aksturssambandið, FIA, fundar nú í dag til að ákveða hvort að dæma eigi stigin af Hamilton og er ofangreint myndband talið vera eitt helsta sönnunargagnið í því máli. Reglur kveða á um að fremsti bíll verði að vera að minnsta kosti fimm bílalengdir frá öryggisbílnum. Hamilton braut klárlega þessa reglu en hann hefur sagt að Webber hefði pressað mikið á sig. Formúla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Hafi tímabilið í Formúlu 1 ekki verið nógu skrautlegt fyrir gæti nú verið að þau stig sem Lewis Hamilton vann í síðustu keppni verði dæmd af honum vegna myndbands á youtube. Mikil rigning var í Japan um helgina þegar Formúlu 1-keppnin fór þar fram. Af þeim sökum var brautin gríðarlega sleip og skyggni afar slæmt. Öryggisbíllinn var ótt og títt kallaður út. Þjóðverjinn Sebastian Vettell á Toro Rosso var óvænt í þriðja sæti keppninnar þegar öryggisbíllinn var einu sinni sem oftar kallaður út. Mark Webber, ökuþór Red Bull, var í öðru sæti og Hamilton í því fyrsta. Þegar öryggisbíllinn er úti er bannað að taka fram úr öðrum bílum. Ökumenn þurfa því að fylgjast vel með bílunum fyrir framan sig. Eins og sést á myndbandinu gefur Hamilton í og fer út í hægri vegakantinn þegar öryggisbíllinn er að koma að krappri vinstri beygju. Hamilton hægir svo skyndilega á sér og Webber, sem hélt sömu línu og öryggisbíllinn, hægir líka á sér til að taka ekki fram úr Hamilton. Vettell hefur lýst því þannig að ökulag Hamilton hafi truflað einbeitingu sína og Vettell hafnaði aftan á bíl Webber. Webber hefur gagnrýnt Hamilton harkalega fyrir ökulag sitt. Hann sagði að lýsa mætti ökulagi hans í einu orði, „shit“. Hamilton vann keppnina og fékk tíu stig fyrir. Forysta hans í stigakeppni ökuþóra er tólf stig og getur hann tryggt sér titilinn í næstsíðustu keppni ársins sem fer fram í Kína um helgina. Alþjóða aksturssambandið, FIA, fundar nú í dag til að ákveða hvort að dæma eigi stigin af Hamilton og er ofangreint myndband talið vera eitt helsta sönnunargagnið í því máli. Reglur kveða á um að fremsti bíll verði að vera að minnsta kosti fimm bílalengdir frá öryggisbílnum. Hamilton braut klárlega þessa reglu en hann hefur sagt að Webber hefði pressað mikið á sig.
Formúla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira