Brottvísun fyrir mótmæli? Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 25. september 2007 18:45 Breskur jarðfræðingur sem tekið hefur þátt í aðgerðum Saving Iceland á yfir höfði sér að vera vísað úr landi vegna mótmæla sinna á grundvelli almannaöryggis og allsherjarreglu. Lögregla höfuðborgarsvæðisins hefur farið fram á það við Útlendingastofnun að vísa burt úr landi hinni 23ja ára gömlu Miriam Rose sem hefur tekið þátt í mótmælum Saving Iceland. Í sumar sat hún af sér 100 þúsund króna sekt með 8 daga fangelsisvist en dóminn hlaut hún fyrir að klifra upp í burðarvirki á vinnsusvæði Bechtel í Reyðarfirði og neita að hlíta fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið. Miriam, sem er trúlofuð íslenskum pilti, fékk nýverið bréf frá Útlendingastofnun um mögulega brottvísun og bann á endurkomu til Íslands. Í bréfinu er vísað til tveggja greina Útlendingalaga: - Í annarri þeirra segir að heimilt sé að vísa EES eða EFTA útlendingi úr landi - ef það er nauðsynlegt með skírskotun til allsherjarreglu og almannaöryggis. - Í hinni stendur að brottvísun megi framkvæma ef háttsemi útlendingsins felur í sér raunverulega og nægilega alvarlega ógn gagnvart grundvallarþjóðfélagssjónarmiðum. Ekki náðist í Miriam í dag, en Saving Iceland sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að ásökun um að Miriam ógni grundvallargildum samfélagsins sé fráleit. Ennfremur að: "...verði henni vísað úr landi er það vegna skoðana hennar en ekki af því að íslensku samfélagi stafi ógn af veru hennar hér." Hildur Dungal forstjóri Útlendingastofnunar sagði í samtali við fréttastofu í dag að Miriam gæti nú kynnt sínar athugasemdir og síðan yrði tekin afstaða til málsins. Um 30 útlendingum er vísað úr landi á ári hverju, langflestir eru refsifangar. Fréttir Innlent Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira
Breskur jarðfræðingur sem tekið hefur þátt í aðgerðum Saving Iceland á yfir höfði sér að vera vísað úr landi vegna mótmæla sinna á grundvelli almannaöryggis og allsherjarreglu. Lögregla höfuðborgarsvæðisins hefur farið fram á það við Útlendingastofnun að vísa burt úr landi hinni 23ja ára gömlu Miriam Rose sem hefur tekið þátt í mótmælum Saving Iceland. Í sumar sat hún af sér 100 þúsund króna sekt með 8 daga fangelsisvist en dóminn hlaut hún fyrir að klifra upp í burðarvirki á vinnsusvæði Bechtel í Reyðarfirði og neita að hlíta fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið. Miriam, sem er trúlofuð íslenskum pilti, fékk nýverið bréf frá Útlendingastofnun um mögulega brottvísun og bann á endurkomu til Íslands. Í bréfinu er vísað til tveggja greina Útlendingalaga: - Í annarri þeirra segir að heimilt sé að vísa EES eða EFTA útlendingi úr landi - ef það er nauðsynlegt með skírskotun til allsherjarreglu og almannaöryggis. - Í hinni stendur að brottvísun megi framkvæma ef háttsemi útlendingsins felur í sér raunverulega og nægilega alvarlega ógn gagnvart grundvallarþjóðfélagssjónarmiðum. Ekki náðist í Miriam í dag, en Saving Iceland sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að ásökun um að Miriam ógni grundvallargildum samfélagsins sé fráleit. Ennfremur að: "...verði henni vísað úr landi er það vegna skoðana hennar en ekki af því að íslensku samfélagi stafi ógn af veru hennar hér." Hildur Dungal forstjóri Útlendingastofnunar sagði í samtali við fréttastofu í dag að Miriam gæti nú kynnt sínar athugasemdir og síðan yrði tekin afstaða til málsins. Um 30 útlendingum er vísað úr landi á ári hverju, langflestir eru refsifangar.
Fréttir Innlent Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira