Sigling smyglaranna hrein heimska 21. september 2007 18:45 Einn reyndasti skútuskipstjóri landsins segir för smyglaranna yfir hafið hreina heimsku á þessum árstíma. Hann segir eftirlit með bátaumferð betra hér á landi en alls staðar þar sem hann þekkir til í Evrópu Baldvin Björgvinsson er margfaldur Íslandsmeistari í siglinum og þaulreyndur í siglingum á úthafinu. Hann hefur siglt skútunni Bestu um langa hríð, bæði í keppni og í langferðum. Baldvin telur að sæfarendur á smyglskútunni séu reyndir og kunni að fara með tæki til að rata yfir hafið hingað til lands. Hann er þó á því að verulega vanir skútumenn haldi sig nær ströndinni en úthafinu á þessum árstíma. Hann segir að þetta ferðalag mannanna sé hrein heimska og þeir hafi án efa hreppt mjög vont veður á leiðinni. Þeir megi teljast heppnir að hafa sloppið áfallalaust yfir hafið. Skútan sem flutt var landleiðina til Reykjavíkur frá Fáskrúðsfirði í dag er Bavaria 30 Cruising. Baldvin segir að skútur af þessari gerð séu vel búnar tækjum og geri áhöfn kleift að nota sjálfstýringu að vild. Baldvin segir að nánast útilokað sé að sigla þá vegalengd sem líklegast var farin með því að styðjast eingöngu við hjálparvélina í skútunni. Hann segir að eldsneytistankar skútunnar séu hreinlega ekki nægjanlega stórir. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sagði við Stöð 2 í dag að sólarhringseftirlit sé ekki í öllum höfnum landsins. Greiðari leið sé inn í landið fyrir smyglara þar sem eftirliti er ábótavant. Baldvin segir að þrátt fyrir þetta sé eftirlit með bátaumferð og skútum betra hér en alls staðar í Evrópu þar sem hann þekkir til. Hann segir fátítt að tollverðir komi um borð í hvert sinn sem skúta kyssi legukant eins og hér er gert. Pólstjörnumálið Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Einn reyndasti skútuskipstjóri landsins segir för smyglaranna yfir hafið hreina heimsku á þessum árstíma. Hann segir eftirlit með bátaumferð betra hér á landi en alls staðar þar sem hann þekkir til í Evrópu Baldvin Björgvinsson er margfaldur Íslandsmeistari í siglinum og þaulreyndur í siglingum á úthafinu. Hann hefur siglt skútunni Bestu um langa hríð, bæði í keppni og í langferðum. Baldvin telur að sæfarendur á smyglskútunni séu reyndir og kunni að fara með tæki til að rata yfir hafið hingað til lands. Hann er þó á því að verulega vanir skútumenn haldi sig nær ströndinni en úthafinu á þessum árstíma. Hann segir að þetta ferðalag mannanna sé hrein heimska og þeir hafi án efa hreppt mjög vont veður á leiðinni. Þeir megi teljast heppnir að hafa sloppið áfallalaust yfir hafið. Skútan sem flutt var landleiðina til Reykjavíkur frá Fáskrúðsfirði í dag er Bavaria 30 Cruising. Baldvin segir að skútur af þessari gerð séu vel búnar tækjum og geri áhöfn kleift að nota sjálfstýringu að vild. Baldvin segir að nánast útilokað sé að sigla þá vegalengd sem líklegast var farin með því að styðjast eingöngu við hjálparvélina í skútunni. Hann segir að eldsneytistankar skútunnar séu hreinlega ekki nægjanlega stórir. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sagði við Stöð 2 í dag að sólarhringseftirlit sé ekki í öllum höfnum landsins. Greiðari leið sé inn í landið fyrir smyglara þar sem eftirliti er ábótavant. Baldvin segir að þrátt fyrir þetta sé eftirlit með bátaumferð og skútum betra hér en alls staðar í Evrópu þar sem hann þekkir til. Hann segir fátítt að tollverðir komi um borð í hvert sinn sem skúta kyssi legukant eins og hér er gert.
Pólstjörnumálið Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira