Höfuðpaurarnir taldir vera tveir Andri Ólafsson skrifar 21. september 2007 16:35 Mennirnir fimm voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. MYND/HÖRÐUR Bjarni Hrafnkelsson 35 ára gamall Hafnfirðingur og Einar Jökull Einarsson, 27 ára gamall Garðbæingur, eru samkvæmt heimildum Vísis taldir vera höfuðpaurar í Stóra smyglskútumálinu sem kom upp á Fáskrúðsfirði í gær. Þeir voru báðir handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun og úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í framhaldinu. Bjarni Hrafnkelsson fékk dóm árið 1994 fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á tæplega tveim kílóum af hassi til landsins. Sá innflutningur var í gegnum Keflavíkurflugvöll. Bjarni var handtekinn á heimili sínu í Hafnarfirði í gærmorgun. Í kjölfarið gerði lögreglan leit í bátnum Fagraey í Sandgerði sem er í hans eigu. Bjarni er talinn koma að skipulagningu og fjármögnun smyglskútumálsins. Þeir sem sigldu seglskútunni með 60 kíló af amfetamíni, e-dufti og e-pillum til Fáskrúðsfjarðar í gærmorgun voru Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson. Þeir eru báðir fæddir 1982 og voru einnig úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Guðbjarni er búsettur í Sandgerði þar sem bátur Bjarna Hrafnkelssonar er staðsettur og hann starfar sem sjómaður. Eins og sakir standa er bátur Guðbjarna í slipp í Njarðvík.Tengsl þeirra handteknu. Smellið á myndina til þess að stækka.MYND/Stöð 2Alvar er vinur bræðranna Einars Jökuls Einarssonar og Loga Freys Einarssonar úr Garðabæ. Þeir bræður voru báðir handteknir í gær, Einar Jökull í Reykjavík og Logi Freyr á heimili sínu í Stafangri í Noregi. Þeir eru fæddir 1980 og 1976. Einar Jökull sigldi við annan mann á skútunni Lucky Day til Fáskrúðsfjarðar fyrir tveimum árum. Þar stökk hann frá borði ásamt félaga sínum og skildi bátinn eftir veturlangt í höfninni á Fáskrúðsfirði. Logi Freyr borgaði hafnargjöldin af bátnum á meðan hann lá við bryggju. Það mun vera talið að Bjarni Hrafnkelsson hafi fjármagnað smyglið en Einar Jökull séð um skipulagningu þess og framkvæmd. Auk þessara manna var einn annar handtekinn og úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald hér á landi. Það var karlmaður á þrítugsaldri sem kom á Fáskrúðsfjörð í bílaleigubíl frá Bílaleigunni Höldur til að taka á móti þeim Alvari og Guðbjarna. Þá voru tveir handteknir í Færeyjum, Íslendingur og Dani, 23 og 24 ára gamlir. Í þeirri aðgerð fundust um tvö kíló af amfetamíni. Loks voru maður og kona handtekin í Danmörku en þeim hefur nú verið sleppt úr haldi. Þau eru ekki talin tengjast smyglmálinu. Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Stóra smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði Tíu menn voru handteknir á Norðurlöndunum í dag vegna stærsta smyglmáls Íslandssögunar. Lögreglan fann rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum í seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn og handtók þrjá menn á staðnum. Undir lok dags höfðu fimm menn verið dæmdir í gæsluvarðhald á Íslandi. Þrír til viðbótar eru í haldi lögreglu Færeyjum og Noregi. Þá hefur pari sem handtekið var í Danmörku verið sleppt. 20. september 2007 23:31 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Bjarni Hrafnkelsson 35 ára gamall Hafnfirðingur og Einar Jökull Einarsson, 27 ára gamall Garðbæingur, eru samkvæmt heimildum Vísis taldir vera höfuðpaurar í Stóra smyglskútumálinu sem kom upp á Fáskrúðsfirði í gær. Þeir voru báðir handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun og úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í framhaldinu. Bjarni Hrafnkelsson fékk dóm árið 1994 fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á tæplega tveim kílóum af hassi til landsins. Sá innflutningur var í gegnum Keflavíkurflugvöll. Bjarni var handtekinn á heimili sínu í Hafnarfirði í gærmorgun. Í kjölfarið gerði lögreglan leit í bátnum Fagraey í Sandgerði sem er í hans eigu. Bjarni er talinn koma að skipulagningu og fjármögnun smyglskútumálsins. Þeir sem sigldu seglskútunni með 60 kíló af amfetamíni, e-dufti og e-pillum til Fáskrúðsfjarðar í gærmorgun voru Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson. Þeir eru báðir fæddir 1982 og voru einnig úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Guðbjarni er búsettur í Sandgerði þar sem bátur Bjarna Hrafnkelssonar er staðsettur og hann starfar sem sjómaður. Eins og sakir standa er bátur Guðbjarna í slipp í Njarðvík.Tengsl þeirra handteknu. Smellið á myndina til þess að stækka.MYND/Stöð 2Alvar er vinur bræðranna Einars Jökuls Einarssonar og Loga Freys Einarssonar úr Garðabæ. Þeir bræður voru báðir handteknir í gær, Einar Jökull í Reykjavík og Logi Freyr á heimili sínu í Stafangri í Noregi. Þeir eru fæddir 1980 og 1976. Einar Jökull sigldi við annan mann á skútunni Lucky Day til Fáskrúðsfjarðar fyrir tveimum árum. Þar stökk hann frá borði ásamt félaga sínum og skildi bátinn eftir veturlangt í höfninni á Fáskrúðsfirði. Logi Freyr borgaði hafnargjöldin af bátnum á meðan hann lá við bryggju. Það mun vera talið að Bjarni Hrafnkelsson hafi fjármagnað smyglið en Einar Jökull séð um skipulagningu þess og framkvæmd. Auk þessara manna var einn annar handtekinn og úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald hér á landi. Það var karlmaður á þrítugsaldri sem kom á Fáskrúðsfjörð í bílaleigubíl frá Bílaleigunni Höldur til að taka á móti þeim Alvari og Guðbjarna. Þá voru tveir handteknir í Færeyjum, Íslendingur og Dani, 23 og 24 ára gamlir. Í þeirri aðgerð fundust um tvö kíló af amfetamíni. Loks voru maður og kona handtekin í Danmörku en þeim hefur nú verið sleppt úr haldi. Þau eru ekki talin tengjast smyglmálinu.
Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Stóra smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði Tíu menn voru handteknir á Norðurlöndunum í dag vegna stærsta smyglmáls Íslandssögunar. Lögreglan fann rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum í seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn og handtók þrjá menn á staðnum. Undir lok dags höfðu fimm menn verið dæmdir í gæsluvarðhald á Íslandi. Þrír til viðbótar eru í haldi lögreglu Færeyjum og Noregi. Þá hefur pari sem handtekið var í Danmörku verið sleppt. 20. september 2007 23:31 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Stóra smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði Tíu menn voru handteknir á Norðurlöndunum í dag vegna stærsta smyglmáls Íslandssögunar. Lögreglan fann rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum í seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn og handtók þrjá menn á staðnum. Undir lok dags höfðu fimm menn verið dæmdir í gæsluvarðhald á Íslandi. Þrír til viðbótar eru í haldi lögreglu Færeyjum og Noregi. Þá hefur pari sem handtekið var í Danmörku verið sleppt. 20. september 2007 23:31