Ekki talið að Íslendingar tengist málinu Guðjón Helgason skrifar 12. júlí 2007 18:45 Rússnesk kona sem kom til Íslands í vikunni játað í yfirheyrslu að hafa komið til Íslands gagngert til að stunda vændi. Rannsókn lögreglu hefur ekki leitt í ljós að Íslendingar tengist málinu. Konan, sem kallar sig Ornellu, kom hingað á mánudaginn og dvaldist á hóteli í Reykjavík þar sem blíða hennar var seld. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið á þriðjudagskvöldið og reyndi að ná tali af konunni. Reykjavíkurheimsókn hennar var auglýst rækilega á rússneskri vefsíðu. Eftir umfjöllun Stöðvar 2 um málið var konunni vísað af hótel Nordica og hún kölluð til yfirheyrslu í gær. Samkvæmt upplýsingum frá kynferðisbrotadeild lögreglu Höfuðborgarsvæðisins játaði konan að hún hefði komi gagngert til Íslands til að stunda vændi. Vændi er ólöglegt en refsilaust á Íslandi nema þriðji aðili tengist málinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tengist konan fylgdarþjónustu í Frakklandi. Konan hefur að öllum líkindum verið gerð út af þeim sem hana reka. Ekki er búist við að mál verði sótt gegn fylgdarþjónustunni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom ekkert fram í málinu sem bendir til að Íslendingar tengist því. Athygli vekur þegar vefsíða fylgdarþjónustunnar er skoðuð að verðlistinn hjá hverri konu miðar við þjónustu í Moskvu annars vegar og öðrum borgum hins vegar. Fylgdarþjónustan sendir konur til starfa í ýmsum borgum. Þegar skoðað er hvar starfsemi fylgdarþjónustunnar er í boði á næstunni, er það eingöngu í Parísar eða Nice í Frakklandi. Því stingur Reykjavíkurtilboðið í stúf og vekur spurningar um hvort fyrirtækið hefur samverkamenn hér á landi. Mál konunnar verðu sent ákæruvaldinu hér á Íslandi en ólíklegt er talið að hún verði kærð. Konunni verður ekki vísað úr landi en samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun hún ætla sér af landi brott hið fyrsta. Fréttir Innlent Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Rússnesk kona sem kom til Íslands í vikunni játað í yfirheyrslu að hafa komið til Íslands gagngert til að stunda vændi. Rannsókn lögreglu hefur ekki leitt í ljós að Íslendingar tengist málinu. Konan, sem kallar sig Ornellu, kom hingað á mánudaginn og dvaldist á hóteli í Reykjavík þar sem blíða hennar var seld. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið á þriðjudagskvöldið og reyndi að ná tali af konunni. Reykjavíkurheimsókn hennar var auglýst rækilega á rússneskri vefsíðu. Eftir umfjöllun Stöðvar 2 um málið var konunni vísað af hótel Nordica og hún kölluð til yfirheyrslu í gær. Samkvæmt upplýsingum frá kynferðisbrotadeild lögreglu Höfuðborgarsvæðisins játaði konan að hún hefði komi gagngert til Íslands til að stunda vændi. Vændi er ólöglegt en refsilaust á Íslandi nema þriðji aðili tengist málinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tengist konan fylgdarþjónustu í Frakklandi. Konan hefur að öllum líkindum verið gerð út af þeim sem hana reka. Ekki er búist við að mál verði sótt gegn fylgdarþjónustunni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom ekkert fram í málinu sem bendir til að Íslendingar tengist því. Athygli vekur þegar vefsíða fylgdarþjónustunnar er skoðuð að verðlistinn hjá hverri konu miðar við þjónustu í Moskvu annars vegar og öðrum borgum hins vegar. Fylgdarþjónustan sendir konur til starfa í ýmsum borgum. Þegar skoðað er hvar starfsemi fylgdarþjónustunnar er í boði á næstunni, er það eingöngu í Parísar eða Nice í Frakklandi. Því stingur Reykjavíkurtilboðið í stúf og vekur spurningar um hvort fyrirtækið hefur samverkamenn hér á landi. Mál konunnar verðu sent ákæruvaldinu hér á Íslandi en ólíklegt er talið að hún verði kærð. Konunni verður ekki vísað úr landi en samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun hún ætla sér af landi brott hið fyrsta.
Fréttir Innlent Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira