Rashard Lewis samþykkir að fara til Orlando Magic 3. júlí 2007 12:44 Rashard Lewis gæti verið á leið til Orlando Magic NordicPhotos/GettyImages Framherjinn Rashard Lewis hjá Seattle Supersonics hefur tjáð forráðamönnum Orlando Magic að hann vilji skrifa undir samning við félagið. Lewis er með lausa samninga hjá Seattle í sumar eftir að hafa skorað yfir 22 stig að meðaltali fyrir Seattle síðasta vetur. Lewis er eftirsóttasti leikmaðurinn í NBA sem er með lausa samninga í vetur og getur hann formlega skrifað undir samning við Orlando þann 11. júlí nk. en það er fyrsti dagurinn sem leikmenn mega staðfesta nýja samninga. Ekki hefur verið staðfest hversu hár samningur liggur á borðinu fyrir Lewis, en hann er talinn á bilinu 75-85 milljónir dollara fyrir fimm ár. Þessar tölur gætu auðveldlega hækkað, en það fer eftir því hvort fleiri lið bjóða honum samning - og þá hugsanlega Seattle - sem getur boðið honum ári lengri samning en önnur lið í deildinni. Ef Orlando þarf að hækka tilboð sitt í leikmanninn gæti farið svo að það þyrfti að leyfa Darko Milicic fara frá félaginu til að hafa fjárhagslegt rúm til að semja við Lewis. Hann hefur spilað allan sinn 9 ára feril með Seattle, sem tók hann númer 32 í nýliðavalinu árið 1998. Ef Lewis semur við Orlando yrði það stærsti samningur sem félagið hefur tekið við síðan það batt 93 milljónir dollara í þeim Tracy McGrady og Grant Hill árið 2000. Nýliðarnir sem teknir voru í nýliðavalinu á fimmtudagskvöldið eru nú einn af öðrum að skrifa undir samninga við liðin sín og þar hefur Greg Oden m.a. skrifað undir samning við Portland. LA Lakers framlengdi um helgina samning sinn við Luke Walton sem skrifaði undir sex ára samning upp á um 30 milljónir dollara. Þá tilkynnti eigandi Utah Jazz í dag að leikstjórnandinn Derek Fisher hefði verið leystur undan samningi sínum við félagið, en hann vill einbeita sér að því að vera til staðar fyrir dóttur sína sem er með krabbamein. Hann útilokar ekki að spila aftur í NBA, en segir að það verði þá að vera í borg sem býður upp á bestu mögulegu læknisaðstoð fyrir dóttur sína. Fisher skoraði 10 stig að meðaltali fyrir Utah á síðasta tímabili og reyndist mikilvægur leiðtogi hins unga liðs í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Framherjinn Rashard Lewis hjá Seattle Supersonics hefur tjáð forráðamönnum Orlando Magic að hann vilji skrifa undir samning við félagið. Lewis er með lausa samninga hjá Seattle í sumar eftir að hafa skorað yfir 22 stig að meðaltali fyrir Seattle síðasta vetur. Lewis er eftirsóttasti leikmaðurinn í NBA sem er með lausa samninga í vetur og getur hann formlega skrifað undir samning við Orlando þann 11. júlí nk. en það er fyrsti dagurinn sem leikmenn mega staðfesta nýja samninga. Ekki hefur verið staðfest hversu hár samningur liggur á borðinu fyrir Lewis, en hann er talinn á bilinu 75-85 milljónir dollara fyrir fimm ár. Þessar tölur gætu auðveldlega hækkað, en það fer eftir því hvort fleiri lið bjóða honum samning - og þá hugsanlega Seattle - sem getur boðið honum ári lengri samning en önnur lið í deildinni. Ef Orlando þarf að hækka tilboð sitt í leikmanninn gæti farið svo að það þyrfti að leyfa Darko Milicic fara frá félaginu til að hafa fjárhagslegt rúm til að semja við Lewis. Hann hefur spilað allan sinn 9 ára feril með Seattle, sem tók hann númer 32 í nýliðavalinu árið 1998. Ef Lewis semur við Orlando yrði það stærsti samningur sem félagið hefur tekið við síðan það batt 93 milljónir dollara í þeim Tracy McGrady og Grant Hill árið 2000. Nýliðarnir sem teknir voru í nýliðavalinu á fimmtudagskvöldið eru nú einn af öðrum að skrifa undir samninga við liðin sín og þar hefur Greg Oden m.a. skrifað undir samning við Portland. LA Lakers framlengdi um helgina samning sinn við Luke Walton sem skrifaði undir sex ára samning upp á um 30 milljónir dollara. Þá tilkynnti eigandi Utah Jazz í dag að leikstjórnandinn Derek Fisher hefði verið leystur undan samningi sínum við félagið, en hann vill einbeita sér að því að vera til staðar fyrir dóttur sína sem er með krabbamein. Hann útilokar ekki að spila aftur í NBA, en segir að það verði þá að vera í borg sem býður upp á bestu mögulegu læknisaðstoð fyrir dóttur sína. Fisher skoraði 10 stig að meðaltali fyrir Utah á síðasta tímabili og reyndist mikilvægur leiðtogi hins unga liðs í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira