Þúsaldarmarkmiðin í hættu Guðjón Helgason skrifar 2. júlí 2007 19:37 Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um bættan hag þróunarríkjanna eru í hættu vegna loforðaflaums en lítilla efnda. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorar á ríki heims að láta verkin tala. Þúsaldaryfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var undirrituð í september árið 2000 og samþykktu öll ríki samhljóða markmið sem þar voru skilgreind og átti að ná árið 2015. Meðal annars skal útrýma örbirgð og hungri, tryggja öllum börnum grunnmenntun, tryggja jafnrétti kynjanna og auka völd kvenna og fækka tilfellum af ungbarnadauða. Nú þegar tímabilið sem gefið var til framkvæmda er hálfnað sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér skýrslu í dag. Þar er bent á að aðeins hafi fimm ríki náð eða farið fram úr gamla takmarki samtakanna um að núll komma sjö prósent þjóðarframleiðslu renni til opinberrar þróunaraðstoðar, Danmörk, Holland, Lúxemborg, Noregur og Svíþjóð. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir nokkra framþróun hafa orðið en þó séu þúsaldarmarkmiðin í hættu. Heimurinn vilji ekki ný loforð heldur efndir á þeim gömlu. Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum, var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Hann segir íslensk stjórnvöld ekki hafa staðið sig þegar kemur að þróunaraðstoð. Þau væru ekki einu sinni hálfdrættingur á við þau ríki sem væru að ná eða hefðu náð 0,7% markinu. Stefnt sé að því að ná 0.35% af þjóðarframleiðslu í opinbera þróunaraðstoð fyrir árið 2009. Gæta þurfi þó sanngirni og benda á að vissulega hafi verið hagvöxtur og því meira borgað í krónum talið. Það sé hins vegar vilji almennings og fyrirtækja að leggja meira til og stjórnvöld hafi brugðist. Fréttir Innlent Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um bættan hag þróunarríkjanna eru í hættu vegna loforðaflaums en lítilla efnda. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorar á ríki heims að láta verkin tala. Þúsaldaryfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var undirrituð í september árið 2000 og samþykktu öll ríki samhljóða markmið sem þar voru skilgreind og átti að ná árið 2015. Meðal annars skal útrýma örbirgð og hungri, tryggja öllum börnum grunnmenntun, tryggja jafnrétti kynjanna og auka völd kvenna og fækka tilfellum af ungbarnadauða. Nú þegar tímabilið sem gefið var til framkvæmda er hálfnað sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér skýrslu í dag. Þar er bent á að aðeins hafi fimm ríki náð eða farið fram úr gamla takmarki samtakanna um að núll komma sjö prósent þjóðarframleiðslu renni til opinberrar þróunaraðstoðar, Danmörk, Holland, Lúxemborg, Noregur og Svíþjóð. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir nokkra framþróun hafa orðið en þó séu þúsaldarmarkmiðin í hættu. Heimurinn vilji ekki ný loforð heldur efndir á þeim gömlu. Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum, var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Hann segir íslensk stjórnvöld ekki hafa staðið sig þegar kemur að þróunaraðstoð. Þau væru ekki einu sinni hálfdrættingur á við þau ríki sem væru að ná eða hefðu náð 0,7% markinu. Stefnt sé að því að ná 0.35% af þjóðarframleiðslu í opinbera þróunaraðstoð fyrir árið 2009. Gæta þurfi þó sanngirni og benda á að vissulega hafi verið hagvöxtur og því meira borgað í krónum talið. Það sé hins vegar vilji almennings og fyrirtækja að leggja meira til og stjórnvöld hafi brugðist.
Fréttir Innlent Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira