San Antonio með aðra höndina á titlinum 13. júní 2007 05:25 LeBron James og félagar þurfa nú að gera nokkuð sem engu liði í sögu NBA hefur tekist - að koma til baka eftir að lenda undir 3-0 AFP San Antonio Spurs er komið í afar vænlega stöðu í úrslitaeinvíginu gegn Cleveland Cavaliers í NBA deildinni eftir 75-72 sigur í þriðja leik liðanna í Cleveland í nótt. San Antonio leiðir nú 3-0 í einvíginu og Cleveland verður að gera nokkuð sem engu liði í sögunni hefur tekist ef það á að hampa titlinum. Skemmst er frá því að segja að leikurinn í nótt var ekki mikið fyrir augað og var þetta annað lægsta stigaskor sem sést hefur í leik í úrslitum frá upphafi. Gestirnir í San Antonio höfðu nauma forystu lengst af leik þrátt fyrir villuvandræði Tim Duncan. Leikstjórnandinn Tony Parker hafði verið óstöðvandi í fyrstu tveimur leikjunum en var lengi í gang í nótt með nýliðann Daniel Gibson sér til varnar þar sem Larry Hughes sat spariklæddur á hliðarlínunni vegna meiðsla. Parker var þó stigahæstur í San Antonio með 17 stig, Tim Duncan skoraði 14 stig og hirti 9 fráköst og varnarjaxlinn Bruce Bowen skoraði 13 stig og hirti 9 fráköst. Brent Barry skoraði 9 stig og Manu Ginobili var fjarri sínu besta og skoraði aðeins þrjú stig - en þau reyndust þó mikilvæg og komu úr vítaskotum þegar 10 sekúndur voru eftir af leiknum. LeBron James fékk tækifæri til að jafna leikinn fyrir Cleveland þegar 5,5 sekúndur voru eftir, en skot hans rataði ekki rétta leið. Hann vildi meina að Bruce Bowen hefði brotið á sér í lokaskotinu - og kann að hafa nokkuð fyrir sér í því. Hann fékk þó ekkert fyrir sinn snúð og segja má að heimamenn hafi ekki átt mikið skilið út úr leiknum í nótt því þeir spiluðu einfaldlega illa. Skyttur Cleveland voru hreint út sagt úti á túni og nýttu aðeins 3 af 19 þriggja stiga skotum sínum. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 25 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar, Sasha Pavlovic skoraði 13 stig, Drew Gooden skoraði 13 stig og hirti 12 fráköst og miðherjinn Zydrunas Ilgauskas skoraði 12 stig og hirti 18 fráköst - þar af 10 í sókninni. "Þessi sigur breytir í raun engu fyrir okkur," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. "Við þurfum að ná í einn sigur í viðbót, hvernig sem við förum að því - og þessir gaurar eru ekkert að fara að gefa okkur hann. Þeir vilja ekki láta sópa sér út í úrslitunum. Leikur þrjú er venjulega erfiðasti leikurinn í svona einvígi, en sá fjórði er ekki síður erfiður því þá kemur örvænting í mótherjann," sagði Duncan. San Antonio getur unnið þriðja titil sinn á fimm árum með sigri í fjórða leiknum í Cleveland á fimmtudagskvöldið og fjórða titilinn síðan 1999. Ef svo færi yrði það í fyrsta skipti sem San Antonio vinnur úrslitaeinvígi 4-0, en það er ekki algengt í úrslitaeinvígi NBA. Síðasta lið til að sópa andstæðingi sínum í úrslitum var LA Lakers þegar liðið vann New Jersey 4-0 árið 2002. Þar áður vann Houston 4-0 sigur á Orlando í úrslitunum árið 1995. Verði San Antonio meistari í ár verður liðið aðeins hið fjórða í sögu NBA með fjóra eða fleiri meistaratitla ásamt Boston (16), LA Lakers (14) og Chicago (6). Smelltu hér til að sjá tölfræði úr leiknum. Smelltu á tengla hér fyrir neðan til að sjá umfjöllun um fyrri viðureignir liðanna í lokaúrslitunum. NBA Tengdar fréttir Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. 8. júní 2007 04:18 Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. 11. júní 2007 04:23 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Sjá meira
San Antonio Spurs er komið í afar vænlega stöðu í úrslitaeinvíginu gegn Cleveland Cavaliers í NBA deildinni eftir 75-72 sigur í þriðja leik liðanna í Cleveland í nótt. San Antonio leiðir nú 3-0 í einvíginu og Cleveland verður að gera nokkuð sem engu liði í sögunni hefur tekist ef það á að hampa titlinum. Skemmst er frá því að segja að leikurinn í nótt var ekki mikið fyrir augað og var þetta annað lægsta stigaskor sem sést hefur í leik í úrslitum frá upphafi. Gestirnir í San Antonio höfðu nauma forystu lengst af leik þrátt fyrir villuvandræði Tim Duncan. Leikstjórnandinn Tony Parker hafði verið óstöðvandi í fyrstu tveimur leikjunum en var lengi í gang í nótt með nýliðann Daniel Gibson sér til varnar þar sem Larry Hughes sat spariklæddur á hliðarlínunni vegna meiðsla. Parker var þó stigahæstur í San Antonio með 17 stig, Tim Duncan skoraði 14 stig og hirti 9 fráköst og varnarjaxlinn Bruce Bowen skoraði 13 stig og hirti 9 fráköst. Brent Barry skoraði 9 stig og Manu Ginobili var fjarri sínu besta og skoraði aðeins þrjú stig - en þau reyndust þó mikilvæg og komu úr vítaskotum þegar 10 sekúndur voru eftir af leiknum. LeBron James fékk tækifæri til að jafna leikinn fyrir Cleveland þegar 5,5 sekúndur voru eftir, en skot hans rataði ekki rétta leið. Hann vildi meina að Bruce Bowen hefði brotið á sér í lokaskotinu - og kann að hafa nokkuð fyrir sér í því. Hann fékk þó ekkert fyrir sinn snúð og segja má að heimamenn hafi ekki átt mikið skilið út úr leiknum í nótt því þeir spiluðu einfaldlega illa. Skyttur Cleveland voru hreint út sagt úti á túni og nýttu aðeins 3 af 19 þriggja stiga skotum sínum. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 25 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar, Sasha Pavlovic skoraði 13 stig, Drew Gooden skoraði 13 stig og hirti 12 fráköst og miðherjinn Zydrunas Ilgauskas skoraði 12 stig og hirti 18 fráköst - þar af 10 í sókninni. "Þessi sigur breytir í raun engu fyrir okkur," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. "Við þurfum að ná í einn sigur í viðbót, hvernig sem við förum að því - og þessir gaurar eru ekkert að fara að gefa okkur hann. Þeir vilja ekki láta sópa sér út í úrslitunum. Leikur þrjú er venjulega erfiðasti leikurinn í svona einvígi, en sá fjórði er ekki síður erfiður því þá kemur örvænting í mótherjann," sagði Duncan. San Antonio getur unnið þriðja titil sinn á fimm árum með sigri í fjórða leiknum í Cleveland á fimmtudagskvöldið og fjórða titilinn síðan 1999. Ef svo færi yrði það í fyrsta skipti sem San Antonio vinnur úrslitaeinvígi 4-0, en það er ekki algengt í úrslitaeinvígi NBA. Síðasta lið til að sópa andstæðingi sínum í úrslitum var LA Lakers þegar liðið vann New Jersey 4-0 árið 2002. Þar áður vann Houston 4-0 sigur á Orlando í úrslitunum árið 1995. Verði San Antonio meistari í ár verður liðið aðeins hið fjórða í sögu NBA með fjóra eða fleiri meistaratitla ásamt Boston (16), LA Lakers (14) og Chicago (6). Smelltu hér til að sjá tölfræði úr leiknum. Smelltu á tengla hér fyrir neðan til að sjá umfjöllun um fyrri viðureignir liðanna í lokaúrslitunum.
NBA Tengdar fréttir Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. 8. júní 2007 04:18 Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. 11. júní 2007 04:23 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Sjá meira
Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. 8. júní 2007 04:18
Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. 11. júní 2007 04:23